Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Alþýðublaðið
Gefið lit af -A-lþýÖufloklíiiinia..
1919
Föstudaginn 31. október
3. tölubl.
Skorin upp i bekkinn!
Menn muna eftir sögunni af
íæningjanum sem hélt áfram að
hrópa: „Þjófur! Þjófur!'' að heið-
ai'lega manninum, þangað til þeir
scm á heyrðu fóru að trúa því
að eitthvað mundi til í því sem
Waðurinn hrópaði svona ákaft.
Ritstjóri „Vísis" þekkir vafalaust
tessa sögu, og hefir hugsað sér
að ef hann bara hrópaði nógu
ákaft í blaði sínu: Skoðanaskifti!
Skoðanaskifti! þá færu einhverjir
að iokum að trúa, og það þó Vís-
lr standi þeim mun ver að vígi
¦eu ræninginn í sögunni, að eng-
'nn þekti hann, en allir vita hvað
"Visir er.
En þykir mönnum ekki skörin
vei'a farin að færast upp i bekk-
inn, þegar sá sem enga stefnu
hefir, 0g ræður til þess að kjósa
rnann sem hefir svikið allar þær
faöfuðstefnur, sem hann hefir fylgt,
íer að bera „skoðanaskifti" upp á
aðra?
Ritstjóri Vísis er eins og skap-
a<5ur til þess að vera meðlimur
'iSjálfstjórnar", en með látlausu
*jaftagjammi sínu, sem staðið hefir
arum saman, hefir honum tekist
a^ sýna sig þannig að sjálfri Sjálf-
stjórn væmir við honum. Og auð-
valdið, sem hann hefir skriðið fyr-
fr eins flatur eins og spraka á
§runnmiði, hefir ekki meira álit á
'U°num til þess að vera málsvari
'fcess, en að það álítur nauðsynlegt
*& gefa út annað blað til þess að
'halda alþýðunni niðrí, hefir ekki
;meira álit á stóru orðunum hans
** Þetta.
173 núnier hafa verið látin í
^eykjavík á bifreiðar og rúótor-
nJ°li en eitthvað af þessum öku-
tölum mun nú orðið ónýtt. Þó
^unu vera í bænum yfir 150 bif-
leiðar.
Siíustu jring.
ii.
Eitt erfiðasta viðfangsefnið, sem
fyrir þinginu hefir legið undanfar-
ið,  hefir  verið  að afla landssjóði
nægra tekna.  Það er eðlilegt, því
að fjárfangaráð landssjóðs hafa ver-
ið  fremur  ótraust.  Langmestur
hluti teknanna hefir verið fenginn
með óbeinum sköttum, það er að
segja  allskonar  tollum á aðflutt-
um og útfluttum vörum. En þess-
ar  tekjur  breytast  ekki eítir því
sem verðgildi peninga breytist, og
með því allar upphæðir, sem nota
þarf eða notaðar eru. Gildi peninga
hefir faiiið svo að allar upphæðir
eru nú þrefaldar eða jafnvel fimm-
faldar við það sem áður var.  En
af því hefir alls ekki leilt, að fleiri
kg. af kaffi, sykri eða öðrum toll-
vörum  væru flutt inn.  Með öðr-
um orðum,  tekjur landsins stóðu
í stað,  en útgjöldin uxu jafnt og
þétt.  Því  var um þrent að gera,
stöðva framkvæmdir landsins eða
draga mjög úr þeim, taka látt, eða
aulca  tekjurnar.  Hið  fyrstnefnda
var ógerlegt.  Allir vita og viður-
kenna, að miklu meiri þörf sé að
auha framkvæmdir  en að draga
úr þeim. Það þarf að gera miklu
meira en gert er, bæði til þess að
styðja og tryggja atvinnuvegina,
og til þess að reyna að láta fleir-
um líða vel en nú er, tryggja líf,
heilsu og afkomu alls almennings.
Því  var að  sjálfsögðu horfið frá
þessu ráði. Pá voru lánin. Sú leið
var  reynd  og  farin.  En þab sér
hver maður,  að ekki er hægt að
bæta lánum á lán ofan,  en láta
búskapinn aldrei bera sig. Sá sem
það gerir hlýtur að fara á höfuð-
ið, verða gjaldþrota þegar til lengd-
ar lætur;  var því aðeins ein leið
fær, og hún var sú, að auka iékj-
urnar. En það sá ekki sú stjórn,
sem  vér höfðum í ófriðarbyrjun,
né heldur sú swn var 1915—16.
Jafnvel sú  visa stjórn,  sem vér
íengum í nýjársgjöf 1917 og höf-
um enn — að nafninu til — lítið
breytta, sá það ekki fyr en alt of
seint. Fyrst var það ráð tekið að
hrúga Jánum á lán ofan, Jifa hátt
á kostnað framtíðarinnar. Að vísu
lagði hún fyrir þingið 1917 eitt
tekjuaukafrumvarp, um hækkun á
vitagjaldi, og var það samþykt,
en sá auðvitað ekki langt. En felt
var frv. um að framlengja verð-
hækkunartollinn, sem settur var
á þingi 1915. Á þinginu 1918 er
stjórnin farin að rumska ofurlítið.
Þá leggur hún til að tvöfalda vöru-
tollinn, og kemur 'auk þess með
dýrtíðar- og gróðaskatt, sem að
vísu var góður og réttmætur, en
kom aðeins þremur árum of seint.
Allar þjóðir, snm sýndu að þær
áttu til nokkra fjármálahagsýni eða
framsýni, höfðu komið slíkum skatti
á fyrir löngu, en á meðan vorum
vér að safna skuldum og „flutum
sofandi að feigðar ósi", fyrir dug-
leysi og fávizku stjórnarinnar. En
loksins sá hún þó að eitthvað varð
að gera, og í sumar dembdi húu
inn í þingið heilmörgum tekju-
aukafrv., sem öll voru þó hækk-
an;r á eldri tollum og sköttum,
og þau varð þingið að gleypa.
Sjálfsagt hafa ekki allir verið
ánægðir, þ'ótt sumir þingmenn séu
óvandir að þeim meðulum, sem
notuð eru til þess að ná tekjun-
um í landssjóðinn.
•  (Frh.).
t „Sóttvörn" fyrir vestan bæ
eru nú 10 sjúklingar, 7 með skar-
latssótt og 3 með taugaveiki.
Bærinn hefir tekið „Sóttvörn" á
leigu hjá landsstjórninni.
„Ester" til Noregs. Mótor-
kútter „Ester" er sagt að eigi að
fara til Noregs og stunda þar
síldveiði m«ð reknet fram undir
vertíð. Kaupgjald háseta mun vera
ákveðið 30°/o af afla, og fæða sig
sjálfir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4