Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fram

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fram

						S/g-. Sigurðssonar
Siglufirði. Sítni 21.
Stærst úrval!     Lægst verð!
Sími 32.      Sími 32.
Verzl. Sig. Kristjánssonar
*     er ódýrasta verzlunin  í
y             bænum.
4_________
II. ár.
Siglufirði 12. janúar. 1918.
2. blað.
Tómas og Bíldahl.
—o—
Tómas Jónasson bóndi á Miðhóli
í Sléttuhlíð hefir að undanförnu rit-
að nokkrar greinar í þetta blað.
Hin síðasta þeirraer »Bréf úrSléttu-
h!íð,< sem Guðm. Bíldahl tók ti!
meðferðar í síðasta blaði. Eru þeir
þar all-mjog sinn á hverri skoðun
um sum atriði, svo sem um toll á
sjáfarafurðum, kaupgjald verkafólks,
kaugfélagsskapinn o. fl. o. fl.
Pótt eg sé ekki sjómaður né
»sí!darkongur« þá verð eg þó að
segja það, að bréf Tómasar er mjög
ranglátt og ósanngjarnt i garð út-
gerðarmanna. Bíldahl hefir sýnt
fram á það að nokkru leyti, en ekki
nægilega, og vil eg því Ieyfa mér
að bæta þar við nokkrum orðum,
og athuga um leið það sem eg að-
allega hef útá svar Bíldahls að setja.
Pað er hverju orði sannara hjá
Tómasi, að nú er voða verð á öll-
um útlendum vörum, svo verð á
framleiðsluvörum bænda tæplega
mun jafnast þar við. En hvað mættu
þá mótorbáta- og fiskiskipaeigendur
segja? utgerðarkostnaður allur hefir
að minsta kosti fjórfaldast frá því
sem var fyrir stríðið, en verð þorsks-
ins aðeins tvöfaldast, og tæplega
þó. Og svipað mun vera með síld-
veiðina. Sjómenn og kauptunsbúar
allir munu því standa mikið ver að
vígi gagnvart hinu háa verði út-
lendu vörunnar, en bændur. Og
þótt landssjóðsverslunin hafi gert
mikið gagn, þá má þó lofa hana
um of, og ekki hefir öllum þótt
hún selja ódýrara en kaupmenn.
Pað er heldur ekki rétt, að það sé
lífsstarf kaupmanna, fremur en ann-
ara manna, að lifa á annara fram-
leiðslu. En hitt er rétt að undirstaða
allrar verslunar er framleiðsla, hvort
heldur er til lands eða sjáfar. En
hversu margir kaupmenn eru það
ekki, víðsvegar á Iandinu, sem fram-
leiða sjáfarafurðir, og það í mjög
stórum stíl? Peir kaupmenn lifa á
sinni eigin framleiðstu og það sem
meira er: það lifir fjöldi manna á
þeirra framleiðslu. Og meiri neyð
hugsa eg að orðið hefði í landinu,
ef aliir kaupmenn sem útgerð stunda
hefðu hætt að framleiða lífsnauð-
synjar manna, heldur en þó engin
landssjóðsversliin hefði verið til. Pað
er því íilkynjuð og ómakleg getsök,
þetta um að auðga sig á neyð annara.
Pá talar Tómas um »þann atvinnu-
veg, sem virðist ætla að lamaflesta
hina, síldveiðina.«  Er hann gramur
yfir hve margt fólk sú atvinna tekur
til sín, og aðallega vegna þess, að
fólk vanti þess  vegna í  sveitirnar.
Bíldahl hefir svarað þessu að nokkru
leyti,  en  tekur  þar aitof  mjúkum
höndum á.  Ummæli  eins og þau,
sem Tómas hefir um  »síldarkong-
ana«  og  borgun  þeirra  til  verka-
fólksins, eru vægast sagt  vítaverð.
