Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.1993, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 01.07.1993, Blaðsíða 1
26. tölublaö 14. árgangur Fimmtudagur 1. júlí 1993 GIIDLAX til Njarðvíkur Skipverjarnir á Sigurfara GK 138 fengu Guðlax í vörpuna er þeir voru að veiðum um helgina á Breiðafirði. Komu þeir með fiskinn að landi á mánudagsmorgun. Samkvæmt fiskabók AB er þetta miðsvæðis djúpfiskur, sem heldur sig aðallega á 100-400 metra dýpi. Aðalfæða hans er kolkrabbi og veiðist nokkuð af honum hér við land, en hans verður aðallega vart á sumrin og haustin og er útbreiðsla hans í nokkru | samræmi við göngu beitusmokksins. Segir bókin að þetta sé ágætur mat- fiskur og minni á lax. Hann er auð- þekktur á vaxtarlaginu; bolurinn er mjög hár, en þó allþykkur. Munnur lítill, tann- laus og framskjótanlegur. Hreistrið er smátt og injög laust. • PRÍR LÍKIR? Tveir af skipverjum Sigurfara, bræðurnir Hallgrímur G. sem er netamaður og Björgvin Færseth sem er 2. stýrimaður með Guðlaxinn. Mynd: epj. W Islenskur gæðafiskur í Garðinn? Fiskvinnslufyrirtækið Islenskur gæðafiskur hf. í Njarðvík hefur keypt fiskverkunarhús Asgeirs í Garði af Ríkissjóði. Að sögn Alberts Svavarssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins eru hugleiðingar uppi um að fyrirtækið flytji í Garðinn, þar sem það húsnæði er stærra en núverandi húsnæði. Auk þess sem nýja húsnæðið bíður upp á fleiri möguleika. „Þá er því ekki að neita að það eru jákvæðari straumar sem liggja um staðsetningu í Garðinum er verið hafa í okkar garð í Njarðvík," sagði Albert. Sagði hann að reksturinn hafi gengið vel að und- anförnu og samstarfið við Islandsbanka hafi verið vaxandi og mjög jákvætt. Fólk í vandræðum að Selatöngum Lögreglan og Björgunarsveitin Þorbjöm fóru fólki til aðstoðar að Selatöngum á laugardag. Bif- reið hafði fests í sandi og komst hvorki afturábak né áfram. Að Selatöngum liggur ágætur vegur, en ntargir hætta sér út á svartan sand og festa þar bíl- ana. Lögreglan hvetur fólk til að fara ekki út á sandinn á bílum, heldur labba stuttan spöl niður í fjöruna. Umtalsverð fækkun á atvinnu- leysisskránni í Keflavík: Aðeins 50 atvinnu- lausir Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað hvað varðar fjölda atvinnulausra á skrá í Keflavík. Samkvæmt upp- lýsingum Vinnumiðlunar Keflavíkurbæjar voru 250 manns á skránni er atvinnuátakið hófst, en nú eru aðeins 80 manns á skránni. Ef þeir sem eru í sumarfríi eru dregnir frá eru þar aðeins milli 50 og 60 manns. Sá hópur sem er á atvinnuleysisskrá, er samansettur af fólki sem framvísar læknisvottorði og getur því ekki unnið þau störf sem í boði eru. Þá er hluti fólksins þegar í hálfu starfið eða öðru hlutastarfi og eins kentur fólk inn í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Einnig hafa sumarfrí valdið því að fólki hefur fækkað á skránni. Stærsti hluti þess fólks sem nú hefur vinnu starfar við átaksverkefnið sem Atvinnuleysistryggingasjóður styrkir. Það fólk hefur vinnu í nokkrar viku eða allt frá tveimur mánuðum og upp í fjóra. Hvað þá tekur við liggur ekki fyrir. Suðurieið borgið? Bjartsýni með Varnarliðs- flutningana Suðurleið sf. sent er flutningafélag í eigu Vöru- bílastöðvar Keflavíkur hefur að undanfömu verið í viðræðum við Eimskip varðandi flutning á vam- arliðsvörum frá skipshlið í Njarðvík og upp á Keflavíkurflugvöll. Að sögn Olafs Olafssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins lítur málið nokkuð vel út og eru menn þar á bæ hóflega bjartsýnir hvað niðurstöður varðar. Þá standa yfir viðræður milli Skipaafgreiðslu Suðumesja og Eimskips varðandi afgreiðslu skip- anna í Njarðvíkurhöfn og eru þeir samningar vel á veg kornnir, að sögn Jóns Norðfjörð fram- kvæmdastjóra Skipaafgreiðslunnar. Talið er að á morgun skýrist hvaða bandarískt skipafélag fái minnihluta flutninganna. Varðandi 65% flutninganna þá er Jökulfell, skip Samskips væntanlegt í síðustu ferð sína til Njarðvíkur um 10. júlí nk en fyrsta skip Eimskips væntanlegt um 20. júlí. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA « 14717,15717 • FAX12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.