Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 62
KveiKjurnar eru sterKar tilfinn- ingar, sterK augnabliK sem hafa sum hver setið í mér í tíu eða tuttugu ár, jafnvel frá því ég var barn. Ég hafði fundið randa-flugu í skítugum snjó-skafli og geymdi hana í eldspýtustokki. Enginn hafði tekið eftir henni, enda gerir enginn ráð fyrir randaflugu lengst uppi á regin- fjöllum þar sem varla sést stingandi strá.“ Svona hefst fyrsta sagan, Randafluga, í nýju smásagnasafni Andra Snæs Magnasonar. Smá- sagnasafnið kallast Sofðu ást mín, en það vekur óneitanlega spurning- ar hversu fjölbreytt höfundarverk Andra Snæs er og hvort það sé ekki þrautin þyngri að fara með þessum hætti á milli bókmenntaforma. „Mér finnst þetta nú allt koma af sömu rót,“ segir Andri Snær og bætir við að þarna sé hann engu að síður í fyrsta skipti að glíma við hinn kunnuglega heim. Grunntónar „Ég hef nánast alltaf skapað heiminn í mínum verkum en í þetta sinn er ég að skrifa um heiminn sem skapaði mig og mína kynslóð. Það getur óneitanlega verið erfitt að flakka svona á milli forma, en ég hef alltaf haft þörf fyrir að enduruppgötva mig í hverju verki og finna upp nýtt form sem hentar mér í hvert og eitt sinn. Það getur tekið tíma að finna nýtt form fremur en að gera það sem kalla má rökrétt framhald af síðustu bók. Þá er maður alltaf að gera eitthvað sem maður veit ekki hvort maður er góður í eða ekki. Það ruglar auðvitað líka lesendur mína í ríminu. En þráðurinn í þessari bók hefur samt fylgt mér alveg frá 1998. Hann hefur fylgt mér óháð því sem ég hef verið að skrifa og það eru grunntónar í þessu verki sem hefðu getað orðið verk ef ekki hefðu komið hugmyndir sem kölluðu sterkar á mig í Draumalandinu og LoveStar til dæmis. Þannig að þetta er tónn sem hefur viljað brjótast fram en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég ákvað hleypa honum að og nota þessa rödd í heildstæðu verki. Kannski vegna þess að allt var orðið svo pólitískt eða hlaðið hugmyndum að mér fannst ég hreinlega verða að koma þessum lit frá mér áður en ég færi kannski aftur annan hring inn í annaðhvort pólitík eða fantasíu.“ Augnablik kynslóðar Rætur Andra Snæs liggja að miklu leyti í ljóðlistinni og við lestur titilsögunnar er ekki laust við að manni finnist ljóðið toga allhraust- lega. Andri þvertekur ekki fyrir það og segir að þetta sé nú í senn ljóð- rænasti og elsti tónninn í verkinu. „Þessi saga er eiginlega kveikjan að öllu verkinu því mig langaði alltaf til þess að klára verk sem hefði þennan tón. Hún fer nær ljóðinu en annað þar sem ég fer meira inn í, kannski ekki alveg kolstrípaðan veruleika, en þó svona beinni frásagnarhátt. Grunnnálgun á tungumálið og frá- sögnina.“ Í sögunum er engu að síður að finna kunnuglegan streng eða sögu- efni á borð við náttúruna, stóra sem smáa, ástina, styrjaldarógn og fleira. „Já, ég hélt að ég væri að láta stóru pólitísku málin eiga sig af því að ég var ekki takast á við bein hitamál í samfélaginu. En svo þegar ég fer að skoða sögurnar þá eru þetta alls ekki hversdagslegar sögur. Þetta eru ekki sögur þar sem ekkert gerist. Kjarn- orkuógnin vofir yfir í einni sögunni, tilfinning sem fylgir því að vera barn sem trúir því sem stendur í blöð- unum og heldur að heimurinn sé að farast. Síðan er þarna grundvallarleit að orði í staðinn fyrir að elska, saga sem tengist dauðsfalli í vinahópnum og fleira. Kveikjurnar eru sterkar til- finningar, sterk augnablik sem hafa sum hver setið í mér í tíu eða tuttugu ár, jafnvel frá því ég var barn. Ein- hvers konar kjarnasögur og kjarna- augnablik minnar kynslóðar eins og þegar við toppuðum 1. janúar 2007 og krössuðum einhvern veginn á sama tíma.