Allir sem vilja, vita það, að síld-
veiðin er afar áhættumikil og kost-
naðarsöm  atvinnugrein.  Útgerðar-
mennirnir kaupa fyrst skip fyrir fleiri
tugi þúsunda, síðan tunnur og salt
fyrir hundruð þúsunda.  Ráða svo
ekki tugi manna,  heldur  hundruð,
bæði við sjálfa veiðina og við ýmsa
vinnu er að útgerðinni Iítur. Stund-
um  eru  skipverjar  veiðiskipanna
ráðnir  upp á  hlut,  en oftast fast
kaup,  og allir  menn í  Iandi  hafa
fast kaup.  Stúlkurnar, sem  síldina
salta, hafa aftur á móti vist fyrir
tunnuna, en á síðari árum hafa þær
haft fast vikukaup,  sem  fyllilega
hefir nægt þeim til fæðis;  og auk
þess frítt húsnæði  ljós og eldivið.
Að alt þetta kostar útgerðarmann-
inn mikið, sér víst hver maður og
hve mikil áhætta það er, sem þessu
er samfara. En við þetta hefir hund-
ruð manna atvinnu, og ber enga
áhættu, hefir jafnt kaup hvort mikið
veiðist eða ekkert, — nema  stúlk-
urnar. Pess vegna fóru þær ver en
karlmenn yfirleitt útúr síðasta sumri.
En þá er það, að nokkrir útgeröar-
menn greiða  stúlkunum,  sem  hjá
þeim voru, og litla atvinnu  höfðu,
uppbót eða beint gáfu þeim stórar
upphæðir, þrátt fyrir sitt eigið tap.
Pannig lagaða breytni, ásamt óbil-
andi kjarki og áræðni til  útgerðar,
þrátt fyrir óhöpp og örðugleika, tel
eg  lofsverða  en  ekki  Iasts.  Peir
gera  sannarlega  sitt til  að  halda
þjóðinni við. Og þó segja megi með
sanni, að alt sé þetta gert í eigin
hagsmunaskyni,  þá er nú svo um
fleira, búskapinn líka, en jafnmargir
njóta vinnunnar fyrir þaö.
Um þessa menn, sem svo mikið
gera fyrir þjóð sína, segir Tómas
á Miðhóli þetta:
»Pað hefir gengið 'svo langt að
sumir síldarkongarnir borguðu fólki
peninga fyrir ekki neina v'mnu. Peir
borguðu fyrir að fólkið væri til staðar
þegar þeir þyrftu á því að halda.
Manni dettur í hug höfðingjar Róm-
verja til forna, sem gáfu fólkinu
korn til þess að eiga fylgi þess víst
þegar kosningar áttu fram að fara.
Hvortveggja jafn óheilbrygt, Ven-
ur á slæpingshátt og óreglu á allri
vinnu.
Svo Iangt hefir ekki áður verið
gengið, svo eg viti, í að spilla fyrir
öðrum atvinnuvegum og jafnframt
blekkja vmnuþiggjendur, því síldar-
veiðendur gjöra ráð fyrir uppgripa
afla og eftir því ráða þeir fólkið —<
Hér er farið með bein ósann-
indi, því blekking getur ekki komið
til greina. Vinnuþiggjendum er jafn
kunnugt um það eins og síldveið-
endum, að veiðin getur brugðist,
svo þeir verða þar ekki blektir.
Næst er tollur sjáfarafurðanna. Seg-
ist Tómas líta svo á, að það sé
spor í rétta átt að hækka hann. Pað
getur verið, en þó undir vissum
kringumstæðum. Eg t. d. Iít svo á
að tollur, bundinn við tunnu eða
skippund, sé ekki réttlátur, ekki einu
sinni eins og hann er nú, hvað þá
ef hann yrði hækkaður. Pað sama
gildir um landafurðir. Aftur á móti
er eg eindregið með því, að aliur
útflutningstollur verði hundraðsgjald
af hreinum hagnaði hverrar vöru-
tegundar, og sömu reglur látnar
gilda um land- og sjáfarafurðir.
