Feykir


Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 3
46/2012 Feykir 3 FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Þórkatla heimsækir bjargvætti sína Færði löggunni þakklætisvott Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir leit inn á lögreglustöðina á Sauðárkróki í síðustu viku og færði lögreglunni þakklætisvott fyrir störf þeirra á slysavettvangi í sumar en hún slasaðist alvarlega þegar hún lenti undir sláttuvél. Pétur Björnsson lögreglu- þjónn var einn þeirra sem kom á slysavettvang og sagði hann þetta einstaklega ánægjulega heimsókn og frábært að sjá hvað Þórkatla hefur ná sér vel eftir slysið. Viðtal við Þórkötlu er í jólablaði Feykis en þar segir hún frá tildrögum slyssins og líðan sinni í dag en hún hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma. /PF Þórkatla Björt Sumarrós og Pétur Björnsson. Mynd: Lögreglan á Sauðárkróki Svæðisráð SKOTVÍS á Norðvesturlandi Norrænu tónlistarverðlaunin 2012 Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi Indriði kosinn fyrsti formaður Ásgeir Trausti tilnefndur Færa HSB hjartaómtæki Stofnfundur svæðisráðs SKOTVÍS á norðvesturlandi var haldinn þann 28. nóvember sl. á Sauðárkróki, en á fundinn mættu á annan tug veiðimanna. Á fundinum fór Arne Sólmundsson, varaformaður SKOTVÍS, yfir árangur af starfi félagsins í gegnum árin og kynnti síðan stefnu SKOTVÍS og nauðsyn þess að virkja þekkingu skotveiðimanna í gegnum svæðisráðin. Fram kom í máli Arne að fyrirkomulag veiðistjórnunar er eitt brýnasta málefnið sem skotveiðimenn þurfa að koma að og er svæðisráðið hugsað sem vettvangur til að virkja þekkingu skotveiði- manna til áhrifa, en það mun vinna sjálfstætt að þeim málum sem eru veiði- mönnum hugleikin, með stuðningi frá stjórn félagsins. Á fundinum kom einnig fram að SKOTVÍS er að undirbúa stofnun fagráðs um rannsóknir og veiðistjórnun, en eitt fyrsta viðfangsefni fagráðsins verður að ýta úr vör samantekt á rjúpna- rannsóknum sem hafa verið gerðar, hvert samhengi þeirra hefur verið við veiðistjórnun, hvað má betrumbæta og gera tillögur um aðgerðir í sam- ráði við svæðisráðin. Indriði R. Grétarsson var kosinn formaður svæðisráð Norðvesturlands sem mun strax hefjast handa við skipu- lagningu málefnastarfsins. Eins og við var að búast var mönnum rjúpan hugleikin og komu fram ýmsar skoðanir á því hvernig skuli haga málum varðandi veiði- stjórnun og greinilegt að mikil þekking er til staðar um þessi mál sem til stendur að virkja. /IRG Platan Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er tilnefnd til Norrænu tónlistarverð- launanna árið 2012 en tilnefningarnar voru kunngerðar í vikunni. Retro Stefson er einnig tilnefnd auk tíu annarra listamanna og hljómsveita frá öllum Norðurlöndunum. Í umsögn dómnefndar um Ásgeir Trausta segir að hann sé afar þroskaður tónlistarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þess má geta að Ásgeir Trausti er í viðtali í Jólablaði Feykis, sem kom út í síðustu viku. Verðlaunin verða afhent 14. febrúar næstkomandi á norsku tónlistarhátíðinni By:Larm sem fram fer í Osló í Noregi. Fulltrúi Íslands í norrænu dómnefndinni er Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður. /BÞ Hollvinasamtök HSB færðu stofnuninni að gjöf hjartaómtæki að andvirði 4.859.011 kr. í síðustu viku en undanfarna mánuði hefur staðið yfir söfnun vegna kaupa á tækinu. Samkvæmt heimasíðu HSB hafa fjölmörg fyrirtæki félagasamtök og einstaklingar lagt þessu máli lið. „Hjarta og lífstílssjúkdómar hafa færst í vöxt á liðnum árum og þegar upp kom sú staða að Framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi Óskað er eftir að ráða í stöðu framkvæmdarstjóra unglistahátíðarinnar „Eldur í Húnaþingi“ fyrir árið 2013. Frekari upplýsingar um starfið veitir Karólína í síma 867-7542. fyrir 14. desember nk. eða í netfangið sundlaug@hunathing.is AUGNLÆKNIR í desember FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Ólafur Grétar Guðmundsson augnlæknir verður með móttöku 12.-14. desember Tímapantanir mánudaginn 10. desember frá kl. 9.30-10.30 í síma 455 4022 www.hskrokur.is Sigurfinnur Jónsson kenndur við Stein (Finni á Steini) og Arne Sólmundsson varaformaður Skotvís. Mynd: Indriði Sveinfríður Sigurpálsdóttir framkv.stj. hjúkrunar, Gottskálk Gizurarson hjartalæknir, Valbjörn Steingrímsson forstjóri og Ásgerður Pálsdóttir form. Hollvinasamtaka HSB hjartalæknir réðst til starfa hjá HSB var einsýnt að til þess að hann nýttist sem best yrði að efla t æ k j a k o s t stofnunarinnar og er gleðilegt að sjá þetta tæki komið í notkun. Þeim sem hafa gert þessa gjöf að veruleika eru hér með færðar bestu þakkir fyrir,“ segir á heimasíðu HSB./BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.