Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 20
Helgarblað 7.–10. ágúst 201520 Fólk Viðtal S uðurlandið skartar sínu fegursta þegar blaðamað­ ur og ljósmyndari bruna eftir þjóðveginum í austur­ átt. Gegnum hvern þétt­ býliskjarnann á fætur öðrum og yfir auðnina á Mýrdalssandi, þar sem lúpínan hefur tekið sér ból­ festu í vegkantinum. Eftir tæplega þriggja tíma ferðalag úr Reykjavík rennum við í hlað á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Hundurinn Frakk­ ur kemur hlaupandi á móti bíln­ um og fylgir okkur samviskusam­ lega upp að dyrum íbúðarhússins á bænum. Þar tekur bóndinn, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, á móti okkur. Hávaxin og glæsileg kona á fertugs­ aldri, með sítt ljóst hárið tekið upp í tagl. Móðir hennar, sem einnig býr á bænum, stendur við eldavél­ ina og útbýr hádegismat. Okkur var tilkynnt það formlega á leiðinni, með sms­skilaboðum, að við ætt­ um ekki að pulsa okkur upp, enda væri gert ráð fyrir okkur í mat. Og ekki sláum við hendinni á móti því. Það er ekki að spyrja að gestrisn­ inni í sveitinni. Getur varla drepið dýr Heiða er með rúmlega fimm hundr­ uð kindur á bænum og svo nokkur gæludýr; hesta, geit, hund og kröfu­ harðan kött sem heldur að hann stjórni heimilinu. Þar fyrir utan eru fimm heimalningar sem halda sig í nágrenninu – hver öðrum krúttlegri. Þeir fæddust allir veikburða og var vart hugað líf, en hafa heldur bet­ ur náð að pluma sig. „Þessi fæddist spastískur,“ segir Heiða og bendir á svartan lambhrút sem sem byrjaður er að naga jakka blaðamanns. Hann gat ekki staðið í lappirnar fyrstu vik­ una og fékk öðru hvoru flogaköst. „Ég var komin með byssuna í hend­ urnar þegar hann stóð skyndilega upp,“ segir Heiða sem tekur jafnframt fram að hún drepi aldrei dýr nema hún nauðsynlega þurfi þess, þegar þau eru veik eða slösuð, en hún fer aldrei á veiðar. Hún viðurkennir að stundum sé hún næstum því of mik­ il kveif til að vera bóndi, sérstaklega á haustin þegar senda þarf lömb­ in í sláturhús, enda sé auðvelt að tengjast dýrunum tilfinningabönd­ um. Sérstaklega þeim sem þurfa sér­ staka meðhöndlun eða verða hænd að henni. Manísk í viðhaldinu Aðspurð segir Heiða búið tæplega standa undir sér með þessum fjölda fjár, en samhliða búskapnum sinn­ ir hún fósturtalningum og rúningi og nær þannig að láta dæmið ganga upp. „Það væri kannski hægt að láta þetta ganga bara með búskapnum, en þá væri ekkert hægt að gera. Það færi allt að drabbast niður. Það var ekki gott ástand á búinu þegar ég tók við. Pabbi var orðinn heilsulítill og gat lítið gert. Ég hef því þurft að sinna miklu viðhaldi, byggja og bæta og það fer töluverður peningur í það. Það er mikið atriði í mínum huga að hafa snyrtilegt í kringum mig. Ég er eiginlega manísk að því leyti,“ segir Heiða kímin. Það fer ekki á milli mála að hún hefur tekið til hendinni. Öllum húsakosti er vel við haldið og svæð­ ið í kringum bæinn er einstaklega snyrtilegt. „Það var svolítið draslara­ legt hérna og það fór mikið í taugarn­ ar á mér þegar ég var krakki. Það var markmið hjá mér að koma þessu í gott stand. Það var allt önnur í hugs­ un í gangi þá. Foreldrar mínir voru fólk af gamla skólanum og það þótti óþarfa pjatt að leggja vélunum rétt og svona.“ Fannst hún verða að sanna sig Heiða var aðeins 23 ára gömul þegar hún tók við búinu en telur, eftir á að hyggja, að líklega hafi hún verið full­ ung. Í dag er hún 38 ára. „Það var ekk­ ert annað í boði. Það var annaðhvort að taka við búinu þá eða láta það fara. Ég varð bara að taka ákvörðun,“ út­ skýrir hún. Pabbi hennar var orðinn mjög slæmur í baki og mjöðmum og gat ekki lengur séð um búskapinn. Heiða hafði þá lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Selfossi og búfræðinámi frá Landbúnaðarhá­ skólanum á Hvanneyri og dreif sig aftur heim. Hennar tími var kominn. „Ég var alveg meira en til í að taka við og sé ekkert eftir því. Ég á þá bara eft­ ir að búa í útlöndum og gera eitthvað annað. Ævin er ekki búin,“ segir hún auðmjúk og brosir. Það stóð alltaf til hjá Heiðu að taka við búinu einn daginn, þó hún hafi ekki séð fyrir sér að gera það svona snemma. En áður en hún lauk náminu á Hvanneyri var hún farin að standa undir búinu hvað vinnu varð­ ar, vegna veikinda föður síns. „Ég átti alltaf þann draum að rífa þetta upp. Fyrst eftir að ég tók við átti mamma jörðina og hluta af bústofninum, en ég tók hlutinn hans pabba og vélarn­ ar. Svo keypti ég allt árið 2006.“ Hún viðurkennir að mikið stress og álag hafi fylgt því að taka svo mikla ábyrgð jafn ung og hún var. „Ég vildi svo mikið standa mig. Svo hafði ég það auðvitað alltaf hang­ andi yfir mér að ég gæti ekki tekið við búinu því ég væri stelpa. Þannig ég tók þetta enn fastari tökum fyr­ ir vikið. Það voru mjög langir dagar fyrstu árin og mikill hasar, en ég hef róast mjög mikið. Ég verð bara þreytt núna þegar ég hugsa um hvernig ég var,“ segir hún hlæjandi þegar hún rifjar upp eldmóðinn og þrjóskuna í sjálfri sér. Verður sjálf að redda öllu Við sitjum úti á palli fyrir fram­ an íbúðarhúsið og njótum veður­ blíðunnar – á meðan hún varir. Hrossagaukur hneggjar öðru hverju og lítið lamb jarmar í fjarska. Þar FyrirSætan Sem gerðiSt bóndi Heiða Guðný Ásgeirsdóttir tók við búi foreldra sinna á Ljótarstöðum aðeins 23 ára gömul, töluvert fyrr en hún ætlaði sér. Með það hangandi yfir sér að hún gæti ekki tekið við búinu því hún væri stelpa, tók hún landareignina í gegn og stækkaði bústofninn. Móðir hennar býr með henni á bænum en Heiða sinnir öllum bústörfum sjálf, ásamt því að starfa við fósturtalningar og rúning. Hún þótti um tíma efnileg fyrirsæta en fannst kjánaleg tilhugsun að vinna fyrir sér með því að vera sæt. Blaðamaður sótti Heiðu heim og ræddi meðal annars um lífið í sveitinni, fyrirsætuferilinn, systurmissi og fyrirhugað- ar virkjanaframkvæmdir sem tæta hana í sundur. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég er alin upp á bremsulausum Ferguson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.