Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 1 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 9 . d e s e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Bergur Ebbi skrifar um Fidel Castro. 19 sport Það er eitthvert ráðleysi í gangi hjá Keflavík í Domino’s- deild karla. 24 Menning Einar Falur Ingólfsson opnar sýningu í safni Johannesar Larsen í Kerteminde á Fjóni. 36 plús 2 sérblöð l Fólk l  netverslun *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 FrÍtt Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjöf sem lifnar við! Gjafakort Borgarleikhússins Glæsilegar jólagjafir michelsen.is VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI lÍFið „Ég kem til með að syngja White Christmas, eða hvít jól, ásamt Friðriki Dór, svo ætla ég líka að taka lag eftir mig sem heitir Leya, með strengjum og stóru bandi, ég hlakka mikið til,“ segir Thorsteinn Einarsson, tónlistar- maður, en hann mun syngja tvö lög á Jólagestum Björgvins sem verða í Laugardalshöll. Thorsteinn sló í gegn í raunveruleikaþættinum Die große Chance í Austurríki árið 2014 og í kjölfarið skrifaði hann undir plötu- samning hjá Sony, sem ætlar sér stóra hluti með hann í framtíð- inni. – gjs / sjá síðu 50. Kemur fram í Höllinni á morgun viðskipti Skilanefnd Glitnis hafði í mars 2010 sérstaklega til skoð- unar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Ástæðan var tíma- setningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. septem- ber og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum skila- nefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum.   Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna. Einnig per- sónuleg úttekt Guðbjargar að upp- hæð 75 milljónir króna til viðbótar. Viðskipti athafnamannsins Bene- dikts Sveinssonar þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans eru á listanum. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“. Önnur úttekt er á listanum frá 1. október að fjárhæð 100 milljónir króna. Efni skjalsins tengdist ákvarðana- töku innan skilanefndarinnar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögu- lega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjón- ustu ákveðins þjónustufulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts eru nefndar háar úttektir þjóðþekktra athafnamanna. Alls nema þær úttektir úr Sjóði 9 sem listaðar voru upp af skilanefndinni, og hugsanlega var talið réttlætan- legt að rifta, 3,1 milljarði króna samanteknar. Sjóður 9 var mjög umtalaður eftir hrun fyrir margra hluta sakir. Tap sjóðfélaga var verulegt og stjórnarseta Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í peningamarkaðssjóðum Glitnis, og Sjóðs 9 þar á meðal, skaðaði hann pólitískt, að hans eigin sögn.  – shá / sjá síðu 12 Vildu riftun á 3,1 milljarðs úttektum Skilanefnd Glitnis hafði til skoðunar í mars 2010 að rifta úttektum úr Sjóði 9 að upp- hæð 3,1 milljarður króna. Ástæðan var tímasetning viðskiptanna rétt fyrir þjóðnýt- ingu Glitnis og hrun bankakerfisins. Þjóðþekktir auðmenn áttu stærstu úttektirnar. Thorsteinn Einarsson Jólaball fatlaðra var haldið í 38. sinn á Hilton Hóteli í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum og skemmtu sér allir konunglega. Sérstaklega þegar Alda Dís Arnardóttir söngkona steig á svið og hélt uppi stuðinu. Mátti greina góð dansspor og sungu viðstaddir hástöfum með henni. FréTTablaðið/anTon 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 9 C -7 F B C 1 B 9 C -7 E 8 0 1 B 9 C -7 D 4 4 1 B 9 C -7 C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.