Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 1
Skaginn hf. kynnir byltingarkennda nýjung í landvinnslu Landvinnslan hagkvæm á nýjan leik Á Islensku sjávarútvegssýningunni sem hófst í Smáranum í Kópavogi í morgun kynnir Skaginn hf. á Akra- nesi það sem fyrirtækið kallar bylt- ingarkennda nýjung í landvinnslu. Sigurður Guðni Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Skagans segir þessa nýju aðferð koma til með að gjör- breyta skilyrðum landvinnslu og gera hana hagkvæma á nýjan leik. „Landvinnsla hefur átt undir högg að sækja á undanfömum árum því þegar fiskur er kominn á land er komið í hann los þó um gott hráefni sé að ræða að öðra leyti. Þessi aðferð sem við höfum þróað gerir það að verkum að hráefhið heldur gæðum sínum í gegnum vinnsluna þó kom- ið sé los í holdið. Hér er um að ræða svokallaða roðfrystingu og jafhframt hefur verið í þróun að taka beingarð úr flökum," segir Sigurður Guðni. Hann segir fyrstu niðurstöður mæl- inga á mismtm á verðmætum afurða með hefðbundnum vinnsluaðferð- um annars vegar og með nýrri að- ferð Skagans hins vegar sýna að unnt sé að auka verðmæti afurðanna um sem nemur 28 kr á hvert kíló af slægðum fiski. „Þessar niðurstöður byggja á gögnum frá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðins og ég held að það þurfi því engum blöðum um það að fletta að heiti þessa verkefnis: „Bætt arðsemi í landvinnslu“ sé því réttnefni." Hagnaður eykst um 15% Skaginn af hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefninu „Bætt arðsemi í Landvinnslu" með stuðningi ffá Haraldi Böðvarssyni hf og í samstarfi við Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins. „Markmið fyrir- tækisins er að þróa vinnsluaðferð sem eykur hagnað af landvinnslu um allt að 15 % frá því sem nú er, sem að stærstum hluta kemur fram í auknu ffamleiðsluverðmæti. Þetta bætir stöðu landvinnslunnar í harðri samkeppni við sjóvinnslu. Mismun- ur í vinnslu á viðkvæmu hráefni og loslausu hverfur með þessari nýju tækni. Tæknin byggir á því að eftir flökun er flakið útlínusnyrt og síðan „roðffyst". Roðffysting byggir á því að ffysta roð fisksins og þunna skel af holdinu. Hröð frysting í skamman tíma tryggir að einungis örsmáir ískristallar myndast í holdinu sem valda ekki skemmdum á fiskinum. Eftir ffystinguna fer flakið í roðdrátt og þar sem flakið er stíft fer það gegnum roðdrátt án þess að skemm- ast. Viðkvæm flök fara jafnt í gegn- um roðdrátt og loslaus flök. Eftir roðdrátt er beingarður fjarlægður frá roðhlið flaksins með nýrri að- ferð. Við að taka beingarðinn frá roðhliðinni er ekki skorið í gegnum hold fisksins og flakið nýtist betur í verðmestu afurðimar. Eftir að bein- garður hefur verið fjarlægður er flakið snyrt,“ segir Sigurður Guðni. Störfum fækkar lítið Sigurður Guðni segir að með því að breyta vinnsluaðferðinni batni af- urðaskipting og nýting meðffam því að gæði aukist. Hann segir rann- sóknum ekki lokið því eftir sé að mæla nákvæmlega raunveraleg áhrif vinnsluaðferðarinnar á hvern þátt í ferlinu. Það liggur hinsvegar fyrir að heildamýting afurða eykst, af- urðaskipting bamar, eldra hráefni nýtist til vinnslu í ferskar afurðir, af- köstin aukast og gæðin aukast. Megin niðurstaðan er sú að unnt er að vinna nánast öll flök í heilflaka- vinnslu, nýting batnar og mun hærra hlutfall af hverju flaki fer í verðmestu afurðimar. Ástand flaks- ins breytist ekki í vinnslurásinni. Mesta verðmætaaukningin er þó í viðkvæmum afurðum svo sem ýsu og uppþýddum þorski. Þetta er mjög viðamikið verkefiii sem mun umbylta landvinnslunni á næstu arum og auka samkeppnishæfni hennar. Utflumingsverðmæti fisk- afla íslendinga mun aukast