Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 15.–18. maí 201526 Umræða L augardagskvöldið 24. apríl hið herrans ár 1915 var mikið um dýrðir á hinu reisulega Hótel Reykjavík við Austurstræti, einu stærsta timburhúsi lands­ ins. Þar var þá haldin brúðkaups­ veisla Hobbs fiskkaupmanns og Jós­ efínu Zoëga. Jósefína var dóttir Helga Zoëga, en systir hans, Margrét Zoëga, var eigandi Hótel Reykjavíkur. Gestir héldu heim á leið úr veisl­ unni um klukkan tvö um nóttina og brúðhjónin um hálfri klukkustund síðar. Eftir í húsinu voru Margrét, eig­ andi hótelsins, Helgi bróðir hennar, tvö barnabörn Margrétar, Guðjón Jónsson dyravörður, Englendingur nokkur er bjó á hótelinu og þjónustu­ stúlkur. „Eldur! Eldur!“ Eggert Briem, bóndi í Viðey, bjó um þær mundir í Ingólfshvoli, sem var steinhús á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Laust fyrir klukkan þrjú fylgdi hann gestum sínum út úr húsi, en meðal þeirra var eig­ andi hússins, Guðjón Sigurðsson úr­ smiður (faðir Gunnars skipamiðlara sem margir muna eftir) og þeir Ólaf­ ur Björnsson ritstjóri og Hannes Haf­ stein, fyrrverandi ráðherra. Sjá þeir þá hvar eldur hefur brotist út á annarri hæð Hótel Reykjavíkur. „Hljóp Egg­ ert þegar af stað sem fætur toguðu og hrópaði um leið: „Eldur! Eldur!““ Er hann kom inn í hótelið kallaði hann yfir mannskapinn að kviknað væri í. Fólk virtist ekki almennilega trúa orðum hans en fylgdi í humátt á eftir honum upp á aðra hæð til að athuga herbergin. Fyrst var litið í herbergi Margrétar, sem var nr. 29. Þar var allt með felldu. Því næst var reynt að opna herbergi nr. 28, en það var læst. Guðjón dyravörður kom þá með lykil og þegar hurðinni var lok­ ið upp kom í ljós að herbergið var al­ elda. Virtist eldurinn magnast mjög við þetta. Margrét vildi við svo búið sækja muni í herbergi sitt en Guðjón varnaði henni það. Hlupu þau öll út og brátt kváðu við sprengingar meðan eldurinn barst um æðra hæð hússins. Þjónustustúlkur komust út um glugga á kjallaranum, en Guðjón braust inn í kjallarann til að skrúfa fyrir gas. Eldhafið leggur yfir götuna Slökkviliðið var kallað út en svo illa vildi til að nokkrir vatnshanar Mið­ bæjarins reyndust með öllu ónothæf­ ir vegna þess að farist hafði fyrir að tæma þá vatni, en síðan hafði fros­ ið í þeim og þeir sprungið. Þá var þrýstingurinn ónógur á þeim vatns­ hönum sem þó rann úr. Slökkviliðið fékk lítið ráðið við eldinn og brann Hótel Reykjavík á svipstundu. Áfast hús austan við, þar sem Th. Thor­ steinsson kaupmaður var með vefn­ aðarvöruverslun, brann hratt. Þar með var eldurinn orðinn svo magn­ aður að hann teygði sig í verslun­ ina Godthaab, þar sem Reykjavíkur­ apótek var síðar. Við svo búið var ógerningur að komast að bálinu Austurstrætismegin. Lagði eldhafið yfir götuna og var hitinn óbærilegur. Barst eldurinn brátt í Landsbankann norðan götunnar, sölubúð Hjálmars Guðmundsen, búð Egils Jacobsen, sem var vestan við Landsbankann og Kjötbúðina, næsta hús þar vestan við. Húsin Hafnarstrætismegin brunnu einnig, en það voru hús Gunnars Gunnarssonar kaupmanns, Ingólfs­ hvoll og hús Edinborgarverslunar, en þar var Eimskipafélagið með skrif­ stofur. Öll brunnu þessi hús til ösku, að undanskildum Ingólfshvoli og Landsbankanum, sem stóðu þó eft­ ir, en Landsbankinn var hlaðinn úr tilhöggnu grjóti og Ingólfshvoll stein­ steyptur. Innan veggja Landsbank­ ans brann þó allt sem brunnið gat og Ingólfshvoll stórskemmdist. Grípum niður í frásögn Morgun­ blaðsins: „Eldhafið var nú svo óg­ urlegt að litlar líkur voru taldar á því að takast mundi að hefta frekari út­ breiðslu þess. Stóð þá allur Miðbær­ inn í voða. Hið eina lán í þessu óláni var það að veður var kyrrt, aðeins hægur vestan blær og hjálpaði það til þess að stöðva eldinn að vestan.