Fram

Tölublað

Fram - 21.04.1917, Blaðsíða 1

Fram - 21.04.1917, Blaðsíða 1
Útgefandi: Hlutafélag á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb. Níefsson og Hannes Jónasson. 1. ár. Siglufirði 21. apríl. 1917. 24. bláð. 77/ minnis. Pósthúsið opið virka daga 11—2 og 5—7 sunnudaga 11—12 L andssíniinn opinn virka daga 8,30—2 og 3,30—8 sunnudaga’10—12 og 4—7 Bókasafnið opið aunnudaga 2—3 og mið- vikudaga 4—5 Sumarósk. Öllum sendir »Fram« ástarþakkir í vetur er vinir reyndust. Oæfa þeim fylgi og góðar heillir nú á nýju sumri/ Óvinum sínum — sem eru fáir — einnig »Fram« óskar góðs. Dómgreind, háttprýði og dánumenska vaxi þeim, ásamt viti. Reglugjörð Stjórnarráðsins sam hérer á öðr- um hér í blaðinu símaði sýslu- maður hingað í fyrradag, með þeim fyrirmælum að hún væri birt kaup- rríönnum. Um hana er fátt að segja annað en það, að hún mun hafa alvarlegar afleiðingar, ef hana ber að skilja eins og hún ótvírætt bend- ir til, að stjórnarráðið geti tekið af kaupmönnum nefndar vörur, og afhent þær t. d. sýslumönn- um eða hreppsnefndum til útbýt- ingar. F*að er mjög sennilegt að allir kaupmenn á landinu hætti að leggja fram krafta sína og fé til vöru- flutninga til landsins, eigandi það á hættu, að jafnóðum sem vörurnar koma verði þær teknar af þeim. F*á hvílir óneitanlega sú ábyrgð á stjórn- arráðinu sem af því kann að hlotn- ast, ef fólk yrði að líða nauð ein- hversstaðar á landinu, sakir korn- vöruskorts. Fáein orð um Fjarðará og Skarðsá. Af því raflýsing og rafmagns- eldun virðast hafa gagntekið hugi margra hér á Siglufirði, sem er eitt af þeim fáu kauptúnum hér á landi sem hafa verið svo forsjál og fram- taksöm að koma á raflýsingu áður en styrjöldin mikla skall á, þá vil eg ekki skorast undan að segja fá- ein orð um, hve mikið afl megifáán afarkostnaðar, til eldunar og Ijósa úr stærstu ánum hér við fjörðinn; úr því nokkrir velvirtir bæarbúar hafa æskt þess. Síðastliðinn laugardag fórum við herra Jón Jóhannesson, hér búsett- ur í bænum, fram að Selá; því mig. fýsti að sjá hvernig þar vséri umhorfs. — Á leiðinni athugaði egvatnsmagnið í Fjarðaránniá Leyningseyrunum, þar sem áin fellur í einulagi, og reyndist mér það vera um 200 lítrar á sekúndu. Af þessu og athugunum þeim sem nýnefndur hr. J. Jóhannesson gerði seint í janúar síðastl., og af mínum eigin athugunum í lok septemb. mánaðar síðastliðið haust, held eg að ekki verði unt að fá úr Fjarð- aránni einni, frá því rétt fyrir ofan fossinn og ofan að Selá, þar sem aflstöðin við hana yrði líklega sett, meira en sem svarar 120 hestöflum, né með Blekkingsá leiddri í Fjarð- arána við fossinn meira en um 150 h.öfl., — en það er aðeitis helmingur til 2)5 þess afls, sem eg held að megi fá úr Skarðsá einni sé hún tekin upp rétt fyrir ofan þjóðveginn, sem yfir hana liggur hérum bil einn og einn fjórða til einn og hálfan km. fyrir ofan Skarðdal, og leidd í járn- pípum ofan að stöð rétt fyrir ofan bæinn Leyning, og þó mundi kostn- aðurinn við að nota Fjarðarána og Blekkingsá engu minni en við að nota Skarðsá. — Nákvæmlega get eg ekki sagt um þetta nú, fyr en fallhæðin á báðum ofan nefndum stöðum hefir verið mæld. — Sömuleiðis vil eg geta þess, að sarna laugardagskveld gekk eg uppá aflstöðina hér og sá vélina í fyrsta sinni í góðu lagi og gangi, og hika eg ekki að segja, að vélin, sem er byltivaki (Alternator), er góð, og gekk þá prýðilega; en ekki getur hún gef- ið meira en 11 k. w. 880 vatt. (16 h.