Fylkir


Fylkir - 25.05.2018, Blaðsíða 1

Fylkir - 25.05.2018, Blaðsíða 1
° ° Vestmannaeyjum 25. maí 201870. árgangur 3. tölublað Vinnum saman fyrir Vestmanna- eyjar Vissir þú... ...að Vestmannaeyjabær er stærsti vinnustaður í Vestmannaeyjum. ...að hjá Vestmannaeyjabæ starfa um 380 manns að jafnaði. Á síðasta ári voru gefnir út launaseðlar fyrir yfir 500 manns. ...að gerðir hafa verið 312 ráðningarsamningar við starfsmenn í fastráðningu og sennilega milli 700 og 800 í tímabundnar ráðn- ingar og lausastörf frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórnun bæjarins árið 2006. ...að Vestmannaeyjabær greiðir laun eftir 18 kjara- samningum. Frábær árangur frá 2006 Skuldir hafa lækkað Skuldir við lánastofnanir og leiguskuldbindingar hafa lækkað um 4 milljarða frá 2006 og námu í árslok 2017 um 400 milljónum. Fé fyrir erfiða tíma Í lok árs 2017 var handbært fé 3,4 milljarðar. Fé þetta ber góða ávöxtun og verður til staðar þegar verr árar í samfélaginu. Fjárfest til framtíðar Frá 2006 hefur verið fjárfest fyrir 4,5 milljarða í varanlegum rekstrarfjármunum. Komandi kosningar eru þær tvísýnustu sem farið hafa fram í Vestmannaeyjum í langan tíma. Það eru tveir valkostir í boði, áframhaldandi meirihluti Sjálf- stæðisflokksins eða samstarf þeirra tveggja framboða sem nú bjóða fram gegn okkur. Valið stendur á milli reynslu og reynsluleysis. Í ljósi reynslunnar Meirihluti Sjálfstæðismanna kemur til með að búa yfir yfirgripsmikilli reynslu af stjórnun bæjarfélagsins í sambland við þarfa endurnýjun. Samtals hefur meirihluti Sjálf- stæðismanna að baki 266 bæjar- stjórnarfundi og 323 bæjarráðs- fundi, auk eins reyndasta bæjarstjóra á landinu. Enginn af bæjarfulltrúum meirihluta andstæðinga okkar á að baki svo mikið sem einn einasta bæjar- stjórnar- né bæjarráðsfund. Bæjarstjóraefni þeirra er með öllu óreynt í stjórnun. Betra samfélag Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa verið stigin afar stór skref í átt til betra samfélags. Þjónusta við íbúa hefur verið verulega aukin og stenst hún vel samanburð við önnur sveitarfélög og er í öllum tilfellum ein sú besta á landinu. Stórir áfangasigrar hafa verið unnir sem við erum stolt af. Uppbygging og sterkur rekstur Seinustu kjörtímabil hafa ein- kennst af gríðarlegri uppbyggingu. Reist hafa verið mannvirki til að auka þjónustu við bæjarbúa, áhersla lögð á viðhald eigna og þjónustuúrræði efld. Allt þetta hefur verið gert um leið og rekstur hefur verið bættur og skuldir greiddar upp. Ætlum að gera enn betur Á næsta kjörtímabili viljum auka gæði samfélagsins með því að bæta enn frekar í þjónustuna, en á sama tíma halda rekstrinum í öruggum höndum. Við vitum að öruggur rekstur er forsenda góðrar þjónustu. Við höfum kynnt vandaða stefnuskrá okkar og þar sést bersýnilega hversu mikla trú frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins hafa á framtíð Eyjanna. Setjum X við D Það er því mikilvægt fólk mæti á kjörstað og velji það fólk sem það treystir best til að stjórna Vest- mannaeyjum næstu 4 árin. Við höfum látið verkin tala og við ætlum að gera það áfram hljótum við umboð til. Við óskum eftir þínum stuðningi og biðjum þig um að setja X við D í kosningunum þann 26. maí nk. Hvorn meiri- hlutann vilt þú? Hverjum treystir þú best? Þessi árangur er ekki sjálfgefinn, heldur kemur hann til með góðu skipulagi, dugnaði og umhyggju fyrir bænum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.