Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 1
Atvinnumál fiskvinnslufólks: Iskyggilegar horfur 548 á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum Lengi getur vont versnað. Undanfarin ár hefur verið talsvert at- vinnuleysi meðal fisk- verkunarfólks frá miðj- um desember til vertíð- arbyrjunar, en þá hefur alltaf ræst úr. Föstudaginn 11. jan. sl. skráðu 548 Suður- nesjamenn sig atvinnu- lausa, 294 í Keflavík, 51 í Njarðvík, 16 í Garði, 30 í Vogum, 3 í Höfnum, 49 í Grindavík og 105 ÍSand- gerði. Mikill meirihluti er kon- ur og ástandið sannar- lega ískyggilegt á mörg- um heimilum. Sem fyrr binda menn vonir við að úr rætist þegar vertiðin hefst, en hversu raun- hæfar eru slíkar vonir? Á þessu ári hafa 3 tog- arar verið seldir út af svæðinu auk nokkurra báta. Þetta þýðir m.ö.o. það, að hlutur Suður- nesja af heildarafla landsmanna verður stór- skertur á þessu ári. Við bætist að fiskvinnslu- stöðvum hefur fækkað, ýmist hætt rekstri eða verið gerðar upp. Eðli- legt, þegar enginn er fiskurinn? Af þessu leiðir að það verður ekki vinna handa öllum þeim fjölda fisk- vinnslufólks sem nú gengur atvinnulaust. Vegnaeinmunatíðarfars undanfarið, er ástandið betra í öðrum atvinnu- greinum, en hversu lengi varir það? Erum við nú að upplifa þetta ,,eðli- lega“ atvinnuleysi sem stundum er talað um í hættulega kæruleysis- legum tón? Við búum við ein auðugustu fiskimiö landsins. Þráttfyrirtíma- bundinn aflabrest og erfiðleika mega Suður- nes ekki hætta að vera forystuafl í sjávarútvegi. Hér þarf að koma til sameiginlegt átak lána- stofnana og forráða- manna sveitarfélaga ef við eigum að halda okkar hlut i þessari höf- uð atvinnugrein. - ehe. Mikil óánægja með ráðningu forstöðumanns við nýtt dagheimili í Innri-Njarðvík: 10 ára starfsreynsla einskis metin -Starfsmenn dagheimilisins Gimli senda bæjarstjórn mótmælabréf Frá hinum sögulega fundi bæjarstjórnar Njarðvikur. „Þetta er lítilsvirðing gagnvart konu með langa starfsreynslu og sorglegt fyrir starfsmenn Njarðvik- urbæjar. Meirihluti bæjar- stjórnar metureinskislOára starfsreynslu umsækjanda. Þetta er til háborinnar skammar" sögðu starfs- menn á dagheimilinu Gimli í Ytri-Njarðvík þegar bæjar- stjórn hafði greitt atkvæði um ráðningu forstöðu- manns á nýja dagheimilið í Innri-Njarðvík á þriðjudag í sl. viku. Starfsmenn Gimlis, 9 konur, voru viðstaddar þegar málið var tekið fyrir á bæjarstórnarfundinum. Sigríður Sigurðardóttir, Kirkjubraut34 í Innri-Njarö- vik var ráðin í starf forstöðu- manns, fékk 5 atkvæði, Sjálf stæðismanna og Fram- sóknarmanns. Hallfríður Matthíasdóttir, fékk 2 atkvæði fulltrúa Alþýðu- flokks. Viðatkvæðagreiðslu lögðu fulltrúar Alþýðu- flokks, Ragnar Halldórsson og Eðvald Bóason fram eft- ir farandi bókun: ,,Við hörmum þau lúalegu vinnubrögð sem við teljum meirihluta bæjarstjórnar Njarðvíkur hafa viðhaft viö ráðningu í starf forstöðu- manns við dagheimilið í Innri-Njarðvík. Teljum við að 10 ára starfsrey nsla Hall- fríðar Matthíasdóttur, reynsla hennar í starfi sem deildarstjóri dagheimilisins Gimli, sem hún hefur unnið hjá sl. 10 ár hafi tekið af öll tvímæli um hæfni Hallfríðar til starfans. Ennfremur hefur hún sótt 6 vikna námskeið um dagvistunar- og leikvallarmál. Einnig viljum við benda. á þann sjálfsagða forgang um til- færslu í starfi sem starfs- mann bæjarins að öðru jöfnu ættu að hafa.“ Konurnar á dagheimilinu Gimli sendu i kjölfar ráðn- ingarinnar mótmælabréf til bæjarstjórnar Njarðvíkur: ,,Við undirritaðar starfs- stúlkur dagheimilisins Gimli í Njarðvik mótmælum harðlega því óréttlæti sem verið er að beita eina okkar, Hallfríði Matthiasdóttur, sem sótti um starf forstöðu- konu við dagheimilið í Innri Njarðvík. Á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 8.jan sl. tókuð þið þá ákvörðun að velja til starfsins konu með enga reynslu á dagheimili og al- gjörlega án meðmæla og tókuð hana fram yfir Hall- friði sem á að baki 10 ára starfsferil í Gimli, er til þessa hefur verið eina stofnun bæjarins af þessari tegund, þrátt fyrir að hún haf i meðmæli bæði núverandi forstöðukonu (fóstru) og fyrrverandi. Nýja dagheimilið i Innri-Njarðvik Með þessu teljum við lít- ilsvirt það starf sem fram fer á Gimli og vera móðgun við þær konur sem þar starfa. Einnig kemur berlega í Ijós að starfsaldur hjá bænum er einskis metin." -pket. Kjallaraíbúð mikið skemmd eftir eld Kl. 16. sl. sunnudag var slökkvilið Brunavarna Suð- urnesja kvatt út að fjölbýlis- húsinu að Faxabraut 34a í Keflavík. Þegar slökkviliðið kom á vettvang lagði mikinn eld og reyk frá kjallaraíbúð í enda hússins. T ókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stundu, en þrátt fyrir það urðu skemmdir mjög miklar á íbúðinni. Reyk- og hitaskemmdir urðu á íbúðunum á næstu hæð og við hliðina. Var kona ásamt litlu barni í íbúðinni er eldurinn kom upp, í stól í stofu ibúðar- innar. - pket. Slökkviliðið kom strax á vettvang . . . . . . en tjón varð verulegt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.