Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 5

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 5
BJARKI, 5 ■Aíf þessu mega Úthjeraðsmenn sjá, að hollvættir landsins vilja stuðla að því að þeir byggi upp hí- býli sín, því til þess mun viðarflotinn hafa verið ætl- aður. Áður á tímum mundu menn hafa kennt at- burð þennan göldrum og gerníngum, en nú kemur ekki slíkt til mála. En vel má hinn skilníngurinn á viðburðinum samrýmast upplýstum hugsunarhætti nútíðarmanna, því það er eigi annað en fögur trú á leiðandi forsjón. Bldsvoði. Aðfaranótt 19. f. m. kviknaði í töðuheyi sr.Björns L. Blöndals á Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Brann þar, auk heysins, fjósið, með 5 kúm, og skemma. Allt var þetta óvátryggt og et því tjónið mikið. Höepfners verslun á Akureyri hefur unnið fyrir hæstarjetti áfeingis- sölumál sitt, sem áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu. Fyrir báðum íslensku dómstólunum tapaði hún því. Steingrímur Matthíasson, sonur sr. Matth. Jochumssonar, er orðinn skipslækn- ir á danska herskípinu >Prins Valdemar,« sem fer milli norðurálfunnar og ýmisra hafna í Kína og Jap- an. Tyrkneskar kýmisögur UM NASREDDIN SKOLAMEISTARA. --O-- Nasreddin prjedikar. Einusinni átti Nasreddin kennari að predika fyrir söfnuðinum. Menn gerðu sjer miklar von- ir um ræðu hans. Þegar hann kom upp í predikunarstólinn sneri hann sjer til safnaðar- ins og mælti: Vinir mínir, vitið þið hvað jeg ætla að segja ykkur í dag? Nei, hvernig ættum við að vita það? svör- uðu nokkrir af áheyrendunum. Fyrst þið ekki vitið það, þá get jeg ekki fundið nokkra ástæðu til þess að vera að segja ykkur það ! mælti Nasreddin og gekk rólegur burt. Næsta sinn þegar hann átti að predika byrj- aði hann á sama hátt, en þá var svarað: Já, við vitum vel hvað þú ætlar að segja! Ójá, þið vitið það vel . . . jæja, vinir mínir, úr því að þið vitið það, þá þarf jeg ekki að segja ykkur það! mælti Nasreddin og gekk burt. Þegar hann átti að predika í þriðja sinn komu menn sjer saman um, að ef hann kæmi enn með sömu spurnínguna, þá skyldu sumir svara, að þeir vissu það, en aðrir, að þeir vissu það ekki. Þegar Nasreddin kom fram í predikunarstól- inn spurði hann eins og áður: Jæja, vinir mínir, vitið þið nú í dag hvað jeg ætla að segja ykkur? Þá tóku áheyrendurnir að æpa hver í kapp við annan. Sumir kölluðu: já, við vitum það! en aðrir: Nei, við höfum einga hugmynd um það! Nasreddin var hinn rólegasti. Þetta er á- gætt, mælti hann; þá geta þeir sem vita það sagt það hinum, sem ekki vita það ! Að svo mæltu gekk hann heim og predik- uninni var lokið. Vísdómur drottins. Einu sinni byrjaði Nasreddin predikun á þessa leið: Ó, vinir mínir ! ó, þið rjett-trúaðir! Þakkið þið guði fyrir að hann gerði ekki úlfaldann að fugli! Því hugsið ykkur að úlfaldinn hefði vængi og flýgi um í görðum ykkar, — hvilík spillvirki mundi hann þá vinna! Eða hugsið ykkur úlfalda koma og setjast á þök ykkar, — húsin mundu þá hrynja yfir höfuð ykkar og kremja ykkur ti! bana! þakkið þið guði fyrir að úlfaldinn hefur ekki vængi ! Nasreddin býður heim gestum. Einu sinni mætti Nasreddin hóp af stúdent- um á förnum vegi og tók þá tali. Þegar hann hafði talað við þá um hríð mælti hann: Komið þið, við skulum gánga heim til mín, svo við getuin sem leingst notið ánægjunnar af samverunni. Stúdentarnir tóku móti boðinu og geingu heim á leið með honum. A leiðinni varð hann leiður á þeim og fór að hugsa um, hvernig hann ætti að losna við þá. Þegar heim kom kvaðst hann gánga inn á undan þeim til þess að gera konu sinni aðvart um gestakomuna, en þeir biðu útifyrir á meðan. Þegar Nasreddin kom inn sagði hann við konu sína: Láttu nú sjá og losaðu mig við þessa menn, kona góð! Síðan gekk hann upp á herbergi sitt, Konan opnaði hurðina 1' nálfa