Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						L-Mesitran 
Náttúruleg 
sáragræðsla 
með hunangi
Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, 
Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. 
Nánari upplýsingar 
fást á www.wh.is.
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir 
fyrir veitingastaði, 
mötuneyti og fyrir þig !
Það hittir þannig á að það er bæði leikhús og bók í senn en það var ekkert planað þannig,? segir Friðgeir Einarsson en hann hefur haft í mörgu 
að snúast þessa dagana. Í haust 
frumsýndi hann verkið Ævisaga ein­
hvers, ásamt leikhópnum Kriðpleir í 
Tjarnar bíói og skömmu síðar sendi 
hann frá sér smásagnasafnið Takk 
fyrir að láta mig vita. Þetta er fyrsta 
bók Friðgeirs og viðtökurnar hafa 
verið ljómandi góðar rétt eins og við 
leiksýningunni.
Hversdagurinn er Friðgeiri, og 
reyndar einnig félögum hans í Krið­
pleir, hugleikinn og hann segir að 
þessi strengur á milli umfjöllunar­
efnis bókarinnar og sviðsverksins sé 
í raun líka tilviljun. ?En þessi áhugi á 
hversdagslegu lífi, en við lifum allir 
mjög hversdagslegu lífi með brauð­
striti og að sækja krakka og allt þetta, 
hefur orðið okkur að umfjöllunar­
efni. Í bókinni er auðvitað eitthvað 
úr mínu lífi sem ratar inn eins og 
gengur og gerist. Stundum snýr þetta 
að minningum eða þá einhverju sem 
ég er að fást við hverju sinni. Svo eru 
aðrar sögur sem eru í bland upp­
spuni eða fengnar að láni. Þetta snýst 
kannski helst um einhverja tilfinn­
ingu sem mig langar til þess að taka 
á eða koma frá mér. Bara svona eins 
og söngvarar syngja um einhverja 
hluti.?
En skyldi fara vel saman að vinna 
hópvinnuna í leikhúsinu og svo að 
fást við skrifin sem alla jafna þykja 
vera einmanalegur starfi? ?Þetta er 
mín fyrsta bók og við vinnum nú ekki 
saman allan ársins hring í leikhúsinu, 
Friðgeir Einarsson, rithöfundur og leikhúsmaður, í grámyglulegum hversdeginum í Reykjavík. FRéttablaðið/VilhElm
Bækur
Sofðu ást mín
?????
Útgefandi: Mál og menning
Fjöldi síðna: 139 bls
Kápa: Alexandra Buhl/Forlagið
Prentun: Oddi
Eitt það athyglisverðasta við höf­
undarverk Andra Snæs Magnasonar 
er fjölbreytnin. Smásögur, skáld­
sögur, barnabækur, ljóð, ritgerðir og 
allt með sínum hætti. Í nýjustu bók 
Andra Snæs, Sofðu ást mín, leitar 
hann að nýju í form smásögunnar en 
langt er um liðið og löngu tímabært 
að höfundurinn endurnýi kynni sín 
við formið. Sofðu ást mín saman­
stendur af sjö smásögum sem þrátt 
fyrir að standa vel einar og sér tengj­
ast einnig lauslega í gegnum persónur 
og ákveðin þemu.
Sofðu ást mín er ótvírætt ein per­
sónulegasta og einlægasta bók Andra 
Snæs til þessa. Vel að merkja þá þýðir 
það ekki að höfundurinn hafi ekki 
lagt líf og sál í fyrri bækur, heldur 
finnur lesandinn hér meira fyrir per­
sónu höfundarins og jafnvel einka­
lífi með mun afdráttalausari hætti 
en áður. Andri Snær benti líka á í 
viðtali í Fréttablaðinu að ein sagan, 
Lególand, væri í raun og veru 
sótt beint í líf hans. Hún er 
með öðrum orðum sjálfs­
ævisögulegt verk. Lególand 
er líka ótvírætt ein besta, ef 
ekki besta, saga bókarinnar 
enda finnur lesandinn þar 
vel fyrir einlægni í tilfinn­
ingalífi sögumanns og höf­
undinum sjálfum.
Sé horft á sögurnar í 
heild þá má vel lesa úr 
þeim tiltölulega heild­
stætt lífshlaup manneskju 
á sama reki og höfundur. 
Lífshlaup sem snertir ýmis af þeim 
almennu málum sem varða viðkom­
andi kynslóð, svo sem baráttuna við 
að koma þaki yfir höfuðið, velja sér 
lífsviðurværi og annað slíkt. En líka 
mál sem samfélagið hefur staðið 
frammi fyrir svo sem náttúruvernd og 
græðgisvæðingu kynslóðarinnar sem 
náði hátindi sínum og siðferðislegum 
botni í senn í góðærinu árið 2007. En 
virðist um margt nota bene vera að 
ná vopnum sínum á ný ef marka má 
peningadýrkun íslensks samfélags.
Það er reyndar áberandi hversu 
miklu betur Andra Snæ tekst upp 
þegar málin virðast 
snerta hann persónu­
lega og hann leyfir ein­
lægri en sjálfsgagnrýnni 
rödd að njóta sín. Ágætt 
dæmi er titilsagan Sofðu 
ást mín, þar sem skáldið 
tekst á við útþynnta 
merkingu gildishlaðins 
orðs í nútíma samfélagi. 
