Fram


Fram - 05.01.1918, Blaðsíða 1

Fram - 05.01.1918, Blaðsíða 1
 \&±a*tek±2cldcki. Verzlun Sig. Sigurðssonar Siglufirði. Sími 21. Stærst úrval! Lægst verð! Sítni 32. Sími 32. Verzl. Sig. Kristjánssonar er ódýrasta verzlunin í bænum. g¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ II. ár. Siglufirði 5. janúar. 1918. 1. blað. Lag’asmíði alþingis. —o— 33. Lög um breyting á lög- um frá II. júlí 1911, utn vitagj. Fyrsta grein laga um vitagjald frá 11. júlí 1911, orðist svo; Fyrir hvert skip, sem hefir full- komið þilfar eða gangvél og tekur liöfn á íslandi eða haldið er út frá landinu, skai greiða vitagjald, 40 aura af hverri smálest af rúmmáli skipsins. Skemtiferðaskip, sem flytja engan farm fyrir borgun, annan en farþega, skulu greiða 15 auraívita- gjald af hverri smál. — Undanþeg- in gjaldi þessu eru herskip og skip, sem leita hafnar í neyð, en taka engan farm úr landi né úr öðrum skipum, né heldur flytja farm í land eða önnur skip, enda hafi sannast í sjóprófi eða annari lögfullri sönn- un, að þau hafi verið í nauðum stödd af árekstri eða sjóskemdum, af veik- indum eða farmskekkju eða ófriði. — Vitagjald skal greiða í hverri ferð sem skip kemur frá útlöndum, og skal það int af hendi á fyrstu höfn er skipið tekur hér við land. Skip, sem aðeins eru höfð til innanlands siglinga eða haldið er út til fiskjar af landsmönnum, greiða vitagjald einu sinni á ári, þó aldrei minna en 6 kr. Árgjaldið greiðist í byrjun útgerðartímans, þar sem skipið er skrásett. — Stjórnarráð Islands hef- ir heimild til að semja við stjórnir annara ríkja um vitagjald fyrirfiski- skip þau, sem þaðan eru gerð út til fiskiveiða hér við land. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1918 og eru þá jafnframt úr gildi numin lög nr. 52, 10. nóv. 1913, um breyt- ing á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911-. 34. Lög um breyting á og viöauka við lög nr. 35, 20. okt. 1913, um ritsíma og tal- símakerfi íslands. Það markverðasta í viðauka þeim og breytingum sem hér um ræðir, er eftirfarandi: Það skal jafnan vera skilyrði fyrir því, að stofnsettar séu talsímastöð- var til almennings nota, að hrepp- urinn ábyrgist starfræksluna eftir þeim reglum, sem gilda um venju- legar tálsímastöðvar og stjórnin á- kveður nánar. Þegar samningar þeir falla úr gildi sem nú eru milli símastjórnarinnar og sveitarstjórnar um greiðslu kost- naðarins við rekstur símastöðva, eða stofnsettar eru nýjar stöðvar, greiðir landsíminn af kostnaði þess- um ekki minni hluta en hér segir: a. Af rekstrarkostnaði 1. flokks B. fjóra fimtu hluta. b. Af rekstrarkostnaði 2. flokks tvo þriðju hluti. c. Rekstrarkostnað símastöðva 3. flokks greiðir landsíminn venjulega að hálfu, en rekstrarkostnað þeirra stöðva, sem settar eru í þágu ein- stakra manna eða hreppa, án þess landsíminn hafi tekjur af þeim að nokkrum mun, greiði hlutaðeigend- ur að öllu leyti. 35. Lög um fiskiveiðasam- þyktir og lendingarsjóði. Lög þessi veita sýslunefndum heimild til að gera samþykt um fiskiveiðar á opnum skipum og mót- orbátum innan 30 smál. Svo sem um það, hver veiðarfæri og beitu skuli hafa við fiskiveiðar á hverjum árstíma, og eins um það, hvort fiskilóðir og net megi að færu veðri ogforfallalaustogaf ásettu ráði liggja í sjó yfir nóttu o. fl. Rá hafa og sýslunefndir heimild til að stofna til lendingarsjóðs og ákveða lendingarsjóðsgjald, er sé alt að 2 kr. fyrir hverja vertíð af hlut, eða 1 prc. af afla skipsins eða 3 kr. af lest í rúmmáli skipsins. Alt þetta með nánari ákvæðum, er liggja undir samþykki stjórnarráðsins. Það sem er ef til vill allra best við lög þessi er, að 11 eldri lög eru með þeim úr gildi numin, sem öll meira og mjnna fjölluðu um sama efni. 36. Lög um breyting á toll- lögunum, a. Tölul. 1. orðist svo: Af als- konar öli, limonaði og öðrum sams- konar óáfengum drykkjum, sem ætlaðir eru óblandaðir til drykkjar, kr. 0,20 af hverjum lítra. (Áður var sá tollur 0,10 af lítra.) b. Tölul. 7. orðist svo: Aftóbaki alskonar, reyktóbaki, munntóbaki; neftóbaki og óunnu tóbaki kr. 3,00 af hverju kg. (Áður kr. 2,00 af kg.) C. Tölul. 