“ Þar með björguðust timburhúsin vestast í Austurstræti og Hafnarstræti. Eldur barst í pósthúsið, austan við megin­ eldhafið, en hann varð slökktur. Þá var unnt að koma í veg fyrir að húsið Godthaab kveikti út frá sér og eldur­ inn breiddi úr sér lengra til austurs.“ Guðjón úrsmiður lætur lífið Helst var reynt að ráða niðurlögum eldsins í Ingólfshvoli, enda steinhús. Stigi var reistur upp við húsið en hann reyndist of stuttur. Talið var að eina leiðin til að bjarga húsinu væri að koma slöngu upp á þak og hugð­ ist Guðjón Sigurðsson úrsmiður fara í gegnum húsið. Matthías Þórðar­ son þjóðminjavörður hélt í Guðjón og vildi varna honum för. Guðjón reif sig þá frá honum og sagði eitthvað á þá leið að hann réði líklegast sjálfur hvað hann tæki sér fyrir hendur í sínu eigin húsi. Hljóp hann við svo búið inn í brennandi húsið. Guðjón fórst í eldinum, en hann mun hafa kafn­ að og fannst lík hans við kvistglugga á þakhæð. Guðjón var efnaður maður og hafði hann mælt svo fyrir um í erfða­ skrá sinni að mestur hluti eigna sinna skyldi renna í sjóð til eflingar tónlistarlífi í bænum. Sonur hans Gunnar varð síðar einn helsti forgöngumaður þess að reist yrði tónlistarhús í Reykja­ vík. Einn maður brann inni í Hótel Reykjavík. Það var mað­ ur að nafni Runólfur Stein­ grímsson sem var starfsmaður hótelsins. Hann var lagstur til hvílu uppi á lofti hótelsins þegar eldurinn braust út. Eldsupptök ókunn Ekki var unnt að staðfesta hver elds­ upptök voru, en helst var talið að kviknað hefði í út frá gaslampa og gassprenging orðið í húsinu. Þetta var talin sennilegasta skýringin í ljósi þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Telja má að enn verr hefði getað farið hefði Guðjón dyravörður ekki skrúfað fyrir gasið í kjallara hótelsins. Húsin sem brunnu algjörlega voru vátryggð fyrir um 750 þúsund krónur til allt að einni milljón króna sem var gríðarmikið fé á þeim tíma, en ekki var allt vátryggt. Innbú Hótel Reykja­ víkur var óvátryggt og sömuleiðis stór hluti varnings í húsum Gunnars Gunnarssonar kaupmanns. Samúðarskeyti barst frá Kristjáni X. konungi vegna þessa hörmulega atburðar. Hefði getað farið verr Margir veltu því fyrir sér í framhaldi af brunanum hversu miklu verr hefði getað farið í hvassviðri. Í ljós hafði komið að slökkvilið bæjarins var þess lítt megnugt að takast á við svo stóran bruna, en hvort tveggja skorti á tól og betri tilhögun. Þá þóttu köllunartæki ekki í lagi. Slökkviliðið réð heldur ekki yfir reykhjálmum og var því velt upp að hugsanlega hefði mátt bjarga lífi Guðjóns Sigurðssonar hefðu slökkvi­ liðsmenn haft yfir slíkum búnaði að ráða. Umferðarstjórnun þótti ábóta­ vant, en mannmergðin var mikil á brunastað. Mikil mildi þótti samt að ekki brynnu fleiri hús. Mikið rask komst á bæjarlífið í kjölfar brunans, enda brunnu ýmis helstu verslunarhús höfuðstaðarins og jók bruninn enn á húsnæðisskort­ inn. Margir töldu að bruninn ætti „að kenna mönnum það fyrst og fremst að hrófla ekki upp stórum timbur­ húsum þar sem jafnþéttbýlt er og hér. Að vísu getur kviknað í steinhús­ um, það hefir þessi bruni sýnt manni, en eldurinn verður þar aldrei jafn­ magnaður og annars staðar“. Brun­ inn markaði þáttaskil í byggingar­ sögu Reykjavíkur, en í kjölfar hans var almennt horfið frá byggingu timbur­ húsa og steinsteypuöld hóf innreið sína. Heimildir: Guðmundur Karlsson brunavörður, Í björtu báli, og frá- sögn Guðmundar í Lesbók Morgun- blaðsins 1950, auk frétta blaðanna á sínum tíma. n Gæði og góð þjónusta í 80 ár! Bærinn í ljósum logum n Rétt öld frá brunanum mikla n Eldhaf þvert yfir Austurstræti Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð „Telja má að enn verr hefði get- að farið hefði Guðjón dyravörður ekki skrúf- að fyrir gasið í kjallara hótelsins. Frétt Morgunblaðsins Tveir biðu bana í eldinum. Skelfilegur eldsvoði Hér rýkur úr rústunum morguninn eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.