Norðurslóð - 22.02.2001, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 22.02.2001, Blaðsíða 6
Tímamót Skírn Sunnudaginn 11. febrúar var skírður að heimili sínu Öldugötu 6 Arskógssandi Jón Karl Wendel. Foreldrar: Guðbjörg Margrét Birgisdóttir og Steinþór Wendel. Sr. Gylfi Jónsson Möðruvöllum skírði. Langamma Jóns Karls, Jóhanna Jónsdóttir, hélt honum undir skírn, en hún varð lol árs daginn eftir, þann 12. febrúar. Gifting Þann 16. desember s.l. voru gefin saman í Stærri-Árskógskirkju, Luzviminda Agliday Diongco og Ingi Steinn Jónsson Litlu- Hámundarstöðum. Prestur Sr. Hulda Hrönn. Afmæli Þann 7. febrúar s.l. varð 75 ára, Helga Jensdóttir, frá Stærra- Árskógi, nú til heimilis að Vanabyggð 7 Akureyri. Þann 16. febrúar s.l. varð 75 ára, Margrét Valtýsdóttir, Selárbakka Árskógsströnd. Þann Þann 22. febrúar n.k. verður 75 ára, Hildur Pétursdóttir Bessastöðum, Dalvík. Þann 9. febrúar s.l. varð 80 ára, Guðrún Jóhannsdóttir. Efstakoti, Dalvík. Þann 2o. febrúar s.l. varð 75 ára, Aðalsteinn Grímsson, Öldugötu 6, Dalvík. Þann 27. febrúar n.k. verður 8o ára, Jón Guðmundsson frá Litlu Hámundarstöðum. Hann dvelst nú að Dalbæ, Dalvík. Andlát Þann 26. janúar s.l. lést Sveinn Birkir Sveinsson Krossum Árskógsströnd. For- eldrar hans eru hjónin Sigurbjörg Snorra- dóttir og Sveinn Kristinsson á Krossum. Hann var fæddur 23. apríl 1980. Systkini Sveins Birkis eru: Linda Björk f.16 apríl 1975 og Kristján Eldjárn f.17. apríl 1991. Maður Lindu Bjarkar er Þórður Guðlaugsson og barn þeirra er Andrea Sól f.19. ágúst 1996. Unnusta Sveins Birkis er Karen Sif Róbertsdóttir. Minningarathöfn um Svein Birki fór fram í Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 10. febrúar síðast liðinn. Prestar voru: Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr.Hulda Hrönn. Snjólaug Hjörleifsdóttir lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Akureyri 16. janúar s.l. Snjólaug var fædd á Knappstöðum í Stíflu 1. september 1911. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Jóhannsson og Rósa Jóhanns- dóttir bæði Svarfdælingar bjuggu síðast í Gullbringu 1922-1928, brugðu þá búi og fluttu til Dalvíkur.Snjólaug ólst upp á Tjörn frá 8 eða 9 ára aldri hjá hjónunum þar Sigrúnu og Þórarni Eldjárn, og átti heimili á Tjörn þar til hún giftist árið 1933, en 7. október það ár giftist hún Birni Júlíussyni frá Syðra-Garðshorni. Þau settust að á Akureyri og bjuggu lengst í Helga-magrastræti 3. Þau eignuðust 9 börn sem öll eru á lífi og heita, Jóhanna María, Hjörleifur, Rósa, Sigrún, Júlíus Jón, Jófríður, Daníel Björn,Árni og Ólafur Örn. Útför Snjólaugar var gerð frá Akureyrarkirkju 8. febrúar s.l. Minningargrein um Snjólaugu er inni í blaðinu Gunnar Þorsteinsson frá Mó lést þann 15.febrúar að heimili sínu á Dalbæ.Hans verður minnst nánar í næsta blaði. Fréttahorn Varphænurnar mættar til leiks Á þessari tölvugerðu mynd má sjá fyrirhugaða sláturliúsbyggingu íslandsfugls. Ibúum Dalvíkurbyggðar fjölgaði um 3350 á einu bretti þann 2. feb sl. þegar formleg starfsemi kjúklingabús íslandsfugls hófst með því að 3000 varphænur og 350 hanar voru flutt úr einangrunar- stöð í Borgarfirði inn í varpstöð fyrirtækisins að Fossbrún 6 á Árskógsströnd (gamla Árvershúsið). Innan árs verður risið annað hliðstætt varphús við hlið þess sem fyrir er. En ekki er nóg að hænurnar verpi því þetta er kjúklingabú en ekki eggjabú. Eftir um 3 mánuði taka hænurnar að verpa og þá þarf að vera komin í gagnið útungunarstöð með tilheyrandi vélbúnaði til útungunar og er verið að finna henni heppilegt húsnæði í byggðinni. Fram- kvæmdir við eldishús fyrirtækisins eru sem kunn- ugt er komnar á skrið í landi Ytra-Holts. Búið er að steypa 3500 m2 grunn en sjálf húsin koma frá Kanada einhverja næstu daga. Eins og gefur að skilja þarf eldishúsið að komast í gagnið eigi síðar en í maí því aðeins tekur 21 dag að unga út eggjun- um. Þegar ungarnir eru komnir úr eggjum og byrj- aðir að spígspora á upphituðum gólfunum í eldis- húsinu bíður þeirra 38-42 sólarhringa eldi þar til þeir þykja nógu pastursmiklir til slátrunar. Slátur- hús og kjötvinnsla fyrirtækisins mun rísa við Hafnabraut á Dalvík og þarf að vera tilbúin í júlí þegar fyrstu kjúklingarnir mæta þar örlögum sín- um.Til að sláturlínum og vinnslutækjum verði sem best fyrir komið þarf að byggja við húsið og brúar viðbyggingin þá bilið milli gömlu rækjuvinnslunn- ar og Haraldarhúss eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Að sögn Auðbjörns