8. orðist svo: Af tó- bafcsvindlum og vindlingum (cigaret.) kr. 6,00 af hverju kg. (Áður kr. 5,20 af kg.) d. Tölul. 15. orðist svo: Af öll- um brjóstsykur- og konfekttegund um kr. 1,25 af hverju kg. (Áður kr. 0,80 af kg.) Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. 37. Lög um lögræði. Til þess að vera fullráða eða myndugur, þarf hver maður, karl sem kona, að vera bæði sjálfráða og fjárráða. (þ. e. fullveðja maður.) Osjálfráða og ófjárráða er hver maður fram til 16 ára aldurs, og ráða foreldri eða skipaður lögráða- maður öllum ráðum hans til þess aldurs. — Eftir 16 ára aldur er maður sjálfráða, en ekki fjárráða, þ. e. maður er sjálfum sér að öllu ráðandi að öðru en fjármálum. F*eim ræður foreldri eða skipaður lögráða- maður. Þó er maður 16 ára frjáls að ráða sjálfsaflafé sínu svo og gjöfum, sé það eigi bannað af gef- anda. — Maður, karl eða kona, 21 árs gamall, er fjárráða, og um leið fullráða (fullveðja) nema sviftur sé sjálfræði eða fjárræði samkv. lögum þessum, sem hægt er að gjöia vegna vanheilsu, vanþroska eða af öðrum ástæðum. — Ekkjur ogkonur, sem skilið hafa við bændur sína að fullu eða að borði og sæng, eru fjárráða þó yngri séu en 21 árs. — Leyfis- bréf til lögræðis verður ekki veitt. 38. Lög um bráðabirgðahækk- un á burðargjaldi. 1. gr. Burðargjöld þau öll og á- byrgðargjöld innaniands með póst- um og póstskipum, sem ræðir um í póstlögum 16. nóv 1907, hækki um helming. F*ó skulu blöð og tímarit undanþegin þessari hækkun. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1919. Fjárhagsáætlun Khafnar. ÖIL útgjöld Khafnar 1918 eru á- ætluð 63 og hálf miljón kr. F*ar af eru nærri 12 milj. til fátækrafram- færslu, 9 og hálf milj. til spítala, 7 og hálf milj. til skóla og 10 oghálf miljón upp í skuldir. Fastar tekjur eru áætlaðar 13 og hálf miljón, en 50 miljónir er skatt- ur. F’að samsvarar hundrað kr. á mann til jafnaðar. Með sama mælikvarða ættu út- svör Hvanneyrarhrepps aðvera 110 þús. kr. Bréfið hans Tómasar. —o— í 56. tölubl. Frams ritar Tómas bóndi á Miðhóli all-langt bréf. Er eg honum þakklátur fyrir fyrri hluta bréfsins, bæði hvað snertir garð- rækt og sjúkrasjóðsstofnanir. Er hvortveggja þarflegt og í framfara áttina. Garðræktin ætti og þyrfti að aukast, og það mikið, þar sem skil- yrði eru fyrir hendi til þess. F*áeru sjúkrasjóðsstofnanir mjög nauðsyn- leg og þörf fyrirtæki og ættu að myndast í hverri sveit og kauptúni þar sem ekki eru sjúkrasamlög. F*á byrjar Tómas á versluninni, og get eg þá ekki lengur orðið hon- um samferða. Er hann þar mjög andvígur kaupmönnum, en lofar lands- og kaupfélagsverslunina, sem báðar hafa í mínum augum stóra ókosti. Landsverslunin er nú það bákn, sem eg vil sem minst um tala enda ekki búið að gjöra hennar reikninga upp enn þá, og því óviss- ir kostir hennar. En það eitt er víst, að sami rassinn er undir henni og kaupfélögunum, og er þá nóg sagt um hana í bráðina. En kaupfélögin eru og hafa verið, (þótt menn hafi ekki veitt því eftirtekt) að mynda verstu einokun. Til þess að sýna bæði Tómasi og öðrum sannleikann í þessu, ætla eg að nefna kjötsöluna. Síðastliðið haust gáfu kaupfélög- in bændum hærra verð fyrir kjötið en þeir gátu, samkv. enska samn- ingnum, og þess utan von um hærra verð ef þeim (kaupfélögunum) lukk- aðist að selja Norðmönnum kjötið, sem þó á litlu viti var bygt, þar eð Norðmenn vildu ekkert kaupa, nema þeim væri fært það í pottinn. 'En kaupfélögin vissu það, að þau höfðu landsstjórnina á sínu bandi til þess, að leggja bæði skip og menn í hættu fyrir kjötið þeirra. F*etta verð er því aðeins í o[ði en ekki á borði fyrir bændurna sjálfa, en kauptúnsbúar og þurrabúðarfólk fær að súpa seyðið af þessu tál- verði. F*eir fá að borga 10 til 15 aurum meira fyrir hvert pd. en Eng- lendingar. Og þar sem kaupfélögin ná yfir með klærnar, er bændum ekki frjálst að selja kjötþurfendum einn einasta bita. Svo kemur þessi makalausa stjórn- arvalda auglýsing í haust, sem flestir munu kannast við. Óháðum kaup- mönnum er kjöt kynnu að hafa, er

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.