gátt og spurði stúdentana um erindi þeirra. Þeir sögðu, að kennarinn hefði boðið þeim heim og nú biðu þeir þess að hann kæmi fram aftur. Hann er ekki heima, svaraði konan. Hann er nýgeinginn inn í húsið, sögðu þeir. Nei, hann er ekki kominn heim enn, svaraði hún. Við urðum honum sjálfir samferða, sögðu þeir. Það getur vel verið, en hann er ekki heima, svaraði hún. Við urðum honum samferða hjerna heim að dyrunum, sögðu þeir. Því trúi jeg vel, en sjálfur er hann ekki kominn heim, svaraði hún. Stúdentarnir fóru nú að verða óþolinmóðir, en konan ljet sig ekki. Loks tóku þeir að berja á ayrnar. En þá gat Nasreddin ekki leingur setið rólegur; hann opnaði glugga og kallaði ofan til þeirra: Hvað eiga þessi læti að þýða, piltar? Ekki vitið þið nema tvær dyr kunni að vera á hús- inu, svo að jeg gæti verið kominn út um hin- ar dyrnar! Að svo mæltu skellti hann glugganum aftur. Nasreddin verpir esrgium- Eins og geingur var mikið um bæjarþvaður meðal kvenfólksins í þorpinu þar sem Nasreddin bjó, og honum til mikillar sorgar var kona sjálfs hans ein hver versta kjaftakerlíngin. Sjálfur var hann mjög fámáll og orðvar. En það dugði ekkert; hún spann upp sögur um allt sem fyrir kom bæði innan húss og utan, og þessu fylgdi auð- vitað, að hún var fram úr öllu hófi forvitin. Einn dag hafði hún verið venju fremur spurul eftir bæjarfrjettum, svo að Nasreddin þótti úr hófi keyra. Hann sagði þá við hana: Kona, ef þú gætir þagað yfir nokkru, þá skyldi jeg segja þjer sögu. Geturðu efast um það ? þú veist þó vel að jeg er þögul eins og gröfin! svaraði konan. Ja, ef jeg mætti reiða mig á það...........En jeg veit hreint ekki, hvort eigandi er undir því .... sagði Nasreddin. Það er þá eitthvert merkilegt leyndarmál, sagði hún. Og þú þorir ekki að trúa mjer fyrir því! En hvernig ferðu að vera svona tortrygginn, Nasreddin! Jeg sver, að jeg skal ekki segja eitt orð um það! Nasreddin ljet þó enn leingi vel sem hann þyrði ekki að sleppa við hana leyndarmálinu. En þegar hún hafði svarið og sárt við lagt, að óhætt væri að trúa sjer fyrir þessu, þá gætti Nasreddin nákvæmlega að, hvort einginn stæði á hleri, en trúði henni svo fyrir því, að um morguninn hefði hann eftir harðar fæðíngarhríðir verpt eggi, sem hann eftir mikla vafn- ínga sýridi henni og bað hana að geyma. Kona, mælti^ann, jeg reiði mig nú á þagmælsku þína. Ef þetta bærist út, þá yrði jeg að áthlægi. Láttu mig nú sjá, að þú kunnir að þegja yfir leynd-. armáli! Síðan þrammaði Nasreddin á stað til skól- ans og beið ekki eftir svari. Konan sat eftir stundarkorn máilaus af undrun. Þarna var frjett sem sagði sex. Hvað ætli þær Ayscha Kadyn og Fatma Hanem og aðrar skrafsystur henn- ar segðu ef þær heyrðu þetta? Hún sá, að með þess- ari sögu gæti hún orðið sálin í öllum skrafkvenna- hópnum í heila viku. Á stað! Á stað! Hún kastaði skýlu yfir höfuðið og hljóp á stað til Ayschu Kadin, næstu nábúakonu sinnar. Nú átti ekki að spilla tímanum; hjervarsig- urinn vís. Ayscha Kadyn hafði nærri mist kaffikönnuna, sem hún hjelt á, — svo íllt varð henni við höggin sem hurðin fjekk, þegar kona Nasreddins barði að dyr- um. Hver er þar? kallaði hún út. Ljúktu upp, ljuktu upp! það er jeg! sagði kona Nasreddins og æddi lafmóð inn í húsið. Heyrðu, besta vinkona, hvað er nú á ferðum? spurði Ayscha Kadin. Hugsaðu þjer .... hvað segirðu um það . . . maðurinn minn er farinn að verpa eggjum eins og hæna . . . Hann verpti einu í gær! flýtti kona Nas- reddins sjer að segja. Hvað heyri jeg? sagði Ayscha Kadin. Er þetta satt? Annað eins hef jeg nú aldrei heyrt. Kærasta, besta vinkona, þú verður að segja mjer nánar frá því. Auðvitað, sæta Ayscha Kadin! sagði kona Nasredd- ins. En það er leyndarmál, sem hreint ekki má ber- ast út.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.