en samt sem áður er ekki umtalsverð breyt- ing á mannafla sem þarf til vinnsl- unnar. Breytingin liggur í því að auka verðmæti afurðanna." segir Sigurður Guðni. GE Bílstjórínn bjargaði málunum Lék fyrsta knattspyrnuleikinn tæplega fimmtugur Þótt árangur Skallagríms í 2. deildinni í knattspyrnu hafi ekki verið sérlega glæsilegur í sumar þá verður þessa leiktímabils minnst ýmissa annarra hluta vegna. Síðast- liðinn laugardag lék Skallagrímur sinn næstsíðasta leik í deildinni í bili því liðið er sem kunnugt er fallið í 3. deild. Leikurinn var gegn Völsungi og fór fram á Húsavík. Þrír ný- liðar tóku þátt í leiknum sem þætti kannski ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sak- ir að tveir þeirra eru nýorðnir fimmtán ára gamlir og sá þriðji verður fimmtugur í febrúar næstkomandi. Heimtur leikmanna vora venju ffemur slæmar að þessu sinni og þegar til kom þá vora þeir ekki nema tíu. Stóðu menn þá frammi fyrir því að leikurinn yrði ekki flautaður á og átti félagið því yfir höfði sér sektir. Kom þá til kasta bílstjóra og liðstjóra liðsins, Val- geirs Ingólfssonar, að bjarga mál- unum og reima á sig takkaskóna í fyrsta sinn og lék hann allan leikinn í fremstu víg- línu. „Eg hef ekki spilað fót- bolta síðan í barnaskóla og aldrei leikið deildarleik, ekki einu sinni í yngri flokk- unum. Það má segja að þetta sé upphafið á ferlinum,“ seg- ir Valgeir. Hann segir að hinsvegar fari ekki miklar sögur af árangrinum en kveðst hafa reynt að þvælast fyrir mótherjunum eins og sér hafi verið unnt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað sér er það ekki einsdæmi að lið hafi teflt ffam leikmönnum á fimmtugasta aldursári eða jafnvel enn eldri. Það er hinsvegar afar sjaldgæft að þeir hafi leikið heilan leik og öragglega einsdæmi að menn hafi byrjað knattspyrnuferilinn á þessum aldri. Urslit leiksins á Húsavík urðu þau að heimamenn sigraðu öragg- lega, 7-1. Eina mark Skallagríms skoraði nýliðinn Guðmundur Lúther Hallgrímsson, sem átti góðan leik, en hann varð fimmtán ára nú í sumar. Þriðji nýliðinn í leiknum var síðan Jón Orn Vil- hjálmsson sem einnig varð fimmt- án ára á þessu ári og stóð hann sig einnig með prýði. GE „Réttarhöld“ framundan Á bls. 7 í blaðinu í dag er að finna lista yfir réttardaga í öllum helstu fjárréttum á Vesmrlandi. Valgeir Ingólfsson, aldursforseti Skalla- grims. Stúdentspróf á tveimur árum Átján ára stúlka af Akranesi, Oddný Björgvinsdóttir, lauk stúdentsprófi ffá FVA, nú í haust, aðeins tveimur áram eftir að hún hóf nám við skólann. Oddný lauk námi til stúd- entspróf að mestu í vor og átti aðeins tvo áfanga eftir sem hún lauk í sumar. Að sögn Harðar Helgasonar skólameistara hefur enginn útskrifast með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á styttri tíma enda segir hann það ekki mögulegt. Oddný Björgvinsdóttir. Oddný braut- skráðist af tónlist- arbraut og tók hluta af einingun- um sem hún þurfti í gegnum sitt tón- listarnám. Hún ætlar að halda áfram á tónlistar- brautinni því hún hefur nú þegar hafið nám við tón- listarháskólann í Osló og, er að því best er vitað, yngsti nemandinn við skólann. Hún þreytti inntökupróf við tónlistarháskólann síðastliðið vor og fékk inngöngu í fyrstu til- raun. GE Deilt um smalaskyldu Eigendur tveggja jarða í Þverár- hlíð í Borgarbyggð hafa neitað að greiða sveitarfélaginu fyrir smöl- un á jörðum sínum þrátt fyrir lagaákvæði um smalaskyldu. Þá hafa þeir gert sveitarfélaginu reikning fyrir hagagöngu vegna á- gangs búfjár á umræddum jörðum og hyggjast leita réttar síns fyrir dómsstólum. Sjá bls 5. virka -I laugardaga sunnudaga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.