Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.06.1999, Blaðsíða 1
SKESSUHukN VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 22. tbl. 2. árg. 10. iúní 1999 Kr. 200 í lausasölu Við skógarhögg. Bjami Sigurðsson í Borgamesi gaf þrautreyndum skógarhöggsmmnum ekkert eftir á Umhverfisdegi Vegagerðarinnar í síðustu viku. Stykkishólmur: Bæjarstjóri hættir Olafur Hilmar Sverrisson sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi síðastliðin átta ár hefur sagt upp störfum. Upp- sögnin er af persónulegum ástæðum og tengist ekki störfum hans sem bæjarstjóra enda sagði Rúnar Gíslason forseti bæjar- stjórnar Stykkishólms að bæjar- stjórnin hefði gjarnan viljað halda Ólafi lengur. Þá fóru fulltrúar minnihlutans einnig lofsamlegum orðum um störf Olafs Hilmars á bæjarstjórnarfundi þar sem upp- sögnin var tilkynnt. Að sögn Rúnars hefur þegar verið auglýst eítir nýjum manni í starfið og kvaðst hann vonast til að bæjarstjóraskiptin gæm átt sér stað snemma í haust. G.E. Flúðu til fjalla en náðust Þrír menn úrskurðaðir Tveir innbrotsþjófar sem létu greipar sópa á Akranesi aðfaranótt laugardags voru handteknir á laug- ardaginn í fjallshlíð fýrir ofan Svínavam efrir dálítinn eltingarleik. Höfðu þeir brotist þar inn í sumar- bústað og lagt á flótta til fjalla þegar eigandi bústaðarins kom að þeim. Þeir voru síðan handsamaðir af lögreglumönnum úr Borgarnesi og ffá Akranesi. Þriðji maðurinn sem er talinn átt hafa hlut að máli var handtekinn fýrr um morguninn á Akranesi og hafa mennimir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Að sögn Viðars Stefánssonar lögreglufulltrúa á Akranesi er talið að þessir menn hafi farið í 7 bíla víðsvegar um Akranesbæ og einnig brotist inn í íbúð þar sem fólk var sofandi. Þar höfðu þeir á brott með sér skartgripi og annað fémætt. Gerðu þjófarnir tilraun til að brjót- ast inn í fýrirtæki Vignis G. Jónssonar en þar fór þjófavarna- kerfi í gang og lögðu innbrots- mennirnir á flótta við svo búið án þess að stela neinu. Brotist var inn í Vélsmiðju Olafs R. Guðjónssonar og stálu þjófarnir þar tölvu, símum og fleiru og einnig stómm sendibíl sem þeir héldu á brott á með fenginn. Bíllinn fannst við Svínavam, í landi Þórisstaða, og í honum ýmis verkfæri stór og smá úr skemmu í í gæsluvarðhald Hvalfjarðarstrandarhrepps skammt ffá Ferstiklu sem einnig var brotist inn í. Sumarbústaðaeigandi kom að þjófunum í bústað sínum snemma á laugardagsmorgninum. Lögðu þeir á flótta til fjalla þar sem þeir reyndu að fela sig en vora handsamaðir af lögreglu eins og áður segir. I bústaðnum höfðu innbrots- þjófarnir tínt ýmislegt fémætt saman í poka en skildu eftir þegar þeir flúðu til fjalla. Viðar Stefánsson lögreglufulltrúi sagði að þama hafi verið á ferð velþekkrir góðkunningjar lögregl- unnar, eða með öðram orðum síbrotamenn sem oft hefðu komist í kast við lögin. Hann segir að með opnun Hvalfjarðarganga sé syðsti hluti Vesturlands orðinn hluti af sama brotasvæði og brýnir Viðar fýrir fólki að læsa bifreiðum sínum og húsum. K.K. Ferðasaga frá Frakklandi Opið 8 til 23: Kjúklingaborgari m/ frönskum og super Coce. fcr. 550^«^®-«®

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.