Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 1
 RETTIR 5. tbl./l 5. árg. Fimmtudagur 14/4 - 1994 LIDVEISU Námsmannaþjónu SPARISJÓÐANNA LfiNDSE SfíFNfíH HVERfi 101 R, Bílvelta á Hafnavegi: ÞRJÁR 13 ÁRA STÚLKUR VELTU BIL -ein þeirra skrúður eigandi bílsins Bílvelta varð á Hafnavegi á miðnætti sl. föstudagskvöld skammt frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Þrjár stúlkur, allar 13 ára gamlar. voru á bifreið- inni. Ein þeirra var skráður eigandi bílsins. Stúlkunum hafði verið ekið á Heilsu- gæslustöðina í Keflavík, en þær voru allar með minnihátt- ar meiðsl og skrámur. Fjar- lægja þurfti bílinn af slysstað með kranabifreið. Þjófarnir skrúfuðu frú garðslöng- uifif/ Brotist var inn í íbúð við Skólaveg í Keflavík um helgina. Tilkynnt var um innbrotið seinnipart laugar- dags. Myndbandsspólum hafði verið stolið úr íbúðinni ásamt fleiru. Þá skrúfuðu innbrotsþjófarnir frá garðslöngu inni í íbúðinni og létu vatn flæða um öll gólf. Einhverjar skemmdir urðu af völdunt vatns. ♦ SVAVAR ÁRNASON, hciðursborgari Grindavtkur, tekur í Itönd- iita tí Eðvarði Júltussyni, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, nafti- bótinni til staðfcstingar. A bakvið inú sjá Jótt Gunnar Stefánsson, bæjarstjóra. Mymí: Piíll Ketilsson. • Ný björgunarsveit: Stakkur og Skátar / eina sæng á laugardag Það verður mikið um dýrðir í félagsheimilinu Stapa í Njarð- vík á laugardaginn. Þá verður formlega stofnuð ný björgunar- og hjálparsveit með samruna Björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavík og Hjálparsveitar Skáta í Njarðvík í eitt öflugt félag. Sameiningarhátíðin verður á laugardaginn í Stapa og þá verð- ur gert opinbert nýtt nafn á björgunarsveitina. Við greinum ítar- lega frá sameiningunni í máli og myndum í næsta blaði. - í blað- inu í dag eru kveðjur til nýs björgunarfélags í tilefni sameining- arinnar. • Vel heppnuð hátíðarhöld á 20 ára afmæli Grindavíkur: SVA VAR ARNASON KJOR- INN HEIOURSBORGARI Svavar Árnason, fyrrum oddviti bæjarstjórnar Grindavíkur og for- ystumaður sveitarstjórnarmála í bænum var einróma kjörinn lieið- ursborgari Grindavíkur á hátíðar- fundi bæjarstjórnar Grindavíkur sl. sunnudag. Fundurinn var haldinn í tilefni 20 ára afmæli kaupstaðar- ins. Aðeins eitl annað mál var á dagskrá fundarins. Það var tillaga um kaup á gömlu húsi og mótun stefnu varðandi uppbyggingu byggða- og sjóminjasafns. Sam- þykkt var að verja 2 millj. kr. til þessa málefnis á þessu og næsta ári. Nokkrir gestir voru á fundin- um. Meðal þeirra var forseti Is- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Eðvarð Júlíusson, forseti bæjar- stjórnar afhenti Svavari heiðurs- skjal í tilefni útnefningarinnar. Svavar er borin og barnfæddur Grindvíkingur og fyrir utan störf hans í þágu bæjarins hefur hann einnig látið að sér kveða í atvinnu- lífinu í gegnum tíðina. Hann er fæddur 14. nóv. 1913. í hrepps- nefnd var hann kjörinn árið 1942 og varð oddviti hennar 1946 og óslitið til ársins 1974. Þá fékk Grindavík kaupstaðaréttindi. Eftir kosningarnar það ár var hann kjör- inn fyrsti forseti bæjarstjórnar og í bæjarstjórn sat Svavar lil ársins 1982. Þá hafði hann setið óslitið í sveitarstjórn Grindavíkur í 40 ár. Hafnamálin í bænum og fram- gangur þeirra voru alla tíð eitt af hans áhugamálum. Svavar sat í hafnarnefnd frá 1944 til 1970 en þá baðst hann undan endurkjöri. í byggingarnefnd og skólanefnd sat hann um langt árabil. Formaður verkalýðsfélagsins var hann frá 1939 til 1962. Frá 1950 sinnti Svavar starfi organista Grindavík- urkirkju og tók við því af föður sínum, Árna Helgasyni. I sóknar- nefnd átti Svavar einnig sæti í ára- tugi og formaður í tíu ár. Heiðurs- borgarinn Svavar rak lengi útgerð og fiskverkun ásamt öðrum og var framkvæmastjóri fyrirtækisins. Að hátíðarfundinum loknum skoðuðu gestir sýningu á verkum Gunnlaugs Scheving. Verkin eru öll tengd Grindavík, sjósókn og öðru í bæjarlífinu. Þá voru einnig sýndar bækur grindvískra skálda og verk grunnskólabarna. Þessi samsetta sýning er í húsi bæjar- stjórnar og bókasafnsins og er opin daglega til 18. apríl kl. 17-22. PlZZU-samloka- Vegna góðra undirtekta bjóðum við: 112 lítra PEPSI með hverri Pizzu samloku til sunnudagsins 24. apríl. MEIRIHATTAR GÓMSÆT OG MATARMIKIL PIZZU S A M L O K A -salatblað - agúrkur - tómatar- laukur og sósa að eigin vali. Þú getur líka valið þér viðbót t.d. pepperoni, skinku, rœkjur og fl. • Portúgölsk piparsósa • Chili sósa • Hvítlaukssósa • Pítusósa OPIÐ: Mánudaga - miðvikudaga kl. 11:30 - 22:00 Fimmtudaga kl. 11:30 - 23:30 Föstudaga og laugardaga kl. 11:30 - 05:00 Sunnudaga kl. 11:30 - 22:00 l HRINGBRAUT 92 VÍKURBRAUT 31 SIMAR 1 1544 & 11545 GRINDAVÍK - S: 67860 Sty TkÍ T

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.