Fram

Tölublað

Fram - 17.03.1917, Blaðsíða 1

Fram - 17.03.1917, Blaðsíða 1
Útgefandi: Hlutafélag á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. 1. ár. Siglufirði 17. marz. 1917. 19. blað. Undir kvöld. Nú eru liðnar lífs þíns bestu stundir líður að elli, gröf þú færist nær. Senn færðu að hvílast blómabreiðu undir, blikandi geislum sól á leiðið slær. Oott er að hvílast. Starf er ágætt unnið, með afli og þreki vanstu hverja þraut; þegar að skeiðið alt á enda er runnið með ást og virðing mun þér fylgt á braut. Hvað ertu að segja! Sérðu dökka skugga svífa þér nær og taka á sig mynd, finst þér þú sleginn sárum ótta og ugga, eru það boð frá löngu drygðri synd? F*að eru órar; enginn sá þig breyta á annan hátt, en þann er virtist rétt. Vertu ei hug og sálu þína að þreyta á þér ei nokkur sér hinn minsta biett. Hvað! Sérðu nýja, nyja sífelt nýja nötrandi reiði-þrungnra skugga fjöld, þráir þú eitthvert athvarf til að flýja, óttastu breytni þinnar sáru gjöld? Ljúfasti vinur, legðu þig að sofa líqla mun þessi illi draumur frá. Rú hefir aldrei gleymt þinn guð að lofa guðhræddum börnum sínum er hann hjá. Líður þér betur? Oott, nú skaltu glejföia þó glæptist stundum út af réttri leið. Um afreksverk þín aðeins lát þig dreyma en ekki um það, er náunganum sveið. Hjá hvílu þinni síðan skal eg sitja sjá um að ljósið brenni jafnt og skært. Verði þér órótt eg skal Ijóð mín flytja um att sem þér er Ijúft og hjartakært. H. J. Útlitið. Aldrei, síðan stríðið byrjaði, hef- ir útlitið verið jafn ískyggilegt fyrir ísland og nú. Hið erfiðasta er á- reiðanlega eftir, og enginn geturnú dæmt um hve mikið að oss kann að sverfa. Allar siglingar við norð- urálfu eru nú teptar, og ekki útlit fyrir, að það breytist fyrst um sinn. Eins og nú stendur, má heita að allar nauðsynjavörur vanti er landið þarfnast, Kornvara er mjög lítil til, sykur, smiörlíki, steinolía kol, salt, veiðarfæri og margar vörutegundir, eru annaðhvort af skornum skamti, eða vantar alveg. Fari svo, að siglingabannið haldi áfram má áreiðanlega búast við at- vinnuleysi fyrir miklum fjölda fólks. Allir vita hvílíkur fjöldi manna af suðurlandi og víðar að, sækir at- vinnu hér til norðurlands um síld- veiðatímann. Þar við bætist fólk sem þar á heima, sem aðallega hef- ir atvinnu sína af sjávarútveg. Ef Norðmenn koma ekki til veiða í sumar, sem ekkert útlit er fyrir nú, og íslenskir útvegseigendur eiga erfitt með að stunda veiðiskap, sök- um skorts á kolum, salti og öðrum nauðsynjum, verður allur þessi fjöldi atvinnulaus, þar af leiðandi bjarg-' arlaus, og þarf að leita hjálpar ann- ara, sem auðvitað verður hið opin- bera. En þá kemur að aðalatriðinu, sem er, að séð sé fyrir að nægilegar matarbyrgðir séu ekki einungis í landinu, heldur og í hverri sveit, og kaupstöðum. Landsstjórnin hefír umsjón á kaupum á vörum frá Ameriku og flutning á þqim hingað, til lands- ins, en í fyrsta lagi er það fremur lítið handa öllu landinu, sem hún getur flutt með þeim skipastól er hún hefir til umráða, og í öðru- lagi er það ekki nóg fyrir allar sveitir, landsins, að vörurnar séu til í Reykjavík. Hver einstaklingur, sem er, eða verður matarlaus, getur ekki á eig- in hönd snúið sér til landsstjórn- arinnar, hann verður auðvitað að snúa sér tíl stjórnar þess sveitar- félags sem hann er í. Nú er það margreynt, að þegar leita þarf hjálpar sveitarfélagsins, skirrast menn við að gera það fyr en í fulla hnefana, eru vanalegast að þrotum komnir þegar þeir leita þeirrar hjálpar. En hirði sveitar- stjórnin ekkert um að tryggja sér við hentug tækifæri vöruforða frá Rvík til að afstýra þeirri hættu sem öllum er augljóst að vofir yfir, og láti reka á reiðanum, þar til beðið er um styrk, er hætt við að sú hjálp geti orðið um seinan, þegar samgönguleysið er. Á þessum tímum reynir meira en nökkru sinni fyr á dugnað og fyrirhyggju þeirra manna er falið hefir verið að hafa umsjá með, og veita forstöðu landi og lýð. Duga nú engin stóryrði heldur fram- kvæmdir í verki. Tækifærið er gott fyrir yfirburð- amennina til að sýna að þeim hef- ir ekki yerið oftreyst, er þeim var falin formenska á einn eða annan hátt. Að endingu nokkur orð til allra yfir höfuð. Leggjumst nú allir á eitt með að takmarka óhóf og eyðslusemi á öllum sviðum. Reynum aílir að spara svo mikið sem unt er íé það, sem við eigum og kunnum að eignast. Sýnum bróðurkærleik í því, að sprengja ekki upp vörurnar þegar vöruskipti geta átt sér stað á sjáfar og lands afurðum; á því er ekkert unnið. Gerum oss í hugarlund að ó- friður og siglingabann geti staðið yfir í langan tíma, höfum það hug- fast að þá fyrst reynir á kappan þegar á hólminn er komið, og að nú sem fyrri eru bestu vopnin í lífsbaráttunni: fyrirhyggja, dugn- aður og sparsemi. H. j. Ur bænum. Afmæli 18. marz Jóna S. Möller, húsfrú. 20. marz Hallgr.' Jónsson, kaupm. B. Þorsteinsson fór til Akureyrar á fimtudaginn var, á sýslufund Eyjafjarðarsýslu, sem byrjar 20. þ. m. Skemtun hefir skemtinefnd Sjúkrasamlags- ins gengist fyrir að haldin verði í kvöld kl. 9. Rar syngur Chr. Möll- er og Flóvent Jóhannsson heldur fyrirlestur. — Óskandi að menn fjöl- menni á skemtun þessa, og styðji þannig eitt þarflegasta félag bæjar- ins. — Auglýsing um skemtunina er á öðrum stað hér í blaðinir. Sjöstjarnan kom inn á fimtudagsmorguninn eftir 11 daga útivist. Ekki hafði hún fengið einn einasta hákarl, en aðeins einn hlýra, alla þessa daga, og ef selja ætti hann fyrir útgerðarkostn- aðinum mundi hann kosta nær 5 þús. kr. — Sophus Árnason hafði þenna dýra fisk til miðdegis í gær. Frá Reykjavik komu á mánudaginn var með »Ceres:« Helgi Hafliðasson kaupm., Porm. Eyjólfsson kaupm., Jón Sig- urðsson verzlunarm., Sæmundur Stefánsson og Jón Jónsson. Voru þeir sóttir á vélbát út í skipið er það fór fyrir fjörðinn. Enginn póstur var hingað með

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.