Fram


Fram - 23.03.1918, Blaðsíða 1

Fram - 23.03.1918, Blaðsíða 1
Fermingakjólatau 4 teg. ódýrast í verzlun Sig. Sigurðssonar. W 1fappf9PP&F&PPP& ^kk±±±±±±skksk±±^ I ff Sími 32. Sími 32. ^ VerzJ. Sig. Kristjánssonar er ódýrasta verzlunin i bænum. II. ár. Siglufirðj 23. marz. 1918. 8. blað. Á glapstigum. f’að mætti segja um þá menn, sem viljandi eða óviljandi hröklast út af sínu eigin starfssviði og lenda inn á annara og taka þar að ráðs- menskast — öðrum til skapraunar og sjálfum sér til háðungar, — að þeir séu á glapstigum. Petta mun þó sjaldan henda góða og rétt- hugsandi menn. það er því sorglegra, að einmitt þetta skyldi henda hreppsnefndina okkar 9. þ. rn. þegar hún hafði til umræðu greinina »Kolaúthlutunin« sem prentuð var í síðasta tbl. þessa blaðs, því greinilegar hefir enginn maður á glapstigum lent, en hrepps- nefndin þar. Oddviti lagði fram til- lögu í málinu sem hann hafði haft nieð sér á fundinn, og mælti fast fram með að hún yrði samþykkt. Effir allsvæsnar umræður hepnaðist oddvita að fá þrjá meðlimi samkund- unnar til þess, ásamt sér, að sam- þykkja tillöguna, og var hún sam- dægurs send oss og þess krafist að hún væri birt í blaðinu. Vér eru í engum vafa um að hreppsnefndin hefir eingan rétt til að krefjast að slík yfirlýsing, sem sú er hún sendir oss, sé birt í blað- inu, þar eð hún inniheldur aðeins: 1 afskifti af ritstjórn blaðsins sem henni kemur ekkert við, 2. illyrt og alveg órökstudd stóryrði um greinina og greinarhöf., sem á engan hátt leiðrétta eða upplýsa sjálft málið, og 3. tilkynning um málssókn, sein blaðinu auðvitað ber engin skylda að flytja — nema þá sem auglýsingu og þá fyrir þorgun. En samt sem áður prentum vér hér bréf nefndar- innar orðrétt, og hljóðar það svo: »Hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps skorar hér með á ritstjórn blaðsins Fram, að taka eftirfylgjandi yfirlýs- ingu upp í l. eða 2.*) tölubl. blaðs- ins, en hún var samþykkt á hrepps- nefndarfundi í dag: Hreppsnefndin lýsir megnri ó- ánægju sinni yfir ritstjórn blaðs- ins Fram, sérstaklega þeim ritstjór- anum, sem sæti á í nefndinni, að í síða’sta blað skyldi vera tekin svæsin árásargrein á hreppsnefnd- ina í heild sinni og nafngreinda meðlimi hennar, mestmegnis bygð *) Vér biðjum hina héiðruðu hreppsnefnd að virða ekki á verri veg, • ' um þessa yfirlýsingu í 8. tbl. blaðsins, þar eð 1. og 2. tbl. kemur ekki ut fyr en væntanlega í janúar 1919. á vanþekkingu, illgirni og ósann- indum, og það athugasemdalaust af honum, sem þó var vorkunn- arlaust að vita hið rétta. Hreppsnefndinákveðurennfrem- ur að hefja málssókn gegn ritstjórn blaðsins út af greininni, sérstak- lega að því er snertir kolaúthlut- unina.« Siglufirði 9. marz 1918. Fyrir hönd hreppsnefndar. B. Porsteinsson. oddviti.« Eins og ölium hér á Siglufirði mun vera kunnugt — og sjálfsagt mörgum fleirum, — er þetta blað gefið út af »Prentsmiðjufélagi Siglu- fjarðar« og ritstjórarnir því ráðnir hjá stjórn þessa félags. Oss kom því meira en á óvart að sjá, að hreppsnefndin fer að skifta sér af ritstjórninni, rétt eins og hún væri einhver yfirstjórn, sem oss bæri að hlýða. Vér sendum því stjórn Prení- smiðjufélagsins framan ritað bréf nefndarinnar til umsagnar, og fer hér á eftir svar hennar: »Út af framangreindri yfirlýs- inguhreppsnefndarinnar, vill stjórn Prentsmiðjufélags Siglufjarðar — þess félags, sem einnig er eigandi og útgefandi blaðsins Fram — taka þetta fram: 1. Að hún telur hreppsnefnd Hvanneyrarhr. óheimil öllaf- skifti af ritstjórn blaðsins »Fram.« 2. Að ritstjórar blaðsin^s »Fram« hafa fulla heimild til að taka þær greinar i blaðið sem ekki koma í bága við lög félagsins. 3. Að öðruleyti getur stjórnin ekki tekið neina afstöðu gagn- vart greininni »Kolaúthlutunin« fyr en hreppsnefndin hefir gef- ið rökstutt svar gegn henni. Siglufirði n. marz 1g18. I stjórn og varastj. Prentsmiðju- félags Siglufjarðar. PormóðurEyólfsson.OleO. Tynes. Helgi Hafliðason. Kjartan Jóns- son. Sophus A. Blöndal.