Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķkurfréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķkurfréttir

						19
Kðrfuboltahátíð
í Njarðvík
Þaö verður sannkölluð körfu-
boltahátíð í Njarðvík nk. laugardag.
Þá eigast við lið bikarmeistara
Njarðvíkur og landsliðsins. Einnig
verður troðslu-, þriggja stiga- og
vítakeppni. Undankeppni í þeim
hefst kl. 14.00 en áætlað er að leik-
urinn hefjist um kl. 15.00. í hálfleik
verða úrslit í troðslu-, þriggja stiga-
og vítakeppninni. Sigurvegarar í
þeim fá ferð til Bahamaeyja og
þátttökurétt í alþjóðlegu móti. Teit-
ur Örlygsson hefur þegar tryggt sér
sæti þar sem hann hlaut fyrir að
vera kjörinn leikmaður ársins
1992.-
Um kvöldið heldur UMFN
lokahóf sitt í félagsheimilinu í
Innri- Njarðvik.
Flestir Bandaríkjamannanna eru
farnir af landi brott og mun Ronday
Robinson ekki leika með UMFN.
Hann mun leika með John Rhodes
úr Haukum og Franc Booker í liði
sumardeild í Mexico.
Keila:
URSLIT A
PÁSKAMÓTI
A-flokkur:
1. Friðrík Ólafsson....................555
(151-215-189)
2. Elmar Ingibergsson...............513
(143-168-202)
3. Gunnlaugur Hafsteinsson.....489
(176-164-158)
B-flokkur:
1. Ólafur Kristjánsson...............517
(170-158-189)
2. Ómar Arnason.......................501
(142-143-216)
3. Jón Gunnarsson.....................480
(143-158-179)
Staðan á LIÐAMOTI
Eftirfarandi er staðan á liðamóti
eftir 20 leiki.
Sveitin......................................  38
Lávarðarnir...............................  28
Sérsveitin..................................  28
Timburmen...............................  26
Ólarnir......................................  20
Furstarnir..................................  16
Dvergarnir................................  2
Keilustrákar..............................  2
Skíöaáhugamenn á Suöumesjum:
Fjölslcyldudagur í Blófjöllum
Skíðafélag Suðurnesja stendur
fyrir fjölskyldudegi á skíðum n.k.
laugardag, 25. apríl. Suðurnesja-
menn eru hvattir til að fjölmenna
í Bláfjöllin, nánar tiltekið á
Fram-svæðið. Haldið verður
Skíðamót Suðurnesja. Keppt
verður í þremur flokkum karla og
kvenna. Mótið hefst kl. 13:00, en
skráning í það hefst kl. 10:00.
Þátttökugjaldi hefur verið stillt
mjög í hóf, svo sem flestir taki
þátt sér til gamans. Fyrir börnl5
ára og yngri er gjaldið kr. 300, en
kr. 750 fyrir fullorðna. Vegleg
verðlaun verða veitt í mótslok.
Noröurlandamótiö í júdó
Sigurður annar
í opnum flokki
Sigurður Bergmann, júdókappi
úr UMFG, varð annar í opnum
flokki á Norðurlandamótinu í júdó.
Mótið fór fram í Laugardalshöllinni
um páskana. Sigurður glímdi til úr-
slita  gegn  Bjarna  Friðrikssyni.
Bjarni, sem hefur verið höf-
uðandstæðingur Sigurðar hér á
landi í gegnum árin, hafði betur
eftir jafna og spennandi glímu.
Sigurður hlaut því silfrið, og er það
frábær árangur.
íslandsmet hjá Arnari
Arnar Freyr Ólafsson, sund-
maður úr SFS, setti nýtt Islandsmet
í 400 metra fjórsundi, 4.37,27 mín-
útur. Metið setti Arnar á alþjóðlegu
sundmóti sem fram fór í Edinborg
um páskana. Arnar hafnaði í fjórða
sæti í fjórsundinu, en auk þess náði
hann 5. sæti í 400 metra skriðsundi.
