Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 30. tbl. 2. árg. 5. ágúst 1999 Kr. 200 í lausasölu Ferðalangar háma í sig hráan skelfisk úr Breiðafirði á siglingu með Eyjaferðum í Stykkishólmi. Sjá umfjöllun á bls. 6. Mynd: MM. Metumferð um Hvalfj arðargöng Mikil umferð var um Hvalfjarð- argöng um verslunarmannahelg- ina og lögðu alls um 24.200 bílar leið sína undir fjörð. Er þetta mesta umferð um göngin síðan gjaldtakan hófst. A föstudag fóru um 7600 bílar um göngin og þurfti að loka þeim sjö sinnum vegna mengunar. Hlut- ust af því nokkrar tafir, en að öðru leyti gekk umferðin vel. Straumur- inn til baka var öllu jafiiari - á laug- ardeginum og sunnudeginum fóru um 5000 bílar um göngin hvorn dag og á mánudeginum voru þeir um 6600. Náttúruleg loftræsting ganganna liggur í suðurátt og þegar bíla- straumurinn er í þá áttina er síður hætta á að mengunartappar mynd- ist eins og stundum vill gerast þeg- ar bílarnir aka á móti loftstreyminu. Kom enda ekki til lokunnar á mánudag eins og vegfarendur á suðurleið höfðu óttast. K.K Þrautseigir bílþjófar á norðurleið Handteknir ijóruin sinnum um helgina Lögreglan í Borgamesi eignaðist nýja „góðkunningja“ um versl- unarmannahelgina en hún þurfri ítrekað að hafa afskipri af tveim- ur piltum úr Reykjavík og vora þeir handteknir alls fjóram sinn- um firá fostudegi til mánudags. Piltarnir voru ásamt fleiri ung- mennum á leið til Akureyrar en komust ekki lengra en í Borgar- fjörð þar sem þeir eyddu helg- inni, að miklu Ieyti í félagsskap lögreglunnar. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi hófust afskiptin af ungmenn- unum á þá leið að vegfarendur til- kynntu um undarlega hegðun öku- manns við Baulu. „Hann hafði staðið og reykt á meðan hann dældi bensíni á bílinn og síðan ekið af stað áður en allir farþegarnir voru komnir um borð. I látunum ók hann yfir tærnar á einum þeirra," sagði Theodór Þórðarson lög- reglufulltrúi í Borgarnesi. Umræddur ökumaður var stöðvaður ofan við Borgarnes þar sem hann var á leið til læknis með hinn meidda. Að sögn lögreglu er maðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja og án öku- réttinda. Hann var í þannig ástandi að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann fyrr en eftir nokkra klukku- tíma. Stuttu eftir að piltunum var sleppt lausum voru þeir handteknir fyrir tilraun til að stela bíl í Borgar- nesi. Eftir yfirheyrslur var piltun- um komið til Reykjavíkur en nokkrum klukkutímum síðar voru þeir handteknir á Seleyri við Borg- arnes en þá voru þeir á bíl sem þeir höfðu stolið í Reykjavík. Enn voru piltarnir fluttir til Reykjavíkur en þeir gáfust ekki upp og í síðasta skiptið voru þeir teknir við Bifföst en þá voru þeir í för með kunningja sínum sem var á stolnum bíl. Piltunum var loks sleppt í síðasta sinn á sunnudagskvöld og þeim komið enn einu sinni til Reykjavík- ur og að því er best er vitað fengu þeir ekki tækifæri til að segja „halló Akureyri“ um þessa helgi þrátt fyr- ir ítrekaðar tilravmir. G.E. Engar tafir urðu við gjaldhliðið á mánudag og lítil mengun í göngunum þráttjýrir þunga umferð. Mynd K.K. Ljósið enn ókveikt Borgaramir fá enn ekki borguð launin sín Full bjartsýni /AfARUD -MEIBIHÁTTAR GOTT MED BÍÓMYNDINNI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.