Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 1
VÉLBATURINN HELGI S.: FÉKK DJÚPSPRENGJU í VÖRPUNA Vélbáturinn Helgi S. KE 7 fékk djúpsprengju í trollið er hann var við veiðar 23 sjómílur norð- vestur af Garðskaga sl. föstudag. „Við vorum að draga þegar báturinn þyngdi snögglega mikið á sér. Mér datt í hug að varpan hefði fyllst af grjóti. svo ég þorði ekki annað en að hífa. Þá urðum við varir við sprengjuna", sagði Gísli Guðjónsson, skipstjóri á Helga S. í samtali við blm. Víkur- frétta. Var sprengjan hifð upp og skáru skipverjar hana úr trollinu og komu henni fyrir á dekkinu. Til öryggis var haft sam- band við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Lýsti Gísli sprengjunni í gegnum talstöðina og fékk svar um að hér væri án efa um svokallaða djúpsprengju að ræða, og því væri ráðlegast að halda í land. Helgi S. kom svo til hafnar í Keflavík kl. 20.30. Sprengjusérfræð- ingur frá Landhelgis- gæslunni flutti sprengj- una á brott eftir að hafa skoðað hana. Sprengjan var um 150 kíló, og innihélt TNT sprengi- efni og er talin vera frá stríðsárunum. Hætta á sprengingu var engin, þar sem að forsprengja var ekki til staðar. Sér- fræðingurinn sprengdi hana síðan á svæði varn- arliðsins við Stapafells- veg. Aðspurður um hvort mannskapurinn hefi ekki verið smeykur með þennan óvenjulega afla um borð, sagði Gísli svo hafa verið. „Okkur stóð náttúrlega ekki á sama. En það var ekki um ann- að að ræða, því ekki vildum við hafa sprengj- una um borð úttúrinn og ekki þótti rétt að losa hana í sjóinn aftur. Það var því ekki um annað að ræöa en að taka séns- inn“, sagði Gísli, skip- stjóri á Helga S. - pket. Sprengjan hifó i land. Vegarkaflinn milli Grænásbrekku og Fitja: Götulýsing brýn nauðsyn Verður gert árið 1986, segir Vegagerð ríkisins „Kannanir hafa sýnt að vegarkaflinn milli Grænás- brekku og Fitja er einn sá hættulegasti á landinu og slysatíðni þar há. Þess vegna óskuðum viðeftir því við Vegagerð ríkisins að götulýsingu yrði flýtt", sagði Albert K. Sanders, bæjarstjóri í Njarðvik, í sam- tali við blaðið. Gangandi umferð hefur aukist mjög mikið á þess- um kafla eftir að sá þjón- ustukjarni sem nú er á Fitj- um kom upp. Frá Grænás- brekku að Fitjum er engin götulýsing, en við svæði Hagkaupa hefur lýsingu verið komið upp. Kostnað vegna hennar greiddi vega- gerðin og Njarðvíkurbær í sameiningu, en lýsingu á bílastæðum verslunarinn- ar greiddi hún sjálf. „( vegaáætlun er gert ráð fyrir að lýsing á þessum kafla verði sett upp árið 1986. Sú áætlun verður endurskoðuð í vetur, en hvort þessu verður flýtt get ég ekki sagt um að svo stöddu", sagði Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerð ríkis- ins. „Við vitum að þessi kafli er mjög hættulegur vegna aukinnar gangandi umferð- ar en þetta er fyrst og fremst spurning um fjárveitingu. Peningar eru af skornum skammti og þetta er mjög dýr framkvæmd, en þó vil ég ekki útiloka þann mögu- leika að þessu verði flýtt", sagði Rögnvaldur. - pket. Póstur og Sími, Sandgerði: Skilaði ekki greiðsl- um til Hitaveitunnar Því fengu notendur dráttarvexti, þó greitt hafi verið á réttum tíma Nokkurrar óánægju hefur orðið vart meðal viðskipta- vina Hitaveitunnar i Sand- gerði. Stafar þessi óánægja af því að þrátt fyrir það að þeir hafi greitt reikninga sína 2., 3. og 4. okt. sl„ hafi Munu hund- arnir sam- eina sveitar- félögin í eitt? - Sjá bls. 16 „Ég seldi þann kjól fyrir viský og rjól“ - segir Samviskan| Sjá bls. 19. H.S. nú reiknað dráttarvexti skv. því að ógreitt hafi verið 15. okt. sl. Vegna þessa hafði blaöiö samband við Júlíus Jóns- son hjá Hitaveitu Suður- nesja, og sagði hann að vegna verkfalls BSRB hafi H.S. ekki reiknaö útdráttar- vexti fyrr en um síðustu helgi, en þá hefðu allir mót- tökuaðilar á greiöslum átt að vera búnir að skila þeim ásamt þvi að láta vita hverjir hefðu greitt. Sl. mánudag | hefði hins vegar komið í Ijós, að pósthúsið í Sand- geröi hefði þrátt fyrir verk- fall tekið á móti peningum þessa daga, en það hefði hins vegar hvorki skilað þeim né tilkynnt um hverjir hefðu greitt. Þegar verið var að ganga frá blaðinu í prentun sl. mánudag tókst ekki að ná sambandi við símstöðvar- stjórann í Sandgerði, og því veröur svar hans að bíða síðari tíma. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.