Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 1
Vítavert kæruleysi skipstjöra Skýrsla Rannsóknar- nefndar sjóslysa fyrir árið 1987 er nýkomin út. Birt- ast í skýrslu þessari niður- stöður vegna 11 óhappa skipa af Suðurnesjum og tveggja skipa utan svæðis- ins. sem lcntu í óhöppum \ið strendur Suðurnesja, auk |x'ss sem að sjáif'sögðu eru birtar niðurstöður vegna ýmissa annarra óhappa á íslenskum skip- um. Scu þessi 13.seni snúa að Suðurnesjum, skoðuð, kemur í ljós að orsakir óhappa þcxsara má í Ijór- um tilfelium rckja til út- búnaðar um borð. þarsem eitthvað fannst ábótavant. i se.x tilfellanna var sökin hjá sjálfum skipstjórunum. Má í þeim tilfellum finna úrskurði eins og þennan: „Vítavert kæruleysi og till- i t s I e y s i s k i p s t j ó r a “: .. á m æ I i s ve r t á b y rgða r- ieysi" og „asi hjá skip- stjóra við að koma sér á stað." Nánar er Ijallað um mál þetta á síðu 16 í blaðinu í dag. Jöfur KE kominn úr sinni fyrstu veiðiferð: Aflaverðmæti rúmar 75 milljónir Jöfur KE 17, nýjasti togar- inn í flota okkar Suðurnesja- manna, er kominn úr sinni fyrstu veiðiferð og landaði í Reykjavík á þriðjudagsmorg- un. Áð sögn skipstjóra, Snorra Gestssonar, hefur Jöfur verið í mánaðarútiveru fyrir norðan og á Dhornbanka síðustu 10 daga veiðiferðarinnar. „Þetta var svona lélegur túr sem fór í það að prófa tækin, sem reynd- ust að megninu til vel,“ sagði Snorri Gestsson í samtali við blm. Víkurfrétta. „Við viljum ekki gefa fólki upp aflamagn, svo það geri sér ekki rangar hugmyndir en aflaverðmæti eftir mánuðinn var rúmar 7,5 milljónir." Pulsuveisla í Sandgerði Það var mikið fjör þegar íþróttaskólanum í Sand- gerði var slitið á fimnitu- dag. Efnt var til pulsuveislu og kunni ungdómurinn það vel að meta. Sjá nánar á bls. 7. Ljósm.: hbb Missum við af stál- verksmiðju? Sem kunnugt er af fyrri fréttum hefur staðið til að reisa stálverksmiðju í námunda við Kúagerði eða nánar tiltekið þar sem áður hafði verið fyrir- hugað að reisa slíka verk- smiðju fyrir nokkrum árum. Einnig hefur komið til greina að færa verksmiðju þessa aðeins innar eða ofan við Straumsvík. Að sögn Vil- hjálms Grímssonar, sveitar- stjóra Vatnsleysustrandar- hrepps, er fyrirhugað að taka ákvörðun um málið nú í byrj- un septembermánaðar. Málun á fþróttahúsi Njarðvíkur: Verl kl tal kinn þ vei rb iraut i út :bi Dðsski Ilm ál la Mikill hiti er í hópi ýmissa málaraverktaka á svæðinu og annarra vegna málning- arvinnu, sem fram fór utan- húss á íþróttahúsi Njarðvík- ur í sumar. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum blaðsins var gangur málsins svohljóð- andi: Við útboð verksins lá fyrir vel gerð og ítarleg útboðslýs- ing, þar sem fram kom m.a. að þvo þurfti húsið undir málningu með háþrýstidælu og mála síðan tvær umferðir. Hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 800 þúsund krónur. Sjö eða átta aðilar lögðu inn tilboð og hljóðaði það lægsta upp á 391 þúsund krónureða 44% af kostnaðaráætlun. Sá aðili er átti lægsta tilboðið var umræddur mál- araverktaki. Var haft sam- band við þann aðila og fóru byggingafulltrúi og íþrótta- fulltrúi til fundar við hann, þar sem farið var yfir útboðs- þætti og ítrekað sérstaklega með þvottinn. Fékk hann siðan verkið. Strax eftir að verkið var hafið varð íþróttafulltrúinn þess áskynja að málaraverk- takinn sleppti þvottinum. Gerði hann því athugasemd- ir við verkið og í fyrstu þótt- ist málaraverktakinn hafa þvegið húsið en dró það síðan til baka og sagðist vera að spara bæjarfélaginu pen- ing með því að þvo ekki hús- ið, þar sem þess væri ekki þörf. Benti íþróttafulltrúinn þá á hvað stæði í útboðs- gögnum og eftir þeim ætti að vinna en engu öðru. Þessu sinnti verktakinn ekki og lauk við að mála húsið og fékk greitt fyrir verkið hjá bæjarsjóði, eins og ekkert hefði í skorist. Vegna þessa óskaði íþrótt- afulltrúinn eftir að bókuð yrðu eftir sér mótmæli vegna þessa á fundi í íþróttaráði Njarðvíkur og var það gert. Kemur fram í bókun þessari að alla tíð hafi legið á borð- inu um hvað verkið snerist en þó hefði viðkomandi verk- taki ekki farið eftir útboðs- gögnum og þ.a.l. ekki unnið verkið á réttan máta. Að sögn Odds Einarsson- ar, bæjarstjóra í Njarðvík, var ekki vitað, þegar blaðið fór í prentun, hvort málið yrði tekið fyrir á bæjarráðs- fundi þeim, sem halda átti í gærkvöldi, en ef það tækist ekki þá yrði það gert á næsta bæjarráðsfundi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.