Norðurslóð - 20.09.2007, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 20.09.2007, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Fréttahorn Rekstur gámasvæðisins á Dal- vík tekur miklum breytingum frá og með næstu mánaðamótum. Gert hefur verið átak við girðingar og endurskipulagningu svæðisins og verður það ffamvegis opið á ákveðnum tímum undir eftirliti og leiðsögn starfsmanns. Framveg- is verður ekki hægt að hirða drasl sem búið er að henda en þó geta þeir sem það kjósa hent hlutum í sérmerktan gám þar sem áhuga- samir geta hirt að vild og endumýtt. Að sögn Jóns Amars Sverrisson- ar garðyrkjustjóra er starífæksla svæðisins nú orðin sambærileg við það sem gerist víðast hvar í öðrum sveitarfélögum. Júlíus G Bóasson hefur verið ráðinn sem vaktmaður á gámasvæðinu og mun hann sjá um að aðstoða fólk og leiðbeina eftir þörfum. Opnunartímar svæðisins verða kl. 15-19 alla virka daga og kl. 11-14 á laugardögum. Keppnislið Dalvíkurbyggðar í Spumingaþættinum - Út- svar - etur kapp við lið Grindavík- urbæjar í beinni útsendingu í rík- issjónvarpinu, annað kvöld 21. sept. Spumingaleikurinn hóf göngu sína sl. föstudagskvöld með með viðureign Hvergerðinga og Kópa- vogsbúa en alls eiga 24 sveitarfélög á Islandi lið í keppninni. Lið Dal- víkurbyggðar skipa þau Hjálmar Hjálmarsson, Katrín Ingvarsdóttir og Magni Oskarsson. Þess má geta að aliir eru velkomnir í sjónvaipssal til að fylgjast með útsendingu og hvetja sitt lið til dáða. Áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshús- ið, Efstaleiti 1, kl. 19.45. Útsending hefst strax eftir Kastljós. Mikið var um dýrðir í Vík- urröst þegar Hilmar Daní- elsson framkvæmdastjóri og stór- athafnamaður bauð til veislu í tilefni 70 ára afmælis síns sl. laug- ardagskvöld. Hátt á annað hundrað gestir heiðmðu afmælisbarnið með nærvem sinni og mátti meðal gesta sjá marga langt að komna. Lengstan veg komu þó 7 Nígeriumenn sem verið hafa í skreiðarviðskiptum við Hilmar um árabil og töldu hvorki eftir sér löng ferðalög norður í kuldabeltið né heldur æði flókna og tafsama skriffmsku heimafyrir til að fá að vera viðstaddir á þessum tímamótum. Á myndinni skálar af- mælisbarnið við gesti í kampavíni. Haliotis gjaldþrota Fyrirtæki sem framleitt hefur sæeyru á Hauganesi við Eyjafjörð er gjaldþrota og hefur starfsmönnum verið sagt upp. Sæeyru eru í hópi dýrustu sjávarafurða og var fyrirtækið Haliotis á Hauganesi stofnað árið 2001 til að ala sæeyraungviði og selja í aðrar áfram- eldisstöðvar. Síðan keypm Stokkfiskur, Tækifæri og einstaklingar félagið og ríkti bjartsýni um mikinn útflutning. Sæeyru voru fyrst flutt til Islands árið 1988. Nú er Haliotis sem sé komið í þrot og öllum þremur starfsmönnum fyr- irtækisins verið sagt upp störfum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru helstu ástæður gjaldþrotsins þær að meira fjánnagn vantaði í reksturinn og þolinmæði skorti í markaðsmálum. Eldið sjálft gekk hins vegar vel. Einhverjar þreifingar munu þó vera í gangi um endurreisn fyrirtækisins, enda liggja mikil verðmæti í lager þess. Sæeyru (Haliotis rufescens) Sæeyru eru sjávarsniglar af ættkvíslinni Haliotis. Alls eru til um 100 teg- undir sæeyrna en einungis 15 þeirra verða nægilega stórar til þess að hag- kvæmt sé að veiða þær eða rækta. Ein þessara tegunda er rautt sæeyra (Haliolis rufescens), á ensku kallað Red Abalone, en það var fyrst flutt til íslands frá Kaliforníu árið 1988. Eldi sæeyma hefúr verið talið mjög áhugavert á Islandi þar sem nýta má jarðvarma við eldið en sæeyru þurfa heitan sjó (16°C). Sæeym eru jurtaætur sem gerir mögulegt að nota innlenda fóðurgjafa s.s. þörunga við strendur landsins. Mikil eftirspum er eftir sæeyrum í heiminum um þessar mundir og eru helstu markaðir í Japan og Suður-Ameríku þar sem hátt verð er greitt fyrir lifandi sæeym. 12% meiri fískafli í ágúst Heildarfiskaflinn í ágúst var 12% meiri en á sama tíma í fyrra, sé hann metinn á föstu verði, samkvæmt frétt frá Hag- stofunni. Á þessu ári hefur fisk- aflinn aukist um 2,2% á föstu verði miðað við sama tímabil 2006. Heildaraflinn var 89.096 tonn í ágúst en 89.566 tonn í ágúst 2006. Botnfiskaflinn var tæp 37.000 tonn í síðasta mánuði, tæpum 600 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Þorskafli dróst saman um rúm 1.000 tonn, ýsuaflinn um tæp 3.200 tonn og ufsaaflinn um nærri 2.200 tonn. Flatfiskaflinn jókst um rúmlega 400 tonn rnilli ára. Afli uppsjáv- artegunda nam tæpum 50.000 tonnum. Stærsti hluti hans var síld, makríll og kolmunni. Uppsjáv- arafli dróst saman um íæplega 600 tonn miðað við ágúst 2006. Skel- og krabbadýraafli var tæplega 500 tonn en 200 tonn í ágúst 2006. Uppsetning sparkvallar á Dalvik 2005. Nýtt gler og utanhússmálnlng Dalvíkurkirkju. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík Styrktaraðlli Fiskldagslns mlkla. Viðtækur stuðnlngur vlð iprólta- og æskulýðsstarf. Snjótramleiðslubyssur afhentar Skiðalélagl Dalvikur. flrleg úthlutun úr Menníngarsjóðí Sparisjúðs Svarfdæla.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.