Fram


Fram - 16.02.1918, Blaðsíða 1

Fram - 16.02.1918, Blaðsíða 1
Sími 32. Sími 32. Verzl. Sig. Kristjánssonar verður fyrst um sinn aðeins opin á laugardögum. II. ár. Siglufirði V6. febrúar. ^IS. 5. blað. Ný reglugerð. Ailar kornvörur ogsykur eiga að seljast gegn kortum frá 1. tnarz. Stjórnarráðið hefir 23. f. m. gef- ið út reglugerð er fyrirskipar að frá 1. marz n. k. megi ekki selja korn- vörur né sykur nema gegn seðlum, en seðlunum úthluta hreppsnefndir eða bæjarstjórnir meðal manna. Um Ieið og seðlarnir eru afhentir skal hver maður er kornvöru á eða syk- ur, undirskrifa vottorð, um hve mik- ið hann á, og leggja við drengskap sinn að rétt sé sagt frá, og fer út- hlutun seðlanna eftir því. Er hverj- um manni ætlað 4 pd. af sykri á mánuði og 20 pd. af kornvöru og fær enginn seðil upp á meira, og hvergi keyftar þessar vörur nema gegn afhendingu seðils, Brot gegn reglugerðinni, t. d. fyrir að skýra rangt frá um birgðir sínar, varðar sektum alt að /0 þús. kr. Reglugerðarinnar verður getið nán- ara í næsta blaði. Siglufjörður nú, og í framtíðinni. —o— Eins og getið hefir verið um í „Fram“ er hundrað ára afmæli Siglu- fjarðar sem verslunarstaðar þann 20. maí 1918. Hvernig litið hefir út í Siglufirði fyrir 100 árum get eg ekki borið um, en það er áreiðanlegt, að þá hefir verið fáment hér, á móti því sem nú er. Fjörðurinn sjálfur hefir verið álíka útlits og hann er nú, að því undanskildu, að eyrin hefir náð nokkru lengra norður eftirfyrir utan Kamb, einnig sýnir sjávarbotn- inn að eyrin hefir náð um 40 föð- mum lengra fram að austan eftir boga, sem telja má frá Söbstaðs- byggingum og innfyrir framan Borð- eyrarbryggju. Pó má vel vera að þessi lögun eyrarinnar liggi lengra aftur i tímann en 100 ár. Ennfrem- ur hefir pollurinn þá verið frá 4—8 fetum dýpri, og þaraf leiðandi um þriðjungi stærri. Hvernig Siglufjörður lítur út á fyrsta aldarafmæli sínu, getuin vér nokkurn veginn sagt um, en um útlit hans á því næsta, er ervitt að gera sér hugmynd, vantar oss til þess hæfileikana að geta lesið hiri- ar huldu rúnir framtíðarinnar, en það eitt er víst, að þeir, sem taka þátt í hátíðahaldinu á fyrsta aldar- afmælinu fá ekki að njóta þess heið- urs að vera boðnir til þess næsta, þó að margir verði þeir, sem fylgj- ast með fram eftir veginum. Á hundrað ára afmælinu verða í Siglufirði sem næst 920 íbúar, 209 hús, virt til brunabóta á 1 og einn fjórða miljón króna, 4 síldarbræðslu- verksmiðjur, og 2í> síldarsöltunar- stöðvar, skift á 22 eigendur, og eru þar af 10 fslenskir, 10 norskir, 1 danskur og 1 sænskur. Söltunar- stöðvar þessar eru um 2 og hálf milj. króna virði, þegar tilheyrandi lóðir eru reiknaðar með. Við þessar stöðvar geta legið 105 stærri og minni veiðigufuskip, og starfi þau að veiðum með fullum krafti, er hægt £(ð salta á síldarstöðvum þess- um um 400,000 tunnur af síld, er þá ótalið það sem síldarbræðslu- verksmiðjurnar geta tekið á móti, Sé reiknað eftir eðlilegum ástæð- um ættu aðfiuttar vörur til og út- fluttar vörur frá Siglufirði, að nema um 10 miljónum króna. Skipastóll Siglufjarðar er því mið- ur ekki í samræmi við ýmislegt ann- að. Hér eru 1 stærri og minni skút- ur, þar af 5 með mótor 1 veiði- gufuskip, og 16 minni mótorbátar. Af opinberum byggingum eru í Siglufirði: 1 kirkja, stórt og vandað barnaskólahús með áföstu leikfimis- húsi, í þeirri byggingu er ennfrem- ur samkomusalur fyrir hreppsnefnd. í Siglufirði má telja 12 verslanir og á sumrin eru þær að jafnaði fleiri því hingað flytja ýmsir með vörur, meðan síldveiðatímabilið stenduryfir. Sem dæmi um, hve mikið líf og fjör er hér í Siglufirði, má geta þess að árið 1916, sem má telja sem gott meðalár, komu hér á höfnina 300 stærri og minni skip, bæði innlend og útlend, og stendur Siglufjörður þar sem no. 1 á öllu landinu. Það er einnig talandi sönnun fyrir þeirri starfsemi sem hér er, að sama árið 1916 voru afgreidd af símastöðinni hér til útlanda 1721 símsk. , frá útlöndum 1111 »« samtals 2832 innanlandsk. send 5032 »« tekiðámóti3698 S.sk. hafa þáals verið afgr. 11560 Á sama ári voru út- farin viðtalsbil 5417 innkomin viðtalsb. 