Fram


Fram - 11.05.1918, Blaðsíða 1

Fram - 11.05.1918, Blaðsíða 1
W Sími 21 Sími 25teg.af Vindlum fást í verzlun SíG. SlGURÐSSONAR. nfs&pfyapfappp&fi 'Xkýuk±k±k*ddt Jf Skófatnaður dömu og herra er bestur í verzl. AALESUND. dbbkx Jr 1 |j_ ár. Siglufirði 11. maí. 1918. 16. blað. Tilhögunarskrá á 100 ára afmælishátíð Siglufjarðar 20. maí 1918. KI. 7. Fallbyssuskot og lúðraþytur. Kl. 8. Allir fánar dregnir upp. Kl. 9. Skrúðganga barna. Ræða haldin til barnanna. Kl. 10 Nokkrar íþróttir sýndar. Kl. 11 Guðsþjónusta í kirkjunni. Samtímis barna guðsþjónusta annarsstaðar. Kl. 121/, Kaupmanna og verzlunarmannafélag Siglufjárðar og Fiski- félagsdeild Siglufjarðar leggja kransa á leiði þriggja manna í nýja kirkjugarðinum. Ræða haidin. Kl. 3 Síðari hluti íþróttanna. Kl. 4x/2 Ofannefnd félög leggja kransa á leiði þriggja manna í gamla kirkjugarðinum. Ræða haldin. Kl. 5 Almenn skrúðganga fullorðinna. Hefst við Hvanneyri og endar á hátíðarsvæðinu sunnan við barnaskólann. Rar verður söngur og ræðuhöld. — Að því búnu verður hátíð- arsalurinn opnaður og þar hafinn dansleikur. Há tíÖarnefn din. NB. Allir þáttíakendur eru beðnir að mæta stund- víslega. Umræða um stofnun útbús á Sigiufirði frá Landsbartka íslands. (24. apríl 1918.) Flutningsm. Stefán Stefáns- son: Till. þessi, sem vér flm. nú berum fram, er flutt samkvæmt ein- róma ósk þeirra manna á Siglufirði sem verslun og útveg stunda þar. Skjöl frá Kaupmanna og verslunar- mannaíélagi Siglufjarðar hafa legið frammi á lestrarsal Alþingis, nú fyr- irfarandi daga, og sýna þau skjöl ljósast hve brýn þörf er á þvi, að þetta mál nái fram að ganga; ann- ars ætti ekki að þurfa að lýsa því, hver nauðsyn er á bankaútibúi í öðrum eins útvegs og atvinnurek- strarbæ eins og Siglufjörður er; þar mun sjáfarútvegur vera rekinn í stærri stíl en jafnvel á nokkrum öðrum stað á landinu og því bæði viðskifta og peningavelta afarmikil. Bankaútibú er því eitt með fyrstu lífsskilyrðum fyrir Siglufjörð, eigi hann að geta notið sín sem hinn allra besti út- vegsstaður á Norðurlandi og um leið verið mikill og hagkvæmur versl- unarbær. Að vísu eru tvö bankaúti- bú á Akureyri, en þau eru í svo mikilli fjarlægð að mjög oft kostar stórfé að ná til þeirra og dæmi eru til þess, að það hefir kostað hlut- aðeiganda fleiri hundruð krónur að fá einn víxil á Akureyri. Þetta er og í sjálfu sér eðlilegt, því liggi manni á Siglufirði á peningum eða öðru því, sem leita þarf meðtilúti- búanna á Akureyri, er oft ekki ann- að fyrir hann að gera en að senda þangað skip eða mótorbát, og geta allir gert sér í hugarlund hvað slíkt muni kosta, einkum þegar taka þarf skipin svo að segja af fiskimiðun- um, og aflatjón bætist ofan á annan kostnað við þessar ferðir. Pað sjá því allir, að hér er brýn nauðsyn til umbóta. Kaupmanna og verslunarmannafé- *ag Siglufjarðar hefir réttilega bent á það í skjali sínu, að samkvæmt verslunarskýrslum, útgefnum af Hag- stofunni í Rvík fyrir árið 1914, þá sé Siglufjörður þriðji verslunarstað- urinn í röðinni að verslunarmagni; að eins Rvík og Akureyri eru hærri. Síðan Landsbankinn komst á fót 1885, hafa að eins þrjú útibú verið sett á stofn frá honum. Hygg eg <?