Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 1
Eignast Keflavíkurbær meiri- hluta í Karlakórshúsinu? Nýr vínveitingastaður á efri hæð hússins opnar líklega í næsta mánuði Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur sl. þriöjudag, var tekið fyrir mál það er varðar hugsanlega eignaríhlutun bæjarins í neðri sal Karla- kórshússins við Vestur- braut. Nokkuð öruggt er að bæjarráð hafi vísað málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn Keflavíkur, þar sem ákvörð- un um málið verður síðan tekin. Það sem um er að ræða er að bærinn gangi til samnings við kórinn og gangi frá neðri sal hússins tilbúnum undir tréverk. Salur þessi tekur um 350 manns í sæti en slíkan sal hefur nauðsynlega vantað hér í Keflavík að margra áliti. Hugsanleg upphæð sem þyrfti til þessa verks mun vera í kringum 5 millj., og með því mundi bærinn eignast meirihluta i salnum. Líklegt þykir að mál þetta fái snögga afgreiðslu í bæjarstjórn, verði því vísað þangað, þar sem vitað er að nokkur einhugur er meðal bæjarfulltrúa um þetta mál, en fyrir u.þ.b. 3 árum var samþykkt í bæjarstjórn að kórnum yrði veitt aðstoð við byggingu þessa húss. Aðrar raddir segja í dag, að bærinn ætti að bíða og sjá t.d. hver reynslan af veitingastað Glóðarinnar verði, og þá að þessari upp- hæð yrði varið í eitthvað brýnna, núna á þessum síð- ustu og verstu tímum. ,,Þetta hefur legið í loft- inu að bærinn réðist í þetta og hefur staöið til eftir að viðræður við Karlakórinn hófust árið 1980, og einnig vegna þess að brýn þörf hefur verið á svona stórum samkomusal hér í bæ," sagði Guðjón Stefánsson, bæjarfulltrúi, í samtali við blaðið sl. þriöjudag. Karlakórinn hefur nú gengið frá samningum við ákveðna aðila um leigu efri hæðar hússins til eins árs. Vitað er að annar þessara aöila er Björn Vífill Þorleifs- son, barþjónn úr Keflavík. Munu þessir aðilar að öll- um líkindum opna nýjan vínveitingastað i byrjun næsta mánaðar. Staður þessi mun aðeins verða opinn um helgar. svo vitað sé til, því kórinn hefur sal- inn til afnota 3daga vikunn- ar til eigin starfsemi. Nú er bara að bíða og sjá hvort fleiri vínveitingastað- ir fari ekki að opna, loks þegar einn er kominn, því allir vilja jú græða. - pket. Slökkvilið og sjúkraflutningar verði lagðir niður í núverandi mynd Eldvarnaeftirlitið flytji til Sandgerðis desember á sl. ári setti Öflugan þrýsting vantar - til að snúa við óheillaþróun í skipakomum Fyrir nokkrum árum var skipuð nefnd ýmissa hags- munaaðila, sem átti að hafa )að markmið að koma því til skreiðinni úr safnstöðvun- um. En enn vantar að mal- bika aðstöðu við Njarðvík- urhöfn til að hægt sé að Hér þarfað malbika, til að hægt sé að skipa upp varnarliðs- vörum. leiðar að skipakomum far- skipa til Landshafnar Kefla- víkur-Njarðvíkur mundu aukast, þ.e. færu aftur í sitt gamla horf og hætt yrði að keyra miklu magni af ýms- um sjávarafurðum til Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar til útskipunar, og eins að vörum hingað yrði skipað hér upp en ekki inn frá. í fyrstu voru góðar horfur á úrbótum í þessum málum, settar voru upp tvær safn- stöðvar fyrir skreið hér syðra með því markmiði að skreið alls staðar af land- inu yrði komið í þær og síð- an færi útskipun fram hér um hafnirnar. En til að upp- skipun ávörum, og þáaðal- lega varnarliösvörum, gæti farið fram, þyrfti að Ijúka ákveðnum framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn. Nú virðast þessi mál aftur vera að komast í það horf að meiri hluta er ekið inn eftir til útskipunar og jafnvel skipa þar upp varnarliðs- vörunni. Ræddi blaðið við nokkra hagsmunaaðila í máli þessu, aðila, sem áttu full- trúa í umræddri nefnd á sín- um tíma, og virtust þeir vera sammála um það að nú væru hreinar línur með að skip kæmu ekki hingað og menn færu með vörur inn eftir þegar þeim væri sagt að gera það. Og það sem vantaöi væri öflugur þrýst- ingur allra hagsmunaaðila, annars yrðu úrbætur engar. Yrði ekki um öflugan þrýst- ing að ræða þá þýddi ekki að ræða málin, því á fáa menn væri ekki hlustað. Þá væru fiskverkendur sjálfir ekki nógu stífir, þeir vildu að visu vera það, en eins og einn viðmælandi okkar sagöi, þá þora þeir því ekki af ótta við að varan fari ekki, ef þeir mótmæli. Og nú með stuttu millibili hafa átt sér stað tvær út- skipanir þar sem miklu magni, meiru en góðu hófi gengdi verið ekiö héð- an og skipað út inn frá. Aukin útskipun hér um hafnirnar hefur mikiö að segja varðandi atvinnumál starfsmanna við Skipaaf- greiðsluna, hjá vörubílstjór- um o.fl., auk tekna fyrir hafnirnar, bæjarfélögin og alls kyns þjónustu sem þessu fylgir, og því verður nú að myndast þrýstingur, og það öflugur, til að snúa þessari þróun aftur inn á rétta braut, því eins og sjá má hlýtur mikill kostnaður að vera því samfara að aka miklu magni inn eftir til út- skipunar. Þá þarf höfnin að Ijúka malbikun við Njarð- víkurhöfn, svo ekki standi lengur á því. - epj. stjórn SSS á laggirnar nefnd til úttektar á neyðar- þjónustu á Suðurnesjum. Var óskað eftir tilnefningu fulltrúa frá Brunavörnum Suöurnesja, lögreglunni, heilsugæslustöðinni og læknaráði. Viðkomandi stofnanir brugðu skjótt við og til- nefndu eftirtalda menn í nefndina: Ingaþór Geirs- son slökkviliðsstjóra, Þóri Maronsson aðstoðaryfir- lögregluþjón, Eyjólf Ey- steinsson framkvæmda- stjóra, og Arnbjörn Ólafs- son heilsugæslulækni, en SSS tilnefndi Ellert Eiríks- son sveitarstjóra, sem for- mann nefndarinnar. Nefndin kom fljótlega saman og hefursiðan unnið ötullega að málinu og nú skilað áliti. Þar segir m.a. að mjög gott samstarf sé milli þeirra aðila og stofnana sem hlut eiga að máli, en um sameiginlegan rekstur með afnot af sama mann- afla og húsnæöi er veru- lega þröngur stakkur sniö- inn. Eöli starfsemi þessara stofnana og staðsetning er það ólíkt, að eigi verður komið við samrekstri nema að takmörkuðu leyti, miðað við núverandi aðstæður. Það er samdóma álit Framh. á 18. siðu Efni m.a.: Hvað dönsuðu SSS-menn? Baðstofan heimsótt Garður og Sand- gerði ieinasæng? (Sam)viskan i sandölum Ljósm.: pkel

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.