Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 1
Bæjarstjórn Keflavíkur: „Billega sloppið" Afgreiðsla stjórnar Hita- veitu Suðurnesja á óskunt fólks urn skaðabætur vegna ofnatæringar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur síðasta þriðjudag. Þótti ntörgum bæjarfulltrú- um þessi ákvörðun stjórnar HS vera út í bláinn, þar sem fyrirtækið væri búið að end- urgreiða miklar upphæðir vegna bilunar í ofnum í Grindavík ©g á Keflavíkur- flugvelli. Bentu fundarmenn á að í þeim tilfellum sem ofnar hefðu farið nú, væri nánast eingöngu um að ræða tilfelli þar sem aðeins heitt vatn frá HS hefði farið um viðkom- andi ofna. Þeir sem áður hefðu verið með olíukynd- ingu hefðu sloppið. Einn bæjarfulltrúi orðaði það svo að þessi ákvörðun stjórnar HS væri „billeg", svo ekki væri meira sagt. Ómar stjörnarformaður H.S. Við kjörstjórnarformanns Hitaveitu Suðurnesja á fyrsta stjórnarfundi eftir að- alfund fóru leikar þannig að Ómar Jónsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, var kjörinn formaður. Hlaut hann fimm atkvæði. Óiafur Thordersen, Njarðvík, var einnig í kjöri en hann hlaut þrjú atkvæði og einn seðill var auður. Varaformaður var kjörinn Þórarinn St. Sigurðsson, Höfnum. Þá var ákveðið að formennskan skiptist fram- vegis milli sveitarfélaga eins og áður var viðhaft. Frá því hafa verið tvær undantekn- ingar, er Eiríkur Alexanders- son og nú Finnbogi Björns- son sátu lengur en eitt ár hvor í formannssætinu. Anna til Þroskahjálpar Framkvæmdastjóraskipti verða hjá Þroskahjálp á Suð- urnesjum l.júnínk. Þátekur Anna Margrét Guðmunds- dóttir, núverandi forseti bæj- arstjórnar Keflavíkur, við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu. Raunar mun hún hefja störf þar nú 1. mai en fyrsta mánuðinn mun hún starfa með fráfarandi framkvæmd- astjóra, Kristni Hilmarssyni, sem er á förum til Noregs að nema talkennslu. Skemmdarverk á rútum Farið var inn í fimm rútur á svæði Sérleyfisbifreiða Keflavíkur að nóttu til um síðustu helgi og unnar á þeim skemmdarverk. Voru ljós brotin, mælaborð og útvörp eyðilögð. Voru krakkar staðnir að verki í einni rútunni og gátu þau bent á aðra sem höfðu tekið þátt í verknaði þessum. Er blaðið hafði samband við rannsóknarlögregluna á mánudag stóð rannsókn málsins yfir. Stórbættar póstsamgöngur Miklar úrbætur hafa verið gerðar að undanförnu varð- andi póstsamgöngur til og frá Suðurnesjum og innan svæðis- ins. Að sögn Björgvins Lúth- erssonar, símstöðvarstjóra, eru nú farnar póstferðir þrisv- ar á dag milli Suðurnesjasvæð- isins og Reykjavíkur. Jafn- framt eru póstferðir milli allra staða á Suðurnesjum tvisvar á dag. Virkar þetta þannig að bréf sem sett eru í póst í Reykjavík eru komin til viðtakanda, hvar sem er á Suðurnesjum, degi síðar. Sama á við um póst utan af landi, hann er kominn til viðtakenda degi eftir að hann kom til Reykjavíkur. Bréf sem sett eru í póst á Suðurnesjum í dag eru borin út í Reykjavík á morgun, sé um virkan dag að ræða. Sama regla gildir um all- an Suðurnesjapóst, hann er borinn út degi eftir að hafa verið póstaður í einhverju pósthúsanna á svæðinu. Þá eru ekki síður bættar samgöngur við Bandaríkin og Evrópu. Bréf og pakkar, sem settir eru í eitthvert pósthús- anna á Suðurnesjum fyrir 12 á hádegi, fara samdægurs yfir hafið. Fyrir þá sem eru með póst- hólf hafa verið settar upp þær reglur að sé pósti skilað á eitt- hvert pósthúsanna á svæðinu fyrir hádegi er hann kominn í pósthólf fyrirtækja og stofn- ana í öðrum sveitarfélögum á svæðinu eftir hádegi. Tökum sem dæmi bréf, sem sett er í póst í Garði fyrir hádegi. Það er komið í pósthólf, sé viðtak- andi með slíkt, eftir hádegi t.d. í Grindavík. Jafnframt hefur afgreiðslu gírósendinga og kreditkorta- sendinga verið flýtt, þannig að viðkomandi sendingar fara jafnóðum til viðtakanda. Sagði Björgvin að nú væru gírósendingar ekki seinni á ferðinni, þó þær séu greiddar í pósthúsum, en t.d. í bönkum. Sem kunnugt er þá hefur af- greiðslutíma pósthússins verið breytt nokkuð. Er hann frá kl. 8:30 til 16:30 alla virka daga. En pósthólfin eru þó opin frá kl. 8 að morgni til kl. 20 alla virka daga. Nýjar verkamannaíbúðir í Keflavík: Aðeins 73% af viðmiðunarverði Fjórar nýjar íbúðir er Húsagerðin hefur byggt fyrir stjórn verkamannabústaða í Keflavík voru afhentar eig- endum sínum á laugardag. íbúðir þessar eru að Heiðar- holti 22 í Keflavík. 1. júlí nk. er áætlað að Húsagerðin af- hendi aðrar fjórar sem eru að Heiðarholti 24. Þá mun 1. maí nk. verða tekið í notkun nýtt þriggja íbúða raðhús, einnig við Heiðarholt. Kom þetta fram í viðtali blaðsins við Önnu Margréti Guðmundsdóttur, formann stjórnar verkamannabú- staða, af þessu tilefni. Þessar fjórar íbúðir, sem nú voru af- hentar, komu í hlut fjögurra einstæðra mæðra. Þær eru Guðrún Bjarnadóttir, Rann- veig Garðarsdóttir, Guð- munda Bergvinsdóttir og Sigríður Ósk Kalmannsdótt- ir. í máli Önnu kom enn- fremur fram að samkvæmt úttekt Húsnæðisstofnunar stóðst vinnan öll skilyrði og vel það, auk þess sem verð íbúðanna er aðeins 73% af viðmiðunarverði stofnunar- innar. Nánar er íjallað um íbúðir þessar annars staðar í blaðinu, þar sem rætt er við Anton Jónsson, fram- kvæmdastjóra Húsagerðar- innar. Handhafar ibúðanna að Heiðarholti 22 ásamt Önnu Margréti Guð- mundsdóttur, formanni stjórnar verkamannabóstaða í Keflavík. F.v.: Anna Margrél, Sigríður Osk Kalmannsdóttir, Guðmunda Bergvinsdóttir og Guðrón Bjarnadóttir. A myndina vantar Rannveigu Garðarsdóttur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.