Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 28
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Fáar gjafir eru jafnskemmti-legar og þær sem eru heima-gerðar og ekki er verra ef hægt er að borða þær eða drekka. Hægt er útbúa slíkar gjafir með litlum fyrirvara og gefa í jólagjöf, eða við önnur tækifæri, enda eiga þær alltaf vel við. Skemmtileg vinagjöf Kakó í krúttlegri krukku er sniðug gjöf sem tekur stuttan tíma að útbúa. Hér er að ferðinni tilvalin vinagjöf fyrir börn og unglinga því flestum á þeim aldri finnst heitt kakó gott. Allt sem þarf er falleg krukka, kakóduft, t.d. Swiss Miss, og loks sykurpúðar í þeirri stærð sem hver og einn kýs. Hrein krukka er fyllt að hálfu með kakó- dufti og síðan fyllt upp í hana með sykurpúðum í þeirri stærð sem hver og einn heldur mest upp á. Gaman er að skreyta krukkuna með flottum borða og jólabrjóst- sykursstaf. Lofnarblómsedik Lofnarblóm, eða lavender, hefur um aldir verið notað á margvís- legan hátt en það gefur frískandi ilm og á að hafa róandi áhrif. Það má t.d. setja þurrkuð lofnarblóm í litla taupoka og stinga inn í skáp Góðar gjafir úr eldhúsinu Heimatilbúnar gjafir standa alltaf fyrir sínu og þær hafa þann góða kost að safna hvorki ryki né taka pláss til lengri tíma. Slíkar gjafir má töfra fram á örstuttum tíma án mikillar fyrirhafnar. Kakó í krukku er vinaleg gjöf. Heimagerðar karamellur eru bragð- góðar og sniðugar til gjafa. Lofnarblóm má nota á margvíslegan hátt til að fá góða lykt í húsið. Rauður drykkur með tvisti. til að fá ferskan ilm í föt, hand- klæði eða sængurföt. Slíkur poki gæti verið sæt aukagjöf. Hægt er að bæta þurrkuðum lofnarblómum út í líkamsskrúbbinn, baðolíuna eða hárnæringuna til að fá góðan og róandi ilm og það má jafnvel setja þau út í kökudeig. Svo má setja lofnarblóm út í edik, t.d. hvítvíns- edik, og setja á fallega flösku og gefa í jólagjöf. Slíka blöndu er hægt að nota fyrir alhliða þrif og fá góða lykt í leiðinni. Best er að nota einn hluta af þurrkuðum lofnarblómum á móti fjórum hlutum af hvítvíns- ediki, svo sem ¼ bolla af lofnar- blómum á móti einum bolla af borðediki. Gott er að blanda þessu saman í könnu og hella síðan yfir í fallega flösku, sem búið er að sótt- hreinsa og skreyta síðan að smekk. Ómótstæðilegar karamellur Flestum finnst gaman að búa til karamellur og ekki er verra að fá heimagerðar og gómsætar kara- mellur í jólagjöf. Þær má skera niður og pakka í fallegt sellófan eða bökunarpappír, setja í öskju og gleðja einhvern á jólunum. 275 g púðursykur 325 g sykur 225 g smjör 350 g síróp 300 ml rjómi 175 ml mjólk 2 msk. vanilludropar Setjið allt hráefni í pott og hitið við lágan hita. Hrærið vel í á meðan blandan er að hitna. Látið hana ná 120-130°C hita og látið svo kólna lítillega. Hellið í mót sem er 20x20 cm að stærð (eða notið einfaldlega það mót sem er til, en þó ekki of stórt svo karamellurnar verði ekki þunnar). Látið kólna vel. Skerið í hæfilega stóra bita, pakkið inn í sellófan og lokið fyrir með skraut- legu bandi. Setjið í öskju eða dós og færið þeim sem þið viljið gleðja á jólunum. Hindberjadrykkur með smá tvisti 700 ml gin eða vodka 400 g frosin hindber 250 g sykur kanilstöng Setjið gin, hindber, sykur og kanil í hreina krukku. Lokið vandlega og setjið í kæli. Hristið daglega næstu tvær vikurnar en svo viku- lega næstu þrjá mánuðina. Með tímanum á blandan að verða fagurrauð. Eftir þrjá mánuði ætti blandan að vera tilbúin og má þá hella henni á flöskur til gjafa. Einnig má nota vodka í staðinn fyrir gin. Ef ætlunin er að gefa hindberjagin í jólagjöf er hægt að setja fersk hindber í hreina og flotta flösku og hella gini eða vodka yfir en þá eru berin meira til skrauts en að gefa gott bragð. Hægt er að prófa sig áfram með eitt og annað, t.d. má setja nokkra bita af chili-ávextinum í flösku og hella vodka yfir og fá þannig sterkt bragð af drykknum. Kryddsalt Kryddsalt er eitthvað sem allir geta notað. Nota má margs konar krydd, svo sem rósmarín, chili eða timían til að bragðbæta saltið. 340 g saltflögur, t.d. Maldon salt 2 msk. timían eða 1 msk. rósmarín Setjið 110 g af salti og 1 msk. af kryddinu í matvinnsluvél og malið fínt. Blandið því sem eftir er saman við og látið saltblönduna þorna vel á grunnum diski í 2-3 klst. Hell- ið krydd- saltinu í smekklega glerkrukku og skreytið að vild. Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið. Fást í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborði stórmarkaðanna. Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn BestuUppáhalds Gleðigjöf! 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . d e S e M B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -0 F 9 0 1 E 8 E -0 E 5 4 1 E 8 E -0 D 1 8 1 E 8 E -0 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.