Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.03.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 28.03.1985, Blaðsíða 1
Miðneshreppur: --- „Munum sýna fyllstu hörku ef með þarf“ - segir Jón Ólafsson, sveitarstjóri, um innheimtu byggingarleyfisgjalda af nýju flugstöðinni í síðasta tbl. sögðum við frá því að SSS hefði krafíst úrskurðar um stjórnsýslulega stöðu Kefiavíkurflugvallar. Á- stæða þessa er að við út- Ath: Næsta blað kemur út fimmtudaginn 11. apríl. Síðasti skilafrestur auglýsinga er kl. 12 þriðjud. 9. apríl. Gleðilega páska! \HKun hlutun byggingaleyfa á flugvellinum telur utan- ríkisráðuneytið að það sé sveitarfélögunum hér syðra óviðkomandi, en slíkt sé í höndum varnar- máladeildar. Sveitarfé- lögin eru á öðru máli og telja að byggingamál þarna séu undir sama ráðuneyti og byggingar annars staðar, þ.e. fjár- málaráðuneytinu. M.a. snýst þetta um greiðslu byggingaleyfis- gjalda og afgreiðslu bygg- inganefndar á málefnum nýju flugstöðvarinnar sem er í Miðneslandi. Sagði Jón K. Olafsson, sveitarstjóri Miðneshrepps, að hreppur- inn krefðist byggingaleyfis- gjalda af þessari byggingu eins og öðrum bygginga- framkv. í sveitarfélaginu. Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur 21. mars sl. var rætt um samruna rafveitnanna á Suðurnesjum við Hitaveitu Suðurnesja, og í framhaldi af því var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð lýsir yfir sam- þykki sínu á þeirri megin- stefnu sem fram kemur í Myndu þeir sýna fyllstu hörku í innheimtu þessara gjalda og þess vegna fara með það í málsókn ef með þyrfti. Þá sagði Jón að málið snerist um að sama stjórn- drögum að samkomulagi um að rafveitur á Suðurnesjum sameinist Hitaveitu Suður- nesja. Bœjarráð leggur áherslu á það megin markmið samkomulagsins, að það leiði af sér lægra raf- magnsverð til notenda í Keflavík og á Suðurnesjum, t.d. sambœrilegt við stór- Reykjavíkursvœðið. sýsluskipulag gildi þarna sem og annars staðar í sveitarfélaginu, því annað væri óeðlilegt. Undir þessi orðs Jóns geta flestir tekið, því þarna gildir ekkert æðra stjórnskipulag. - epj. Bœjarráð leggur til að við sameininguna verði Hita- veitunni gert að annast og kosta gatnalýsingu ísveitar- félögunum með sama hœtti og verið hefur í Keflavík. Samfara auknu starfssviði Hitaveitunnar og breyttum eignarhlutum eignaraðila, verði lögum H.S. breytt er Framh. á 19. síðu Bæjarráð Keflavíkur: Rafmagnsverð lækki við samruna rafveitnanna Atta Islandsmeistaratidar UMFN íslandsmeistarar í úrvalsdeild og ÍBK Árangur Suðurnesjaliða í íslandsmótinu í körfuknattleik leiktí mabilið 1984-85 er stór- kostlegur. Átta meistaratitiar og einn sigur í bikarkeppninni er staðreynd. Staðreynd sem sýnir að körfuboltinn gerist ekki betri en á Suðurnesjum. Um síðustu helgi vannst sætasti sigurinn er Njarðvíkingar tryggðu sér fjórða íslands- meistaratitilinn á fímm árum eftir sigur í þriðja úrslitaleiknum gegn Haukum úr Hafnarfírði, 67:61. UMFN vann sem kunn- gert hefur verið, úrvalsdeildarbikarinn og tapaði aðeins 2 leikjum í undankeppninni. Hið unga lið ÍBK bar sigur úr býtum í 1. deildinni nokkuð örugglega og afrekuðu það einnig að komast í 4ra liða úrslit bikarkeppn- innar. í öðrum flokkum fengu Suðurnesjamenn eftirtalda sigurvegara: UMFN í 1. flokki, ÍBK í 3. flokki, ÍBK í 2. deild kvenna, ÍBK í 2. flokki kvenna sem einnig urðu bikarmeistarar, Grindavík í 3. flokki kvenna og minnibolta drengja. Auk þess varð 5.flokkur UMFN í 2. sæti og 4. flokkur ÍBK í 3. sæti í íslandsmótinu. Sannarlega glæsilegur árangur. - Sjá nánar frásagnir, viðtöl og myndir inni í blaðinu. - pket. ... qy, iqgna. ^ Valur Ingimundar, fyrirliði UMFN, hampar bikarnum eftirsótta. í 1. deild Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK, hafði einnig ástxðu til að fagna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.