Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 1
í Landsból Safnahús 101 Reyk. 3. tbl. 9. árg. Fimmtudagur 21. janúa, Keflavíkurbær: Samningarí hnút Mikil fundahöld voru um síðustu helgi vegna kjara- samninga sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Sjúkrahúss- ins og Hitaveitunnar annars vegar og Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða og Starfs- mannafélags Keflavíkurbæj- ar hins vegar. Eru samninga- viðræður þessar í kjölfar starfsmats, sem gert hefur verið og kveður ýmist á hækkun eða lækkun, þó ekki lækkun núverandi starfs- manna, heldur þeirra sem ráðnir verða í viðkomandi störf er núverandi starfs- menn hætta. Hefur launanefnd Sam- bands ísl. sveitarfélaga unnið að röðun í launaflokka skv. starfsmati þessu og hafði náð samkomulagi um málið er það kom til afgreiðslu á fundi stjórnar SSS á föstudags- morgun. Þar var hins vegar samþykkt að hafna sam- komulagi þessu og launa- nefnd SSS falið að bjóða upp á nýtt samkomulag, skv. til- lögu frá Vilhjálmi Gríms- syni, en Guðfunnur Sigur- vinsson lagði til að allir yrðu færðir niður um 1-2 launa- flokka. Var tillaga Vil- hjálms samþykkt með4atkv. og tillaga Guðfinns með 3 at- kvæðum. Síðan hafa málin þróast þannig að Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða og sveit- arfélögin öll nema Keflavík, hafa samþykkt tillögu launa- nefndar SSS. Starfsmanna- félag Keflavíkurbæjar hefur lagt fram nýtt tilboð, en bæj- arráð Keflavíkur hefur hafn- að því og samþykkt að gerð verði tilraun til að ná sam- komulagi á sama grundvelli og hin sveitarfélögin. Þannig stóðu málin er blaðið fór í prentun, auk þess sem samningamál Sjúkra- hússins og Heilsugæslu- stöðvarinnar voru í biðstöðu. í þessu tilboði STKB sem bæjarráð Keflavíkur hefur fellt, var m.a. hafnað niður- stöðu launanefndar SSS og gerð tilraun til að breyta starfsmati því sem lá fyrir. Eldur í risíbúð Skömmu fyrir kvöld- mat á mánudag kom upp eldur milli þilja í risíbúð að Miðtúni 5 i Keflavík. Voru bæði lögregla og slökkvilið kölluð á vett- vang. Eldsupptökin voru út frá logsuðu er verið var að lóða saman vatnsleiðslu í baðherbergi. Þurfti að rjúfa múrhúð,- aðan vegginn til að kom- ast í veg fyrir eldinn. Tjón varð þó ekki mikið. Tveimur dögum áður var fenginn dælubíll frá slökkviliði BS vegna neistaflugs frá kofa sem var að brenna skammt fn Heiðarbraut 9 í Keflavík, en krakkar höfðu kveikt í kofa þessum. Reykjanesbraut: Tvær stúlkur slösuðust Tvær stúlkur úr Njarð- vík slösuðust nokkuð er bifreið endastakkst út af Reykjanesbraut aðfa/a- nótt sunnudagsins. Atti slysið sér stað rétt innan við sýslumörkin eða á móts við Lónakot. Kom lögreglan í Hafn- arfirði á vettvang ásamt sjúkrabíl, sem flutti báðar stúlkurnar á sjúkrahús í Reykjavík. Voru stúlk- urnar á suðurleið er bif- reiðin lenti á hálkubletti með áðurgreindum afleið- ingum. Þrátt fyrir að vera í bíl- belti hryggbrotnaði bíl- stjórinn en hin stúlkan mjaðmagrindarbrotnaði. Er bifreiðin gjörónýt á eftir. LOKSINS KOM SNJÓRINN. Börnin fögnuðu snjókomu og tóku fram sleða og þotur. Snjórinn er hins vegarekki bara leikur einn. Það þarf að moka stéttar og passa limi og leggi í hálkunni. Ljósmyndir: O.K. og rós. A sama tíma og unnið er að lausn á framtíðarmálum varðandi vatns- veitu fyrir Keflavík og Njarðvík, þarf að tryggja öryggi vatnsveit- anna. Þá sér í lagi þcirra í Njarðvík, þar sem þrýstingur hefur þegar lækkað. Þess vegna hefur verið ráðist í framkvæmdir þær sem sjást á þessari mynd, sem tekin var um síðustu helgi á Flugvallarveginum í Keflavík. Ljósm.: epj. NY VATNSBOL VID „PATTERSON"? í síðustu viku hófust miklar jarðvegsframkvæmd- ir við Flugvallarveg í Kefla- vík, á Sunnubraut og í mó- unum ofan við Samkaup í Njarðvík. Er um að ræða lagningu nýrrar vatnsæðar ofan úr heiðinni ofan við olíusvæðið og framhjá hugs- anlegu mengunarsvæði. Mun hin nýja vatnsæð síð- an tengjast vatnsæðum Kefl- víkinga og Njarðvíkinga, en vatn þetta er tekið úr þeim vatnsbólum er flugvöllurinn tekur sitt vatn og því ofan við hættusvæðið. Er hér fyrst og fremst um öryggisaðgerðir að ræða, en ekki framtíðar- lausn á vatnsmálum byggð- arlaganna tveggja. Að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, heilbrigðis- fulltrúa, er þetta gert m.a. vegna þess að þrýstingur hjá Vatnsveitu Njarðvíkur hefur lækkað á álagstímum vegna lokunar borholunnar við Þórustíg. Þá á þessi aðgerð að koma í veg fyrir að neyð geti skapast ef olímengunin breiðist meira út. Vinnuhópurinn sem á sín- um tíma var skipaður vegna olíunnar sem fór niður, hefur að undanförnu verið að huga að nýjum vatnsbólum fyrir Keflavík og Njarðvík. Sagði Magnús að verið væri að skoða ýmsa staði, s.s. sunnan við Patterson-völl, ,,en ákvörðunar er að vænta á næstunni, svo og viðræðna við Hitaveituna til að fáfram sjónarmið hennar um mál- efni þetta“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.