“ Eitthvað óútskýranlegt Er frelsi í smásagnaforminu? „Já, ég hef alltaf verið heillaður af þessu formi og það eru ekkert alltaf lengstu bækurnar eða formin sem hafa haft áhrif á mig. Minn áhugi á bókmenntum sprettur upp úr ljóðinu og smásögunni, þá voru það helst skrítnu sögurnar eins og Borges og Þórarinn Eldjárn skrifuðu og annað slíkt. Fyrsta smásagna- safnið mitt er í þeim dúr en síðan varð ég heillaður af tóninum hjá höfundum eins og Vonnegut og Orwell sem báðir áttu mikla ádeilu í sinni skáldataug og fantasíu, en áttu líka fallegan og einlægan streng sem fyrir mér stækkaði höfundarverk þeirra. Kannski fannst mér að ég þyrfti að sanna að ég ætti þennan streng í verkfærakistunni. Eins skrítið og það er að tala um innri þörf þá hef ég verið að vinna að öðru verki sem er heimspólitískt en þetta vildi alltaf þrýstast fram fyrir það í röðina. Mér fannst ég verða að koma þessum tóni frá mér áður en ég get farið lengra inn í stóru hug- myndirnar, eins og að þurfa að anda inn áður en maður andar aftur út. Þannig að þetta eru ekki bara svona einhver listræn átök heldur eitthvað óútskýranlegt sem verður að komast fram.“ Ýtt á pásu Sofðu ást mín, virðist um margt vera ein persónulegasta bók Andra Snæs og hann segir að svona um 99% sagnanna séu mjög nálægt einhverju sem geti verið hann. „En ein sagan er nákvæmlega ég. Það er Lególand- sagan og hún gerðist í alvörunni. Þetta er saga sem hefur kraumað lengi en ég hef aldrei fundið flöt á hvernig eða í hvaða formi ég ætti að gera henni skil, auk þess sem hún snertir fólk sem er nálægt mér mjög persónulega. En þetta er líka spurning hversu nálægt maður á að fara fólki og atburðum sem snerta mitt eigið líf og fólk í kringum mann. Það er ákveðinn kjarkur sem þarf í það því það er ákveðið frelsi í fantasíunni. Mamma er ekkert að hringja og spyrja hvort frænka okkar sé Gleðiglaumur eða eitthvað,“ segir Andri Snær og hlær og bætir við: „En samt veit Hulda systir að það er hún í bókinni.“ En það er alltaf þetta kunnuglega stef þó svo að ég sé að skrifa um eitt- hvað annað. Það er alltaf smá Mel- rakkaslétta í öllum bókum hjá mér og stórar grundvallarspurningar eru þarna líka. Þetta er svolítið eins og ég hafi numið staðar og safnað upp tilfinningum sem hafa hlaðist upp en hafa aldrei ratað á blað. Það var kominn tími á að hleypa þeim út.“ Það er alltaf smá Melrakkaslétta í öllum bókum hjá mér andri snær magnason hefur fengist við flest form bókmenntanna og að þessu sinni kemur hann fram með smásagna- safn, fullt af sögum sem sumar hverjar hafa fylgt honum lengi. Andri Snær Magnason segir að í þessari bók sé tónn sem hann hafi þurft að koma frá sér. FréttAblAðið/Anton brink Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r46 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð menning 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 F -7 C 8 0 1 B 7 F -7 B 4 4 1 B 7 F -7 A 0 8 1 B 7 F -7 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.