« Af þessu svari stjórnarinnar get- ur hreppsnefndin séð, að hún hefir slett sér fram í mál, sem henni kem- ur ekkert við, þar sein hún leyfir sér að dæma framkomu ritstjóranna. Hefði henni verið sæmra að svara áminstri grein, ef hún er fær um, og óneitanlega skartar það illa á öllum þeim er opinber störf hafa með höndum, að stökkva upp á nef sér, þó fundið sé að gjörðum þeirra. Álítum vér hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps, með þeirri virð- ingu fyrir henni er henni ber, als ekki skipaða betri mönnum en þeim er með hógværð hafa tekið aðfinnsl- um, hrakið þær með rökum ef á- stæður hafa verið til, eða þá bætt úr þeim yfirsjónum er aðfinslurnar hafa fjallað um. Að því er snertif greinina »Kola- úthlutunin,« þá mun það að líkind- um á sínum tima sannast, hvort hún fer með rétt eða rangt mál, hún er óhrakin enn. Siglufjörður nú, og í framtíðinni. — o— Niðurl Slip og vélsniíðaveikstæði verður að byggja innan við hafnarbryggj- una; mun það vera langheppilegasti staðurinn, þegar á alt er litið. Að minsta kosti svarar landslag til þess, sern litið er á f útlöndum, þegar slíkum stofnunum er komið á fót. Er sjálfsagt að taka sér það til fyr- irmyndar. Fyrirtæki þetta verður að sjálfsögðu hlutafélag, og er það mitt álit að það fyrirtæki verði einn af hornsteinunum undir framtíð Siglu- fjarðar. Sönnun fyrir því er, að Siglu- fjörður, ef svo mætti að orði kveða, lifir á sjónum, verður hann því að auka skipastól sinn, bæði að fjölda, og einnig að því er snertir stærð og hentugan útbúnað skipa, svo hægt sé að standa þeim á sporði sem sækja veiðar á sömu stöðvar, en eins og nú standa sakir, er þetta' erfitt, því strax og um nokkuð stærri skip er að ræða, verður að fara með þau annað hvort til Reykjavíkur, eða annara landa, til eftirlits og aðgerða, hversu lítið sem að þeim er. Annað má einnig hafa hugfast, og það er, að þetta fyrirtæki myndi auka mjög atvinnu hér í Siglufirði, og um leið verslun og viðskipti, má gera ráð fyrir að slippurinn yrði mjög notaður af útlendum skipurn, er þá ölluin ijóst hve mikla peninga það drægi til Siglufjarðar. í sambandi við þetta má benda á, að áður en injög langt líður mun mikill hluti af selveiðaskipum Norð- manna hafa stöðvar sínar hér, en á meðan þau þurfa heim íil viðgjörða, má naumast búast við að þetta verði. Komist slippurinn afíur á móti fljót- lega upp, þá mun hitt ekki lengi láta bíða eftir sér. Um stærð slippsins má taka það fram, að hann þarf að vera svo stór að hann geti tekið upp botnvörp- unga og minni flutningaskip. Að byggja hann svo stóran strax, mun skynsamlegast og framtíðarvænleg- ast. Að því er snertir útbúnað slipps- ifis sjálfs, vagna og annara áhalda til uppdráttar skipa, þá er ekki gott að ákveða það nú. Miklar breyting- ar til framfara hafa orðið í þá átt á síðustu árum, og geta orðið enn þar til hann yrði settur upp hér, virðist þvi nægur tími tii að taka ákveðnar ráðstafanir í þá átt, þegar öðrum útbúnaði er lokið. Rekafl til slippsins má ef til vill gera ráð fyrir að fáist frá rafmagns- aflstöð þeirri, sem niinst er á fyr í þessari grein, annars má nota bæði gufuafl og mótor, og að því er snertir byggingarsvæði fyrir verk- stæði og slippinn sjálfan, þá mun það vera nógu stórt á hinum fyr- nefnda stað. F*á kemur til greina þýðingar mik- ið atriði, og það er efni — grjót — til slippsins og hafnarbryggjunnar. Til siippsins þarf að vísu ekki mjög mikið, en í því stærri stíl til hafn- bryggjunnar. Vil eg benda á hvern- ig eg hefi hugsað mér tilhögun með aðflutning á grjóti. Eftir því sern ástæður eru, virðist hentugast að taka grjót til þessara fyrirhuguðu bygginga í bökkunum fyrir utan Bakka, yrði þá sjálfsagt að leggja þaðan járnbraut, og nið- ur að vinnustaðnum. Að taka grjót- ið hinumegin fjarðarins, sem að vísu er ekki ókieyft, áiít eg svo mörgum erfiðleikum bundið, bæði að því er snertir veður og vind, og svo má einnig taka hafís með í reikninginn, að tæplega er ráðlegt að hyggja á þá aðferð með grjótflutning. Sé grjótið aftur á móti tekið fyrir utan Bakka, má vinna að þyí bæði nótt og dag iangan tíma ársins. Enn er eitt, sem taka má til greina, og það er, að grjótprammar og lyfti- vindur sem þyrftu við grjótflutning frá austurlandinu, yrðu mun dýrari en járnbrautin frá Bakka. Regar svo bygginguhafnarbryggju og siipps værijokið, ætti bærinn að kaupa járnbrautina. Ennfreinur grjót- mölunarvél, sem inylur grjót hæfi- lega smátt til steypu, og selja svo mulninginn. Á þann hátt fengju bæ-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.