Hvort það gjald, eða sá skattur ætti
að yera mikill eða Iítill, er auðvitað
álitamál, en eg er sannfærður um
það, að sá tollur yrði réttlátur og
vel liðinn alment, sem bygður væri
á þeim grundvelli, að sannvirði vör-
unnar sjálfrar væri tolllaust, en svo
greiddur viss hluti af ágóðanum í
landssjóð. Skattur þessi gæti máske
náð til allrar framleiddrar vöru, hvort
flutt er út úr landinu eða ekki.
{ svari sínu til Tómasar, fer Bild-
ahl hörðum orðum um kaupfélög
yfirleitt og Kaupfélag Eyfirðinga sér-
staklega, og tel eg það illa farið.
Annars er andi allrar greinar hans
þannig, bæði gagnvart kaupfélögun-
um og landsstjórninni, að tæplega
er svarandi.
Bersýnileg hugsunarvilla er það
sem Bíldahl segir um gróða Kaup-
fél. Eyfiróinga. Hann veit þó vel, að
kaupfél. er ekki stofnað fyrir al-
menning, heldur fyrir einstaka menn,
meðlimina, og þeir hafa beina hagn-
að þann, er af kaupfél. verður. En
til þess einir að fá hagnaðinn af
samtökum sínum og framkv.,  hafa
meðlimirnir ákveðið að hafa vana-
legt gangverð á sínum útlendu vör-
um, og skifta svo milli sín ágóð-
anum. Ef þetta væri ekki gert, ef
vörurnar væru seldar án framfærslu,
mundu þeir menn, sem ekkert hafa
til unnið, njóta sömu kosta og með-
limirnir. Pær þúsundir sem félagið
á í handraðanum, munu því vera
frá utanfélagsmönnum, þeim mönn-
um, sem ekki eru í kaupfél. en hafa
þó haft viðskifti við það; og mega
þeir sjálfum sér um kenna, að þeir
ekki eru með í slíkum félagsskap.
Kjötverðið hjá kaupfélögunum er
að vísu eitthvað hærra en Englend-
ar vilja gefa fyrir það. En við það
sé eg ekkert athugavert. Svo fram-
arlega að ástæða sé til að búast við
hærra verði annarstaðar, er sann-
gjarnt að eftir því sé  farið.  Enska
verðið  er sannarlega ekkert  órjúf-
andi  gangverð,  hvorki á  kjöti  né
öðrum vörum, ef hægt er að fá ann-
arstaðar hærra.  Kaupfélögin  vissu
að Norðmenn vildu kaupa að þeim
kjöt, og borga meira fyrir það  en
Englendingar. Petta hafa Bretar und-
irgengist, og meira að  segja Ieyft
flutning á því án viðkomu í Engl.,
sem þó er  ólíkt  þeim.  Hætta sú,
fyrir skip og menn sem Bílhahl tal-
ar um, ætti því að verða lítil. En að
íslendingar færi Norðmönnum sjálfir
kjötið er að mínum  dómi  þeim til
heiðurs. Pað er ný sönnun,  meðal
annara þjóða, fyrir dugnaði íslensku
þjóðarinnar, að hún núna á þess-
um  hörmungatímum  ekki að eins
flytur sjálf þær vörur sem vérþörf-
numst, heldur  færir einnig  öðru'm'
þjóðum það, sem þær þurfa hjá oss
að fá.  Auk þess geta íslendingar
vafalaust sjálfir haft mikið gagn af
beinum ferðum milli Noregs og fs-
lands. Mér finst því ekkí rétt að lasta
það, þó Norðmönnum séfært kjöt-
ið í pottinn, úr því að hægt er að
gjöra það.
Friðb. Níeisson.
^Sterling^
á að fara í dag frá Rvík til Nor-
egs. Póstur verður sendur með skip-
inu til Noregs, Danmerkur og Eng-
lands, en senda verður hann allan
fyrst frá Noregi til London til rann-
sóknar. Petta er þó mikil bót frá
því sem var.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8