öfl); en með þyí afli getur hún þó lýst 1485, — 16 k. Ijósa lampa séu hálfs watt lampar notaðir t. d. Osram, eða Wotan lampar, oghver þeirra gefur rétt 10 k. Ijós. F*ví eins og sjá má á stimpli hennar er hún ætluð til að ala einungis 54 amper straum, og hann með 220 volta þrýst- ingu (tension) gefur 11,880 watt, eða tæpi. 16 h. öfl; eins og áður er sagt. F’etta er alt sem eg þori að full- yrða að svo stöddu, og bið alla að virða á betri veg. Ritað 18. apríl. 1917. Frímann B. Arngrímsson. Vöruskorturinn í Siglufirði. í síðasta blaði af »Fram« hefir H. J. ritað grein nokkra er hann nefnir »Hríðarhugleiðingar.« Tekur hann þar til athugunar vandræða á- * stand það, sem nú er hér og vöru- skort. Segir hann að fjöldi manna hafi haldið þessa hátíð bjargarlítill og bjargarlaus, alt vanti sykur, smjör, og kol, þá fátækustu vanti ennfrem- ur kornmat, kjöt og fisk, og svo þegar hann fyrir alvöru leggurhöf- uð sitt í bleyti, til að skygnast eft- ir orsökum þessa vandræðaástands, þá kemst hann að þeirri niðurstöðu að kaupmenn eigi mesta sökina á því, að ástandið sé þannig og lýs- ir hann þvr með þessum orðum: »Um þennan brag, sem nú er á má að miklu kenna kaupmönnum og verslunarmáta þeirra. Margar verslanir hafi mest megnis óþarfa á boðstólum sem þær ginna fólk með. F»essi óþarfi er seldur afarverði, því kaupendur hafa ekki hugmynd mn verðmæti vörunnar, og hugsa ekki um að kynna sér það. Óhlut- vandir seljendur sjá sér því leik á borði, með að selja slíka vöru, en hugsa minna um að hafa nauðsynj- ar, sem ekki er eins létt að skapa verð á eftir geðþótta.« Öll þessi ummæli um kaupmenn hér í Siglu- firði eru gjörsamlega ástæðulaus. F*að eru hrein og bein ósannindi að það sé nokkur verslun hér, af þeim sem versla alt árið, sem hefir mest megnis óþarfa til sölu, hvað þá að þær séu margar, en við getum at- hugað um leið, hverjar at'leiðingar það hefði ef kaupmenn hættu aó flytja nokkuð annað en það allra nauðsynlegasta. »Óþarfinn« svo- nefndi mundi verða keyptur annars- staðar, t. d. á Akureyri, við getum hugsað okkurað haídinn yrði grímu- dansleikur, það erekki svo ýkjalangt síðan það var gjört. Eg vissi ekki betur, en að allir töluðu um að það væri- ómögulegt að vera almennilega klæddur, hér fengist ekkert til að »punta« sig með, og svo var bætt úr því eítir föngum með því að fá »óþarfann« annarsstaðar frá. En er nokkuð betra að láta kaupmenn t. d. á Akureyri fá ágóðann af því að selja slíkan varning, en kaupmenn ‘hér? — Eg er þess fu|I viss að verslunarskýrslurnar 19;16 munu sýna jafnmikinn, ef ekki að m,un meiri innflutning af nauðsynjavörum, sér- staklega af kornvörum, en undan íarandi ár,- og þó er þess að gæta, að hingað hefir koniið talsvert af ko'rnvöru frá Rvík, sem ekki er tal- in með á skýrslunum. En hvernig stendur þá á því að nú skuli vera því nær allslaust af nauðsynja- vörum hér í Sigluíirði? Ekki bend- ir það á að peningarnir hafi farið fyrir tóman óþarfa, en kornvaran ekki verið keypt, því að þd mundaverslan- irnarhafa nægilegtaf nauðsynjavöru, en minna af krami. Nei ástæðan er sú að úr sveitinni hefir verið selt mikið af nauðsynjavöru, sérstak- lega í Fljótin, einnig talsvert af smjörlíki til Akureyrar, og í öðru lagi hafa margir þeir, er peningaráð hafa, birgt sig til langs tima. Aðhérsésykurlausterekki undarlegt og alls ekki kaupmönnunum að kenna. Ekki gátu þeir gjört að því, að syk- uruppskera í Danmörku varð svo lítil í haust, að Dani vantar sjálfa 25000 smálestir af sykri, til þess að geta fullnægt sínum eigin þörfum, með 'sömu eyðslu og undan farið, og yfirleitt hefi eg ekki heyrt þess getið, að þær þjóðir sem verst(eru staddar nú með matvæli, kenni kaup- mannastétt þeirra það að nokkru leyti.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.