Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM Fimmtudagur 30. apríl 199Í ; 18. tölublaö T^árgangur Sjómenn og útgerðarmenn í hár saman: „STUÐLAR VERKALYÐSHREYFINGIN AD ATVINNULEYSI?" - „Hvenær eigum við að kaupa veiðafærin;‘segja fulltrúar sjómanna Ein þeirra bókunnar sem gerð var nú um leið og kjara- samningarnir, er um að afnema kvótakaup skipverja. Hefurþetta þegar valdið óróa meðal ýmissa útgerðarmanna hér suður með sjó, sem létu skipverja skipa sína taka þátt í kvótakaupum, að sögn Kristjáns Gunnarssonar, for- manns Verkalýðs- og sjómanna- félags Kellavíkur og nágrennis. Sagði hann að slík kaup hefðu átt sér stað m.a. í Sandgerði og á Keflavíkur/Njarðvíkursvæðinu, en væru nú öllum óheimil. En hvemig meta útvegsmenn málið. til að fá vitneskju um það 1. MAÍ: Karl Steinar ræðu- maður dagsins Hefðbundin dagskrá verður við hátíðarhöldin 1. maí, þ.e. á morgun. Standa sex stéttarfélög sameiginlega að dagskránni sem hefst í Stapa kl. 14. Aður mun Léttsveit Tónleikaskóla Keflavíkur leika nokkur lög. Mun Kristján Gunnarsson, formaður VSFK setja hátíðina, en aðalræðumaður dagsins verður Karl Steinar Guðnason, alþingismaður. Þá verður boðið upp á ýmislegt léttmeti. auk ræðuhalda. auk þess sem bar- áttumenn verða heiðraðir. Nánar er sagt frá dagskránni í auglýsingu á bls. 5 í blaðinu í dag. gefum við Halldóri Ibsen, fram- kvæmdastjóra Útvegsmanna- félags Suðurnesja, orðið: „Þetta hefur þegar haft þær afleiðingar að tveir netabátar eru að taka upp netin og hætta veið- um og fleiri munu koma á eftir, því óttast ég að þetta jafngildi auknu atvinnuleysi, sjómanna og fiskvinnslufólks. Tel ég að ýmist skriflegir, eða munnlegir samningar um kvótakaup séu á um helmingi fiskiskipaflota okkar Suðurnesjamanna. Hefðu skipverjamir ekki tekið þátt í þessu væri búið að leggja við- komandi skipum, þar sem þeirra kvóti er búinn. Ef skoðað er nánar um livað málið fjallar, þá eru til dæmi um það að kvóti báta haft verið bú- inn á miðri vetrarvertíð og þá hafi staðið til að leggja við- komandi skipi, en ákveðið hafi verið að fara út í kvótakaup með skipverjum til að þeir hefðu á- fram atvinnu. Nú er verið að svipta sjómönnum og útgerðar- mönnum þessum rétti sem mun hafa víðtæk áhrif á atvinnu þessa fólks og því hljóta sjómenn að spyrja, af hverju? Þá er rétt að hafa það í huga að sjómannasamtökunum var ítrek- að boðið að fara með málið fyrir gerðadóm og þá myndum við hlíta úrskurði hans. Þessu höfn- uðu samtökin Tel ég það vera nýtt í sögu verkalýðshreyfingarinnar hér á Suðurnesjum ef hún er með þessu farinn að stuðla að auknu atvinnuleysi. Þetta mál tcl ég vera mun stætxa er uppsagnir Is- lenskra aðalverktaka á Kefla- víkurflugvelli, þó ég vilji alls ekki gera lítið úr því máli“, sagði Halldór að lokum. En hvað segir Kristján Gunn- arsson um ásakanir útgeröar- manna: „Ég spyr bara, hvenær það komi að því að sjómenn þurfi að kaupa veiðarfærin fyrir útgerðina. Þeir þurfa þegar að taka þátt í olíukostnaði og ef nú á að bæta kvótakaupum þar við, hvað endar þetta þá. Það er ekkert svigrúm í laun- urn sjómanna til kvótakaupa. Þar sem nú er frjálst fiskverð livet ég alla sjómenn lil að semja við út- gerðarmenn um þessi mál áður en þeir ráða sig í skipsrúm", sagði Kristján. Munum við nánar fjalla um þetta mál síðar. Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar: Meiri- hlutinn vill sam- einingu Á aðalfundi Starfsmanna- félags Keflavíkurbæjar sem haldinn var í síðustu viku voru kynntar niðurstöður skoð- unarkönnunar meðal félags- manna um sameiningu við Starfsmannafélag Suðurnesja- byggða. Að sögn Hólmars Magnússonar, formanns STKB, kom þar fram að meirihluti fé- lagsntanna vildi sameiningu. Verður því óskað eftir að við- ræður fari fram um sameingu með félögunum. Síðan verður gengið til atkvæðagreiðslu á aðalfundum félaganna að ári. Við formannskjör fékk Hólmar mótframboð um Guð- mund T. Olafsson, eldvarnar- eftirlitsmanns. Sigraði Hólmar örugglega nteð 19 atkvæðum gegn 6, en 25 manns sóttu fundinn. Sjá nánar um for- mannskjörið í MOLUM í dag. í stórsjó ó Stakksfirði • Það er ekki alltaf rjómalogn hjá sæfarendum. Hér er það Albert Olafsson KE 39 sem er á leið inn til Keflavíkur síðasta lunnitudag í slæmu veðri. Ljósm.: epj. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 14717,15717 • FAX ® 12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.