Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 9. D E S E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  289. tölublað  104. árgangur  BERUM ÖLL ÁBYRGÐ Á LANDINU TAKK LANDS- BJÖRG REYNDI EINS OG ÉG GAT AÐ AUG- LÝSA ÍSLAND STYRKTARTÓNLEIKAR 38 ÓLAFÍA ÞÓRUNN ÍÞRÓTTIRÍSLANDSBÓK BARNANNA 12 Sendu jólakveðju á jolamjolk.is dagar til jóla 15 Vesturbærinn Verslun Byko var um árabil starfrækt á reitnum við Hringbraut.  Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að breytingu á deiliskipulagi Byko-reits í Vesturbænum, en reit- urinn afmarkast af Hringbraut, Framnesvegi og Sólvallagötu. Um- ræddur reitur er gegnt JL-húsinu. Þarna eiga m.a. að rísa fjölbýlishús og hótel. Samkvæmt deiliskipulagstillög- unni verður heildarbyggingamagn 15.700 fermetrar. Þar af verða íbúðir 70 talsins á 3.250 fermetrum, 2-4 hæðir. Gististaður er til- greindur 4.300 fermetrar, 1-5 hæð- ir, og verslun og þjónusta 450 fer- metrar. Svalir og þakgarðar verða 3.450 fermetrar. »10 Byko-reiturinn skipulagður með íbúðum og hóteli Fjölgun ferðamanna » Fyrstu ellefu mánuði ársins komu 1,6 milljónir ferðamanna til landsins. » Það er fjölgun um 38% á milli ára. » Bretar hafa verið 283 þús- und, eða 30% fleiri en í fyrra. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vaxandi áhyggjur eru innan ferða- þjónustunnar af styrkingu krónunn- ar og áhrifum þeirrar þróunar á greinina. Á einu ári hefur krónan styrkst um 17% og einstakir gjald- miðlar, eins og sterlingspundið, lækkað um hátt í 30%. Styrking krónunnar hefur farið beint út í verðlagið en með mikilli fjölgun ferðamanna til landsins hafa tekjur ferðaþjónustunnar stórauk- ist. Haldi krónan áfram að styrkjast óttast fyrirtækin að illa fari. Enn hægt að afstýra hruni Þessar áhyggjur komu skýrt fram á fundi hjá Samtökum ferðaþjónust- unnar í vikunni. Meðal þeirra sem létu skoðun sína í ljós á fundinum var Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótels Rangár. Hann segir að ef ekkert verði að gert geti mögulega stefnt í annað hrun hér á landi. Ekki sé þó of seint að afstýra því og gagnrýnir Friðrik vaxtastefnu Seðlabankans harðlega. Bankinn verði að lækka vextina og koma þannig í veg fyrir að illa fari. „Það þarf að stoppa gengishækkunina og festa gengið eins og það er í dag, og lýsa því yfir að það verði fast um ákveðinn tíma. Það gæti bjargað því sem bjargað verður,“ segir Friðrik m.a. Gæti stefnt í annað hrun  Miklar áhyggjur innan ferðaþjónustunnar af styrkingu krónunnar  Pundið hefur lækkað um tæp 30% á einu ári  Hörð gagnrýni á vaxtastefnu Seðlabankans MEkki of seint að afstýra... » 4 Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Brot myndaðist framan við Herjólf utan við höfnina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) afgreiddi 5. desember sl. þrjár skýrslur um slys og atvik varðandi Baldur, Herjólf og Sævar. Brot myndaðist framan við Herj- ólf þegar hann var að nálgast Landeyjahöfn 21. maí 2015. Allt fór þó vel. Breiðafjarðarferjan Baldur tók niðri nálægt Flatey 22. júní 2015. Ástæðan var sú að siglingabauja hafði verið færð úr stað. Slys varð þegar Hríseyjarferjan Sævar var að leggja að á Árskógs- sandi 15. febrúar 2016. »11 Þrjú slys og atvik í ferjusiglingum Mikið stuð var á jólahátíð fatlaðra sem André Bachmann stóð fyrir á Hótel Nordica í Reykjavík í gærkvöldi. Fjöldi tónlistarmanna og skemmti- krafta kom fram. Jón Jónsson fékk mjög góðar viðtökur, svo sem sjá má. Gestir voru á öllum aldri og með ýmiskonar fötlun og allir skemmtu sér jafn vel. Dagurinn var annasamur hjá ferðaþjón- ustu fatlaðra því fjöldi gesta þurfti að komast á skemmtunina og heim aftur að henni lokinni. Gestir skemmtu sér vel á jólahátíð fatlaðra Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fram kemur í jafnréttisúttekt á íþróttafélög- unum Fjölni, KR og Þrótti, sem unnin var af Mannréttinda- skrifstofu Reykjavíkur, að drengir eru í miklum meiri- hluta iðkenda. Á aldursbilinu 6-18 ára eru 62% iðk- enda hjá félögunum drengir en 38% eru stúlkur. Jöfnust eru hlutföllin hjá Fjölni. Mun fleiri drengir eru í boltaíþróttunum, en stúlkur eru helmingi fleiri í fimleikum. Arnþrúður Ingólfsdóttir, annar skýrsluhöfunda, telur muninn sam- félagslegt vandamál sem ekki sé bundið við umrædd félög. »22 Drengir eru stór meirihluti iðkenda Fótbolti Ungir KR- ingar á æfingu. Kasper Nielsen, talsmaður upp- boðshússins Bruun Rasmussen, vís- ar á bug ásökunum Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar á Listasafni Íslands, um að fyrirtækið hafi vís- vitandi selt falsað málverk, talið eftir listmálarann Svavar Guðna- son, á uppboði sínu á mánudag. Segir hann að uppboðshúsið sé á varðbergi gagnvart því að falsanir á verkum Svavars séu í umferð en að ekki hafi þótt ástæða til þess að ætla að verkið, sem selt var á mánudag fyrir 30 þúsund danskar krónur, væri eitt þeirra. ,,Þegar upp komu efasemdir fyr- ir ári síðan um hvort verkið væri ekta var það tekið af uppboði okk- ar sem þá stóð yfir. Eftir ítarlega rannsókn tók efnahagsbrotadeild lögreglunnar þá ákvörðun að hætta rannsókn sinni og skila verkinu aftur til eigandans. Við leggjum áherslu á að þegar lögregla kemst að þeirri niður- stöðu að listaverk sé falsað, þá er það að öllu jöfnu haldlagt, eyðilagt eða merkt sem slíkt. Það var ekki gert í þessu tilviki,“ segir Nielsen. »2 Telja sig hafa boðið upp ósvikinn Svavar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.