Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 1
Þótt sumarið láti bíða nokkuð eftir sér að þessu sinni hefur náttúran sinn gang. Þannig er sauðburður í fullum gangi í sveitum landsins og þá er fuglalífið að taka á sig fjölbreytilegri mynd en yfir vetrartímann. Þessu kynntist blaðamaður Morgunblaðsins í gær þar sem hann var staddur í Leiruvogi. Þar gerði brandandarsteggur sig líklegan til að ráðast að margæs sem gerði sig heimakomna á svæðinu. Flaug stegg- urinn tvívegis yfir margæsina en flúði svo af hólmi og margæsin flaug á eftir honum. Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Ógnandi brandandarsteggur í Leiruvogi Margæs lætur hart mæta hörðu Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  118. tölublað  106. árgangur  UNGUR BASSA- SÖNGVARI Á UPPLEIÐ SELJA PRJÓNAUPP- SKRIFTIR FJÖLBREYTT EFNI UM BÍLA OG AKSTUR SJÖFN OG GRÉTAR 12-13 16 SÍÐNA SÉRBLAÐANDRI BJÖRN 34-35 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fjórir menn hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meint- um samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Mennirnir eru Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Ís- landi, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Eimskips. Ætluð brot þeirra varða við 10. og 11. greinar samkeppnislaga um sam- ráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Sá þáttur er varðar samráð er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og varðar það hvort ólögmætt sam- ráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar brot gegn bæði 10. og 11. grein, en Eimskip hefur takmarkaðar upplýsingar um grund- völl stjórnsýslumálsins. Hafna ásökunum um samráð Í tilkynningu Eimskips til Kaup- hallarinnar í gærkvöldi segir að for- stjóri og framkvæmdastjóri alþjóða- sviðs hafi mætt til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara 11. maí sl. og fengið stöðu sakbornings sam- dægurs. Í afkomutilkynningu Eimskips vegna ársfjórðungsuppgjörs félags- ins fyrir fyrsta ársfjórðung 2018 frá 17. maí sl. kemur fram að forstjóri fé- lagsins hafi á þeim tímapunkti haft stöðu sakbornings. Ekki kom fram fyrr en í tilkynningu í gærkvöldi að Bragi Þór Marinósson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs, væri einnig sakborningur í málinu né held- ur að skýrslutökur hefðu farið fram þann 11. maí síðastliðinn. Í afkomutilkynningunni kemur fram að fleiri starfsmenn hafi verið boðaðir í skýrslutökur hjá héraðssak- sóknara. Miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir hafni félagið sem fyrr ásök- unum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Fram kemur að þeir starfsmenn sem hafi verið boðaðir í skýrslutökur hafi ósk- að afrita gagna sem ekki hafi borist þeim og að félagið hafi heldur ekki fengið gögn um málið afhent. Húsleitir voru framkvæmdar á starfsstöðvum fyrirtækjanna þann 10. september 2013 vegna hinna meintu brota. Síðan þá hefur Eim- skip ítrekað óskað upplýsinga um grundvöll málsins með takmörkuðum árangri, að því er fram kemur í til- kynningu. Fjórir eru sakborningar  Forstjórar Eimskips og Samskipa auk stjórnenda í alþjóðlegri starfsemi  Eimskip hafnar ásökunum um samráð  Litlar upplýsingar fengist um málið Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsókn Meint brot til skoðunar.  Í tilefni af því að Björgu EA 7 var gefið nafn við hátíðlega at- höfn á Akureyri á laugardag gaf Samherji, eig- andi skipsins, Sjúkrahúsi Ak- ureyrar (SAk) 10 milljónir til þess að undirbúa og setja upp hjartaþræðingu á SAk. Þegar tæki til hjartaþræðingar verða pöntuð mun Samherji gefa 25 milljónir til viðbótar. Björg EA er nýjasta skip Sam- herja og ber nafn móður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja. Þorsteinn segir að endurnýjun skipaflota Samherja og Útgerð- arfélags Akureyrar sé stórt skref í átt að því að festa Eyjafjarðar- svæðið í sessi sem eitt öflugasta út- gerðar- og fiskvinnslusvæði lands- ins. »6 Samherji gaf 35 milljónir til SAk Þorsteinn Már Baldvinsson Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðar- ins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæð- inu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á árs- grundvelli. Í greiningu samtakanna kemur m.a. fram að um 40% lengri tíma taki að ferðast úr Grafarvogi til vinnu mið- svæðis í Reykjavík en fyrir sex árum. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið að sam- tökin séu ekki sannfærð um að þær vegaframkvæmdir sem nú eru til um- ræðu á höfuðborgarsvæðinu séu þær arðbærustu og vísar þar m.a. í hug- myndina um Miklubraut í stokk, sem talin er mundu kosta 21 milljarð. Teppa Umferð- artafir kosta sitt. Tafirnar eru dýrar  15.000 klst. sóað í umferðinni á dag  Netaveiðirétthafar innan Veiði- félags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar fé- lagsins frá 26. apríl um að netaveið- ar verði bannaðar á vatnasviði Ölf- usár og Hvítár sumarið 2019. „Við erum að kæra þessa ákvörð- un og sérstaklega erum við að kæra það að þetta skuli vera borið fram án þess að þess sé getið í fundarboði. Það teljum við bara hreinlega ólög- legt,“ segir Hrafnkell Karlsson á Hrauni í Ölfusi. Stangveiðiáhugamenn tóku yfir aðalfundinn og söfnuðu umboðum til þess. Þeir telja meiri verðmæti skap- ast fyrir alla landeigendur á svæð- inu ef netaveiðum verði hætt. »15 Deila vegna laxveiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.