Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1994, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 10.11.1994, Blaðsíða 1
Stœrsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum FRETTIR 44.tbl./ 15. árg. Fimmtudagur 10/11 -1994 Hraðbankinn opinn allan sólarhringinn |S 5 Pfí RI5J ÓD U RIM M -/<),<{,'/iy o(j/jína 30 milljóna rekstrarhalli - framkvæmdastjórinn á von á peningum Einokun ÍAV aflétt næsta vor Einokun Islenskra aðalverk taka á verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli verður aflétt 1. apríl 1995. Þetta var ákveðið á ríkistjórnarfundi í gær. Það þýðir að verktaka á vegum Nató verður frjáls, og þá ekki aðeins aðilum hér á landi heldur í öllum löndum bandalagsins. Þó er líklegt að mörg tilboðanna verði aðeins boðin út hér á landi stærðar þeirra vegna. SSS: Framtíð Eignarhalds- félagsins rædd i dag Á fundi Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum í dag verður framtíð Eignarhaldsfélags Suð- umesja, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Ferðamálasam- taka Suðurnesja tekin fyrir. Nokkrar umræður hafa verið í sveitarstjórnunum á Suðurnesj- um undanfarið vegna þeirrar ákvörðunar bæjarstjómar Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna að stofna til Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu. Hin sveitarfélögin velta fyrir sér þeirri spurningu hvort sam- einaða sveitarfélagið ætli að draga sig úr öllu samstarfi á sviði atvinnu- og markaðsmála og ráðstafa því fé sjálf sem sam- einaða sveitarfélagið annars leggur til í Eignarhaldsfélagið, Atvinnuþróunarfélagið og Ferðamálasamtökin - eða hvort samstarf verður áfram í ein- hverri ntynd. Sigurður Jónsson, sveitar- stjóri Gerðahrepps, sagði í sant- tali við blaðið að hann vonaðist til að svör við spurningunni, hvað verður um samstarfið, verði komin fyrir áramót. Rekstrarhalli Sjúkrahúss Suður- nesja fyrstu átta mánuði ársins var 28,2 milljónir króna. Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri sem var lagt fyrir stjórn Sjúkrahússins fyrir nokkrunt dögunt. Þá er rekstrarhalli á Heilsugæslustöð Suðurnesja fyrstu átta mánuði ársins 17,2 milljónir. Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- nesja, sagði í samtali við Víkur- fréttir að menn litu þennan vanda alvarlegunt augum. Stofnunin eigi þó eftir að að fá á milli 18 og 20 milljónir frá ríkinu á þessu ári, m.a. vegna Víðihlíðar og vegna launa- hækkana í tengslum við kjara- samninga starfsfólks við ríkið. Jóhann sagði þó ljóst að um rekstr- arhalla verður að ræða í árslok. Rekstrarhalli Heilsugæslustöðvar Suðurnesja liggur í endurnýjun á tölvubúnaði. Ríkið hefur lofað að sú framkvæmd verði borguð úr ríkissjóði á næstu þremur árum. Það eru hins vegar fyrirmæli frá heilbrigðisráðherra að hvort sem það verði rekstrarhalli eða rekstrar- afkoma, að mismunurinn færist yfir á næsta fjárhagsár. Jóhann segir ástandið þó ekki svo svart, og tók sem dæmi að bókhaldslegt uppgjör síðasta árs sýndi tveggja milljóna rekstrarafgang. • ÁRANGRI FAGNAÐ. Viktor B. Kjartansson hafði sannarlega ástæðu til að fagna árangri sínum í prófkjöri Sjálfstæðisflolcksins í Reykjaneskjördæmi um helgina. Viktor náði 6. sæti á lista flokksins. Hér fagnar hann á kosningaskrifstofu sinni, ásamt eiginkonunni Ásu Sigurjónsdóttur ogfleiri vinum. Mynd: hbb Anna María körfuknatt■ leiksmaður ársins -fyrsta konan sem hlýtur titilinn Anna María Sveins- dóttir var kjörin körfu- knattleiksmaður ársins 1994 af stjórn KKÍ. Hún er fyrsta konan sem hlýt- ur þennan titil. Ánna María er 25 ára og hefur leikið með Keflavík allan sinn feril. Hún hefur verið einn af máttarstólpum Kefla- víkurliðsins og átt stóran þátt í velgengni liðsins en það hefur verið nán- ast ósigrandi. Undan- farin sjö ár hefur Kefla- vík unnið sex fslands- meistaratitla og fimm bikartitla. Þrettán buöu í Stapann Þrettán tilboð bárust í leigu á veitingahúsinu Stapa í Njarðvfk sem boðinn var út fyrir skömmu. Hæsta tilboðið kom frá þeini Gísla Jóhannssyni og Hafsteini Ingibergssyni kr. 251 þús. rúmar á mánuði. Allir helstu veitingamenn svæðisins sendu inn tilboð, þar á meðal Axel Jónsson í Matarlyst og Öm Garðarsson á Glóðinni. Tilboð þeirra voru 90-100 þús. kr. lægri en þeirra Gísla og Hafsteins. Annað tilboð Glóðarinnar hljóðaði upp á 50 þús. og 3,5% af veltu. Upphæðirnar í tilboðunum þrettán voru á bilinu sjött'u til 251 þúsund krónur. Næst hæsta tilboðið var aðeins unt þúsund krónum lægra en þeirra Gísla og Hafsteins. Það kom frá Gunnólfi Árnasyni, pípu- lagningameistara. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa lægstbjóðend- urnir og stjórn Stapa hist og rætt málin. Ákvörðun hefur þó ekki verið tekin hvort tilboði þeirra verður tekið. Gísli og Hafsteinn starfa báðir í Fríhöfninni en eru jafnframt kunnir handknattleiksdómarar. VERÐDÆMI Hamborgari, kók og franskar kr. 330.- Tilboð 1 Hamborgari með osti + kók kr. 230.- Píta með buffi + kók kr. 330.- 0PIÐ ALLA DA6A FRA KL. 10:30 TIL 23:30 - NÆTURSALA UM HEL6AR - ðdyrasta og margir segja besta skyndibitastaonum í bænum!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.