Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 1
\fiKun i Alvarleg fjármálastaða V'ið fyrri uniræðu um fjár- hagsáætlun Keflavíkurbæjar á þriðjudag urðu miklar um- ræður um slæma stöðu bæj- arsjóðs, en þrátt fyrir að tekjur séu áætlaðar 460,6 milljónir eru aðeins 66,6 milljónir áætlaðar til eigna- breytinga þ.e. verklegra frainkvæmda. Hitt fer í ýmsar lög- bundnar greiðslur, lána- kostnað, rekstrar- og við- haldskostnað ýmissa stofn- ana bæjarfélagsins. Voru þeirbæjarfulltrúar, sem tóku þátt í umræðunni á því að hér væri um mjög alvarlegt mál að ræða t.d. taldi Drífa Sigfúsdóttir að nú væri veruleg þörf á auknu aðhaldi og niður- greiðslum á skuldum bæjarins, auk harðara fjár- málaeftirliti. Garðar Oddgeirsson sagðist vonast til að málið væri ekki eins svart og það liti út fyrir að vera og sagð- ist hugsa með hrvllingi til reikninganna sem kæmu í vor. Hannes Einarsson taldi að hér væri um mjög alvarlegt mál að ræða og þá sérstaklega varðandi það hvað litlu fé væri hægt að verja til eignabreytinga. Taldi hann m.a. að skýr- ingu mætti finna í því að yfirvinna væri víða of há hjá stofnunum bæjarins. Ingólfur Falsson taldi það mjög slæmt ef ekki væri hægt að vinna verklegar framkvæmdir nema með auknum lánum og eins ef skera þyrfti víða niður. Taldi hann að tværaf deild- um bæjarins skæru sig úr varðandi mikla yfirvinnu. Magnús Haraldsson vakti athygli á að vegna þess hve háar þær tölur væru í áætluninni sem væru fyrir vanskil og afskriftir vonaðist hann til að þetta yrði ekki eins svart og útli.t væri fyrir. En þetta væri mikið áhyggjuefni eins og útlitið væri nú. Vilhjálmur Ketilsson lagði til að fjár- hagsáætlunin yrði aftur endurskoðuð áður en kæmi að aðal framkvæmdatima- bilinu. Þá tók Drífa aftur til máls og vakti athygli á að um 216 þúsund krónur væru áætlaðar í vasa lög- giltra endurskoðenda á mánuði hverjum, sem væri með því dýrasta sem til þekktist. Einnig tók Garð- ar aftur til máls og benti á að nú yrði að herða beltið og það vel og eins að það hlyti að vera hægt að laga yfirvinnu starfsmannanna. Síðari umræða um fjárhagsáætlun Kefiavíkur- bæjar muri fara-f.am um miðjan febrúar. En nánar verður fjallað um mál þetta í næsta blaði. Þór Magnússon og Hulda Guðmundsdóttir ásamt sonum sínum, Baldri og Jóhanni, að pakka niður fyrir Israelsförina. Ljósm.: epj. í friðargæslu til Líbanon - Sjá bls. 4 Landsbókasafr. gafnabusifi- iOl Reykjav.' Brunabótamat 2.3 milljarðar - fasteignamat 1.9 milljarðar Nýlokið er gerð bruna- bótamats á Leifsstöð, þ.e. fasteigninni sjálfri. Að sögn Brunabótafélags ís- lands er matsverð bygg- ingarinnar 2.360.975.000. Þar sem byggingin er í Miðneslandi, fellur trygg- ing þessi því undir umboðið í Sandgerði. Þá var í haust lokið við að meta bygginguna til fasteignamats og er mats- verðið þar 1.962.077.000. Að sögn Stefáns Jóns Bjarnasonar hefur Mið- neshreppur reiknað fast- eignaskatt að byggingu þessari og er nú verið að finna út hver sé greiðandi hans. Grindavík: Ráðist á lögreglubíl Ráðist var að annarri lögreglubifreiðinni i Grindavík á laugardags- kvöldið og unnar á henni skemmdir. Að sögn John Hill, lögregluvarðstjóra hjá rannsóknarlögregl- unni í Keílavík, Grinda- vík, Njarðvík og Gull- bringusýslu, var útvarps- og talstöðvarloftnet brotin af bifreiðinni. Grunur leikur á að unglingar hafi verið þarna að verki, en engin játning lá fyrir á mánudag, en málið var enn í rannsókn. Braut rúðu í lögreglustöðinni Maður einn sem varð um helgina ósáttur við lögregluna í Keflavík, lét hálfa gangstéttarhellu vaða í einn glugga á lög- reglustöðinni. Braut hann með þessu athæfi sínu rúðu í skýrslutökuher- berginu. Fyrir verknað þennan fékk hann gistingu í fangageymslunni. Kaupfélagið í Garðinn Á morgun, föstudag, verða tímamót í verslun í Garðinum. Þorlákur Arn- órsson mun hætta verslun að Gerðavegi 1 og Kaupfélag Suðurnesja taka við rekstr- inum. Af þessum ástæðum verður verslunin lokuð á laugardag og mánudag vegna breytinga en Kaupfél- agið mun opna þriðjudag- inn 2. febrúar. „Þegar ljóst var að versl- unin Þorláksbúð í Garði myndi hætta starfsemi komu eindregin tilmæli frá Kaupfélagsdeildinni í Garði um að kaupfélagið tæki að sér rekstur verslun- arinnar í Garðinum. Stjórn félagsins sam- þykkti þessi tilmæli og hefur tekið á leigu húsnæði verslunarinnar og keypt vörubirgðir og áhöld,“ sagði Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, í samtali við blaðið. Deildarstjóri hefur verið ráðin Þorbjörg Friðriks- dóttir úr Sandgerði, er hef- ur starfað á vegum kaup- félagsins þar s.l. tvö ár. I tilefni þessara merku tímamóta hefur stjórn kaupfélagsins samþykkt, eftir ábendingu deildar- stjórnar, að styrkja Litla leikfélagið með 50.000 krónum og Knattspyrnu- félagið Víði með sömu upp- hæð. Félagar í Garðdeild kaupfélagsins eru nú 151 og stjórn deildarinnar skipa: Jóhann Jónsson, formað- ur, Olafur Sigurðsson og Brynja Pétursdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.