Kristinssonar fram- kvæmdastjóra miðast áætlanir íslandsfugls við 600 tonna ársframleiðslu sem nemur um 20% innan- landsmarkaðarins við núverandi neyslu. Stefnt er að því að gera eingöngu út á ferskan ófrosinn kjúkling og því er heilbrigðiseftirlit allt mjög strangt. Þannig fær alla jafna enginn að stíga fæti inn í varphúsið nema hænsnahirðirinn og þá að- eins að undangengnu sturtubaði og fataskiptum yst sem innst. Urgangur frá kjúklingabúinu verður sérstaklega meðhöndlaður og síðan dreift á tún í Dalvíkurbyggð og sláturúrgangur fær sömuleiðis meðhöndlun áður en hann er unnin í refafóður. Að sögn Auðbjörns eru vinnubrögð þau sem hér eru viðhöfð hvergi tíðkuð í kjúklingabúum hér- lendis og raunar sé heilbrigðiseftirlit allt mun strangara en reglugerðir krefjist. Vegna þess hve tæknivætt búið er sé er auðveldara að halda uppi ströngu eftirliti. Auðbjörn segir að að mörgu leyti sé Dalvíkurbyggð heppilegri staður til kjúklinga- búskapar en margir aðrir. Veðurfar er hér hent- ugra, hita- og rakastig hagstætt og þá sé hér að hafa mun betri og stabílli starfskraft en víða annars staðar og það skipti sköpum í svona framleiðslu. Áætlað er kostnaður við kjúklingabúið verði þegar upp er staðið á bilinu 250-300 milljónir. Fiðurfénaðurinn í Árvershúsinu virtist vel á sig kominn eftir flutninginn og reiðubúinn að hefja milljónafram- leiðslu á kjúklingum þegar Ijósmyndara bar að garði. Dalvíkingar og Svarfdælingar sunnan heiða héldu Þorrablót upp á gamla mátann á dögunum, þ.e.a.s. tóku matinn með sér á blótið. Góð mæting var og varð af hinn besta skemmtun. Hinn bráðefnilegi kór Svarfdælinga söng nokkur lög undir stjórn Kára Gestssonar við góðar undirtektir. Árni Hjartarson flutti pistil Hjörleifs bróður síns úr Svarfaðardal við mikla hrifningu og þau Anton Angantýsson og Soffía Jakobsdóttir fluttu minni kvenna og karla. Þá söng kvartett skipaður systkinunum Kolbrúnu, Stefáni og Einari úr Ásbyrgi ásamt eiginkonu Stefáns, Guðrúnu Lóu. Veislunni stjórnaði Júlíus Jónasson af mikilli röggsemi. Að borðhaldi loknu var að venju stiginn dans fram eftir nóttu. Formaður Samtaka Svarfdælinga er Stefán Arngrímsson. Framkvæmdir við Dalvíkurkirkju eru á áætlun og er stefnt að því að kirkjan verði endurvígð að viðgerðunum loknum þann 18. mars. Verður væntanlega mikið um dýrðir og fjöldi kennimanna og eflaust boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu að sögn séra Magnúsar G Gunnarssonar. I tilefni vígslunnar verða tónleikar í kirkjunni. Þar munu sameina krafta sína Kór Dalvíkurkirkju og Kirkjukór Ólafsfjarðar ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvara og flytja nokkrar af perlum kirkju- tónbókmenntanna.Stjórnendur kóranna eru þau Hlín Torfadóttir og Jakob Kolosowsky en einsöng- vari verður Marta Halldórsdóttir. Nú á dögunum var haldinn almennur fundur um menningarmál á Café Menningu á vegum æskulýðs-íþrótta og menningarnefndar Dalvíkur- byggðar. Þar voru til umfjöllunar hugmyndir um menningarstefnu sveitarfélagsins en fyrst og fremst var þar rætt um menningarmál vítt og breitt. Komu þar fram ótal hugmyndir smáar og stórar um menningarmálin. M.a. var reifuð hugmynd um ljóðaklúbb þar sem fólk gæti komið saman lesið eigin ljóðasmíðar. Ekki var þar látið sitja við orðin tóm, heldur þegar blásið til Ijóðakvölds sl. fimmtudagskvöld þar sem skúffu- skáld byggðarinnar mættu og fluttu ljóð sín. Mun verða framhald á slíkum kvöldum. Fleiri hug- myndir voru reifaðar sem til faramfara horfa fyrir menningarmál í byggðinni og var greinillegt á fundarmönnum eð mikill áhugi er fyrir öflugu menningarlífi í Dalvíkurbyggð. Og talandi um menninarlíf þá hafa skólar Dalvíkurbyggðar fengið heldur betur að njóta heimsmenningarinnar að undanförnu því sl. þriðjudag var Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á ferðinni í skólum í Dalvíkurbyggð. Þar flutti hún hið frábæra tónverk „Pétur og úlfurinn“ eftir Sergei Prokofév og kunnu hinir ungu áheyriendur svo sannarlega að meta framtakið. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson á Bakka. Hafnarframkvæmdum á Árskógssandi er að ljúka þessa dagana. Búið er að hlaða sjóvarnargarð norðan við höfnina og sömuleiðis nýjan grjótgarð sunnan við og er þá hafnaraðstaða orðin eins og hún á að fera fyrir nýju Hríseyjar- ferjuna. Steingrímur Sigfússon alþingismaður og Sveinn Jónsson í Kálfsskinni voru glaðir í sólinni í Böggvisstaðafjalli sl. laugardag.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.