ð árið 1885 hafi menn ekki gert sér í hugarlund að svona seint gengj að fjölga útibúunum eins og raun hefir á orðið. Er það von mín, að bankastjórnin taki nú upp aðra ste’fnu og sýni meiri áhuga en verið hefir um fjölgun útibúa,x og þá á Siglu- fjörður að sjálfsögðu að verða næst- ur í röðinni. Því þó að sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir útibúum á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði í upphafi, þá finst mér að ekki verði gengið frarn hjá því, að Siglufjörð- ur er ómótmælanlega þriðji mesti kaupsýslustaðurinn á landinu. Pað sýna verslunarskýrslurnar eins og áður er bent á. Og hvar er þörf fyrir bankaútibú ef ekki á slíkum stað? Pað er bent á það í fundarálykt- un Kaupmanna og verslunarmanna- félags Siglufjarðar, að það mundi vera hægt að fá útlendinga til þess að leggja fé í að koma »privat« banka á fót þar á staðnum; en við eigum ekki að iáta útlendinga kom- ast þar að, fyr en það er fullsann- að að Landsbankinn vilji ekki eða geti ekki stofnað útibúið. En það vona eg að reynslan sýni ekki, heid- ur sjái bankinn bæði sóma sinnog hag í því að koma þar á fót útibúi en láti ekki útlenda stóreignamenn fleyta rjómann af þeirri peningastofn- un er þarna hlýtur að rísa upp nú á næstu árum. — Vil eg svo að iokum leggja til að umr. um málið verði fresíað og því vísað til alls- herjarnefndar. Rá töluðu þeir Pétur Jónsson og atvinnumálaráðherra Sig. jónsson. Flutningsm. Stefán Stefáns- son: Eg get verið þakklátur hæstv, atv.m.ráðherra fyrir undirtektir hans í þessu máli, — og engu síður hv. þm. S. P., sem kannaðist þegar við að þörfin fyrir útibú á Siglufirði mundi vera svo mikii, að jafnvel eitt útibú mundi ekki fullnægja þörfinni. pað er því síst ófyrirsynju, að Siglu- fjörður fer á stað og biður um úti- bú. Pörfin og kvörtunin fara hér saman, og má nú öllum vera það Ijóst hversu eðlilegt það er, að Siglu- fjörður þurfi að hafa bæði þetta og fleira út af fyrir sig. — í greinar- gerð þeirri með frv., sem eg drap á í fyrri ræðu minni, er áætlað að útfluttar og innfluttar vörur frá og til Siglufjarðar muni, að heimsstyr- jöldinni Iokinni, nema ca. 9 miljón kr. á ári. Petta mun enganveginn of í lagt og geta hv. þm. sjálfir sam- fært sig um, að þeir póstar í áætl- uninni, sem mestu varða, séu senni- iega áætlaðir. En sá staður, sem hefir viðskifíavelíu, verslun og útveg upp á nær 9 milj. kr., þarf auðsjá- anlega að hafa peningastofnun, eins og eg hefi margtekið fram, og slíkt má ekki dragast. Eg þekki ekki hversu brýn þörf bankaútibús er í Vestm,- eyjum, en þó er mér næst að halda, að þörfin sé þar engu meiri en á Siglufirði. — Pað gleður mig að heyra frá hv. stjórn, að bankastjórn Landsbank- ans sé fús til að setja á stofn úti- bú; sé svo, þá er bankastjórninni að fara fram, því ekki hefir hún ver- ið fíkin í fjölgun útibúanna undan- farið. En þar sem þessi heppilega stefnubreyting bankastj. hefir orðið, þá treysti eg henni til þess að vera nú svo víðsýn að sjá, að Siglufjörð- ur á að vera næstur í röðinni með að fá útibú. — Á síðasta þingi var málum þeim, sem bankana snerti, vísað til alls- herjarnefndar og vil eg að sama sé nú, enda flestir þeir sömu í alls- herjarnefnd og í fyrra. Held eg því fast við fyrri till. mína um, að mál- inu verði vísað til allsherjarnefndar. * * * Málinu var svo vísað til allsherj- arnefndar, og hefir frést að hún legði til að útibúið yrði stofnað sem fyrst. Nánari fregnir höfum vér ekki fengið af því ennþá. Bæjarstjórnarfrumvarp Siglufjarðar var til annarar síðari umræðu á miðvikudaginn var. Var því þá vfsað til þriðju umræðu, sem væntanlega fer fram í dag, með svip- uðum breytingum og getið var um í næst síðasta blaði. Stríðið. Af því er ekkert markvert að frétta Sagt að algert hlé sé á vesturvíg- stöðvunum. Flogið hefir fyrir að Pjóðv. hafi gert friðartilboð, en þeir neita því opinberlega og láta í veðri vaka að þeir séu að undirbúa nýa sókn. Friðarsamningar Pjóðy. og Rúm- ena hafa verið undirskrifaðir. Dönsk blöð segja að forstjóri Austur-Asíufélagsins, Andersen komi bráðlega til íslands.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.