5536 Viðtalsbil als 10,953 Á þessu ári 1916 voru bruttotekjur símastöðvarinnar yfir 30,000 kr. --------* Hinn 20. maí 1918 byrjar ný öld fyrir Siglufjörð, og þann dag stend- ur liann á tímamótum. Sú spurn- ing hlýtur að vakna hjá manni: Hefir Siglufjörður möguleika til að ná meiri þroska? Eða er hann svo upptekinn að því er pláss snertir að ekki meigi búast við meiri fram- þróun? Fyrri spurningunni má ó- hikað svara játandi, og hinni síðari jafn ákveðið neitandi. Sé tekið hið óbygða svæði, sem erinnan bæjartakmarka þeirra, sem til- tekin hafa verið, að viðbættri hinni nýu bryggjubyggingu O. Tynæs inni á leirunni, þegar hún er fullbygð, þá er í Siglufirði rúm fyrir 310 stærri og minni veiðigufuskip, sem öll í einu geta afhent veiði sína, eftir því er hægt, ef aðrar ástæður leyfa, að salta í Siglufirði 800 þús. — 1 milj. tunnur síid, þá ótalið það af síld sem verks niðjurnar geta tekið á móti. Vel má vera að menn efist um að þetta sé rétt, en það er hægt að sanna lið fyrir lið. En svo kemur ný spurning: Er rúm fyrir svona mörg skip á Siglu- fjarðarhöfn? Svarið verður já, þegar búið er að byggja hafnarbryggjuna, ásamt hafnarkampi, á þeim stað sem fyrirhugað er, ennfremur búið að grafa upp pollinn, þá er engin hætta á að höfnin verði ekki nógu stór, þvert á móti. F*að kemur fyrir, að sá er lítið þekkir tii Siglufjarðar, hvort sem hann er útlendur eða innlendur, spyr hvaða þorp Siglufjörður sé og hver sé aðalatvinnuvegur þess. Þessum spurningum er létt að svara. Siglu- fjörður er sjávarútvegsþorp, og sjáv- arútvegur aðalatvinnuvegur íbúa þar, og að svo er, geta menn ennbetur sannfært sig um með því að iíta í landabréf af Islandi, því þar sést, að lega Siglufjarðar bendir á hann sem sjálfsagða miðstöð als sjáfar- útvegs fyrir norður íslandi, hverju nafni sem nefnist. Jafnt með öðrum framförum í Siglufirði, mun skipastóllinn einnig vaxa; bæði að því er fjölda snertir og einnig í því, að stærri skip verði útveguð, með þeim útbúnaði sem tímar og ásíæður krefja, svo jafnast geti við aðkoinandi skip, þarf þessa Mjartans þakklæti vottum við öllum þeim er sýnt hafa okkur hluttekningu í fráfalli föður okkar og tengdaföður kaupm. Snorra Jónssonar Ak- ureyri. Akureyri, 1. febr. 1918. Rögnvaldur Snorrason. Gunnar Snorrason. Sigríður Sveinsdóttir. einnig til þess að geta sótt veiði á fjærliggjandi stöðvar, því þess mun meðþurfa í framtíðinni. Byggingarlag hinna norsku sel- veiðaskipa, þar sem hjálparvél er notuð með seglum, er álitið hið allra hentugasta nú á tímum til ýmis- konar veiða og líkindi til, að svo verði um langt skeið, allir íslend- ingar, og sérstaklega Siglfirðingar ættu því að kappkosta að eignast svoleiðis skip, þar sem þau eru not- hæf og einkar hentug til allrar veiði sem stunduð er hér við land, að undanskilinni botnvörpuveiði. Með framför Siglufjarðar, vex einn- ig íbúatalan smátt og smátt með hverju ári, svo vel má vera, að við hátíðahald á öðru aldarafmæli verði minst 8—10,000 rnanns, sem heima á á staðnum. Pá verður líka Sigiu- fjörður orðinn stærsti bær á norður íslandi. Af hinum mörgu verkefnum sem hggia fyrir Siglufirði á næstu 100 árum má nefna: 1. Hafnarbryggja með hafnarkampi. 2. Dýpkun á höfninni. 3. Skólprennur og sorphreinsun. 4. Sjúkrahús. 5. Ný kirkja. 6. Ný rafmagnsstöo. 7. Slippur og vélsmíðaverkstæði. Fyrir utan þetta mætti nefna margt annað, auk þess getur margt nýtt komið frani smátt og smátt, sem verður að gjörast, svo vér meigum búast við því, að mega ekki halda að oss höndum heldur allir Jvinna hver eftir mætti eins og hverjum heiðarlegum manni ber að gjöra. Það sem fyrst stendur á dagskrá og sem kemur til með að þurfa mesta peninga til, er hafnarbryggja; má búast við að hún komi til með að kosta 300—400 þús. kr. ef hún, — sem þarf — á að byggjast svo,

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.