Eðvarð Þór Eðvarðsson varð annar
í 50 metra baksundi, og fjórði í 200
metra baksundi. Magnús Már Ó-
lafsson, lenti í 6. sæti í 100 metra
skriðsundi. Mikið af sterkasta
sundfólki Evrópu tók þátt í móti
þessu.
Xakuríréttir
24. apríl 1992
TEITUR
BESTUR
• Teitur Örlygsson var kjörinn besti leikmaður Japis-deildar-
innar og er vel að þeim titli kominn.
- 4 Suöurnesja-
menn í Nike-liöi
karla og 2 í
kvennaliði Nike
Teitur Örlygsson, körfuknatt-
leiksmaðurinn snjalli úr Njarð-
víkum, var valinn besti leikmaður
Japisdeildarinnar á lokahófi KKI
sem haldið var í síðustu viku. Ekki
nóg með það, heldur var Friðrik
Rúnarsson, þjálfari UMFN, kosinn
besti þjálfarinn annað árið í röð.
Sannarlega frábært fyrir Friðrik,
því þetta var hans annað tímabil
sem þjálfari meistaraflokks.
Bandaríkjamaðurinn í liði UMFN,
Rondey Robinson, var kjörinn
besti erlendi leikmaðurinn, annað
árið í röð. Sannarlega frábært fyrir
UMFN. Það eru leikmenn liðanna
í Japisdeild sem kjósa, og fer
kosningin alltaf fram áður en úr-
slitakeppnin hefst.
A lokahófinu var einnig valið
Nike-lið karla og kvenna. Fjórir
Suðurnesjamenn voru í karla-
liðinu, Jón Kr. Gíslason, ÍBK,
Teitur Örlygsson, UMFN, Guð-
mundur Bragason, UMFG og
Valur Ingimundarson, UMFT,
sem er eins og allir vita fyrrverandi
leikmaður UMFN. Auk þeirra
fjórmenninganna var svo Tinda-
stólsrisinn Pétur Guðmundsson í
liðinu. I Nike-liði kvenna voru
tvær keflvískar stúlkur, þær Björg
Hafsteinsdóttir og Anna María
Sveinsdóttir.
GETRAUNALEIKUR
SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA
Kjartan
25
Þorsteinn
26
Æsispennandi lokabarátta fer
nú í hönd í getraunaleik Víkur-
frétta og Samvinnuferða þegar
tvær umferðir eru eftir. Þorsteinn
Arnason, „ásinn", er efstur með
26 rétta að loknum þremur um-
ferðum (10-8-8) en fast á hæla
hans kemur Kjartan Másson með
25 rétta (9-8-8), Hallgrímur Guð-
mundsson er ekki langt undan
AIK-Malmö FF
IFK Göteborg-Djurgárden
Norrköping-GAIS
Trelleborg-Örebro
Öster-Frölund
Chelsea-Arsenal
Crystal Palace-Sheff. Wed.
Liverpool-Man.Utd.
Luton-Aston Villa
Norwich-Wimbledon
Notth. Forest-Q.P.R.
Southampton-Oldham
Tottenham-Everton
með 23 rétta (7-9-7) en lestina
rekur Ingvar Guðmundsson með
20 rétta (7-6-7). Sá tippari sem
verður með flesta leiki rétta að
lokinni síðustu umferðinni hlýtur
eins og áður hefur komið fram,
titilinn „Getraunaspekingur Vík-
urfrétta" og hlýtur að launum
Wembleyferð og miða á úrslita-
leik ensku bikarkeppninnar milli
Liverpool og Sunderland.
Eins og í undanförnum um-
ferðum eru fimm leikir úr sænsku
deildarkeppninni en hitt leikir úr
lokabaráttu 1. deildarinnar ensku.
Á laugardag verður bein útsend-
ing í boði Samvinnuferða-Land-
sýnar en það er leikur Chelsea og
Arsenal á Stamford Bridge í
Lundúnum.
I	H	K	P
1	X	1X2	1
X	1	1	1
12	1	1	1
1	1X2	2	2
X	1	1	1
2	12	2	1X2
1	2	12	X2
X	X2	1X2	1X2
1X2	1	12	2
1	X	1	1
1X2	1X2	1	1
12	1	1	1
1	1	1	IX

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20