SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 18

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 18
Listakonurnar ÁSRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Ásrún hannaði tvær gerðir af treflum þeim sem prýða munu vinningaskrá happdrættis SÍBS á nýju happdrættisári. Hún er fædd 7. aprfl 1949 í Reykjavík. Ásrún stundaði nám 1967-1971 í myndlistarkennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands, tók síðan akademiskt ár við textfldeild sama skóla og fór loks til Stokkhólms þar sem hún nam textflhönnun við Konstfackskolan. Hún hefur kennt myndlist við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, verið yfirkenn- ari hönnunardeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands og frá 1986 yfirkennari í textíldeild sama skóla. Ásrún hefur setið í ótal nefndum m.a. varðandi innra og ytra útlit Hallgnmskirkju, nefnd á vegum menntamálaráðuneytis til mótunar hönnunarnáms, verið formaður nefndar á vegum forsætisráðu- neytis til könnunar stöðu heimilisiðnaðar og upp- byggingar smáiðnaðar á Islandi. Hún hefur verið tengiliður Islands í samnonænu vinnuverkefni Varde, m.a. varðandi vistvæna textflhönnun og stjórnað fyrir Varde vali verka á norræna sýningu, sem síðan fór víða um lönd. Formaður Textflfélagsins var hún um þriggja ára skeið og í átta ár í stjórn Listvinafélags Hall- grímskirkju. Á ánmum 1995-1998 var Ásrún for- maður Form Island, sem er félag menntaðra hönn- uða. Form fsland hefur haft umsjón með farand- 18 • SÍBS-fréttir sýningum á íslenskii hönnun erlendis, staðið fyrir samkeppni á sviði hönnunar og hefur þessi kynning oft leitt til þess að listamenn hafa getað selt hönnun sína á erlendri grundu. Ásamt öðrum listamönnum stofnaði hún Gallerí Sólon íslandus en það var fyrsta galleríið á íslandi sem rekið var af listamönnum sjálfum. Ásrún hefur svo víða lagt hönd á plóg að það yrði allt of langt upp að telja. Hún hefur hannað jólafrímerki, mynd- skreytt barnabók, séð um myndlist og hönnun í íslenskum kirkjum, lagt drög að hönnunamámi, haldið erindi heima og erlendis, ásamt öðrum unnið að þýðingu orða og hugtaka sem varða handverk, átt sæti í dómnefnd sem mat tillögur að hátíðabúningi íslenskra karla, skipulagt fjölda verkefna sem fulltrúi íslands og verið útnefnd heiðursfélagi Svensk form. Ásrún kemur líka að verkefninu Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og er höfundur verka í opinberri eigu. Fróðlegt væri að vita hvort þessi kjarnakona tekur yfirleitt nokkur vítamín! Ásrún hreifst af hringakenningu Páls Berg- þórssonar, sem hann setur fram í bók sinni Vínlandsgátunni varðandi siglingatækni norrænna manna og má sjá þess merki á öðrum treflinum sem Ásrún vann. Sá trefill sýnir hið mikla haf og óræð blá rönd vekur spurningu um landssýn eða er það kannski aðeins himinn og áfram endalaust haf? Hinn trefilinn, þann símynstraða, byggir lista- konan á skreytingu úr gömlu handriti. Ef grannt er skoðað getur þessi gamla handritslýsing fyrir skemmtilega tilviljun minnt á siglingatæki seinni tíma. Þessi trefill er unninn með ætingaraðferð. H.F. ÍSLANDSBANKI Stórhöfða 17

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.