En einnig hvernig Andri 
Snær skoðar eigin ágalla 
og takmarkanir sem 
sjálfhverfrar manneskju 
í Lególandi, en báðar 
eru þessar sögur mjög sterkar og vel 
heppnaðar. Hins vegar finnur maður 
líka aðeins fyrir ákveðinni fjarlægð 
höfundar frá kvenpersónunni Brynju 
í Wild Boys sem fyrir vikið stendur 
meira eins og vitnisburður um vit­
firringu kynslóðarinnar sem græðgis­
væddist ung að aldri í úthverfum 
Reykjavíkur. Höfundi virðist blöskra 
hegðunin, skiljanlega, og það veldur 
því að persónurnar verða ekki alveg 
Uppgjör við líf kynslóðar
Ég er vanur að fá 
smá klapp í lokin
Friðgeir Einarsson hefur í mörg horn að 
líta þessa dagana. Stuttu eftir að frum-
sýna nýtt verk með leikhópnum Krið-
pleir, sendi hann frá sér sína fyrstu bók.
þannig að ég vann bókina meðfram 
annarri vinnu eða í fríum. En mér 
finnst reynsla mín úr leikhúsinu skila 
einhverju í sögurnar og sömuleiðis þá 
finnst mér skrifin líka gefa í það sem 
ég geri fyrir leikhúsið. Þó svo þetta 
séu í raun ákaflega ólík form. Í skrif­
unum getur maður farið enn nær og 
ítarlegar í einhverja hluti. Leikhúsið 
er bundið við einhvern tíma og rými 
þar sem fólk er lokað inni í einn eða 
tvo tíma og getur sig hvergi hreyft. Þá 
þarf að skemmta fólki eða að minnsta 
kosti gæta þess að fólk einbeiti sér að 
verkinu en í bókinni getur maður 
leyft sér að tala lægra og hægar.?
Friðgeir hefur unnið í talsverðan 
tíma innan leikhússins og þar venjast 
listamennirnir því að fá viðbrögð 
áhorfendanna beint í æð á staðnum. 
Hann segir að það séu því óneitanlega 
talsverð viðbrigði að senda frá sér bók 
út í jólabókaflóðið. ?Þetta var rosalega 
skrítið til að byrja með. Maður sendi 
frá sér bók og svo ríkti bara algjör 
þögn. Fólk talaði bara um að það væri 
búið að sjá kápuna og fréttatilkynn­
MjólKin SEM ég Kaupi
#1 Sonur minn vekur mig klukkan 2:34. hann segist 
vilja banana og mjólk. ég opna 
augun og horfi framan í hann, 
hann er rauður í bjarmanum frá 
vekjaraklukkunni.
ég velti mér fram úr og saman 
göngum við inn í myrkrið á 
ganginum, varkárir, leiðumst 
hönd í hönd, tiplum yfir parketið 
í stofunni. tunglið sker út skugga 
svartra pottablóma og fleygir 
þeim á gólfið. Við höldum áfram 
gegnum nóttina og einhvern 
veginn rötum við alla leið inn í 
eldhús. ég opna ísskápinn, andlit 
okkar eru böðuð ljósi. Það er 
eins og ég hafi rifið gat á nóttina. 
Þarna er hann, veruleikinn: hálfur 
laukur, Worcestershire-sósa, 
hvítvínsedik og mjólkin sem ég 
kaupi.
Þegar birtir í fyrramálið mun ég 
setjast inn á skrifstofu. Sleginn 
hvítu ljósi. Þar brenn ég upp og 
kulna. ég dragnast gegnum sótið 
sem sáldrast af mér. Þurrka það 
upp. biðst afsökunar. held áfram 
að vinna. læt mig dreyma um að 
eitthvað sitji eftir þegar ég hverf.
Þannig líður vikan.
Úr bókinni Takk fyrir að láta mig vita, 
eftir Friðgeir Einarsson
ingu á meðan maður er vanur því að 
fá yfirleitt klapp í lokin, mismikið 
þó, og eins bregst fólk við í salnum á 
meðan á sýningunni stendur. En svo 
er líka munur á því að mistök í leik­
húsinu eru farin um leið og maður er 
búinn að gera þau, maður getur bara 
farið áfram. Í bókinni er þetta prentað 
og svo stendur þetta í kjarnorkuvörðu 
byrgi í Þjóðarbókhlöðunni allt þar til 
siðmenningin líður undir lok,? segir 
Friðgeir og hlær við tilhugsunina. 
Magnús 
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
1 4 . d e S e m B e r 2 0 1 6  m I Ð V I k u d A G u r26 m e n n I n G  ?  F r É T T A B L A Ð I Ð
menning
14-12-2016
  04:29
F
B
056s_P
042K
.p1.pdf
F
B
056s_P
042K
.p1.pdf
F
B
056s_P
015K
.p1.pdf
F
B
056s_P
015K
.p1.pdf
A
utom
ation
P
late rem
ake: 1B
A
9-0B
94
1B
A
9-0A
58
1B
A
9-091C
1B
A
9-07E
0
275 X
 400.001
2A
   
F
B
056s_13_12_201
C
M
Y
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56