Fram


Fram - 20.05.1918, Blaðsíða 1

Fram - 20.05.1918, Blaðsíða 1
Sími 21 Sími 21 25teg.ai Vindlum 4 fást í verzlun | SlG. SlGURÐSSONAR. i\ Skófatnaður dömu og herra er bestur í verzl. AALESUND. 12. ár Siglufirðí 20. maí. 1918. 17. blað. Hundrað ára 1818. — tuttugasti maí — 1918. .isqitf ftrr;--í6vi sgiiifí: ? •, ■ * r -■' '1 ' v , .* - í dag, fyrir hundrað árum löggilti konungur Islands, með sérstöku bréfi, Siglufjörð sem verslunarstað. .,„o = - ; .; ; Tinians djúpi er öld sem alda eða gári á stærri báru; mannsins æfi er hún hafið ystu landa milli stranda Bjarni Jónsson frá Vogi. Sigíufjörður, bærinn okkar, býst hátíðabúningi í dag. Tilefnið er, að heil öld er nú lið- in síðan þessi afskekti fjörður var löggiltur sem verslunarstaður. íhund- rað ár er hann, lengst af fániennur og fátækur, búinn að heyja lífsbar- áttu sína hér »úti við Dumbshafið kalda« og taka mörgum og marg- víslegum framförum og stakkaskift- um. Hundrað ára—einnar aldar— gæt- ir ekki mikið í megindjúpi tímans, þó mannsæfinni sé slíkt árabil það reiginhaf, er nær »ystu landa milli stranda« eins og skáldið segir í hinu spak- lega kvæði sínu, því hver öld heiint- ir starf margra kynslóða. Það er því engin furða þótt kyn- slóðinni, er lifir slík tímamót sem þessi, finnist hún hafa margs að minnast, finnist hún þurfa að staldra við og svipast um. Finnist hún verða að líta til baka af strönd tím- ans, horfa yíir þann sjó sem þegar er siglciur og gera sér sem Ijósast hvað unnist hefir og — tapast. Og ósjálfrátt, óafvitandi hvarflar hugur- inn fram á leið, reynir að skygnast inn í framtíðina, þó öllum sé það vitanlegt að það huliðsheimahlið opnast ekki ttl fulls fyrir neinum þeim er nú stendur á ströndinni. Öll tímamót eru eins og sjónar- hæðir, sem hafa mismunandi víð- sýni á boðstólum. F’eir, sem gefa sér tíma til ófuriitillar dvalar á slík- um sjónarhól, og sleppa önnum lífs- ins um augnablik, njóta þessa út- sýnis að meira eða minna leiti; og það er ráðlegt að gefa sér tóm til þess stundarkorn. Pað fyllir huga manns viðkvæmni og samúð að líta yfirharða baráttu liðinna kynslóða, fyrir iífi sínu og framtíðarvonum. Sjá eina taka við af annari, stefna hærra, sækja djarf- ara, komast lengra og verða þó að skila miklu meiru óunnu en hún hafði ætlað og viljað. Vér tökum þá hiklaust undir með Einari Bene- diktssyni er hann segir: »Hið liðna, það sem var og vann, er vorum tíma yfir.« og þökkum og blessum »hvert líf, sem græddi einn lítinn reit og lagði einn síein f grunninn.« Pað brýnir einnig fyrir oss skyld- ur vorar við nútíð og framtíð, karl- mannsluud vora og framsækni að sjá sjógarpana gömlu. — sannkall- aða útverði þessa afskekta fjarðar, sem alla tíð hefir orðið að sækja lífsbjörg barna sinna að nokkru leyti í fang Ægis — greiða seglið og halda ótrauða tll hafs, ekki á stórum vel útbúnum vélabátum heldur á litl- um áraskipum, sem virðast illa fær um að mæta glettingum Ránar og dætra hennar. Og heim sjáum vér þá koma — flesta, því miður ekki alla __ með blessaðan feng úr djúpi hafsins, sóttan með rólegri karl- mennsku gegnum hafrót og hregg. Slíkar myndir þlasa við oss hvar- vetna er vér lítum yfir liðna öld. En hvað var Siglufjörðurfyrir hund- rað ámm og hvað er hann nú? Fyrir hundrað árum var Siglu- íjörður strjálbygð, afskekt sveit en ekkert þorp. Þormóðseyrin, sem all- ur aðalhluti núverandi kauptúns stend- ur á, var húsalaus, mannvirkjalaus og mannlaus að kalla mestan hluta ársins. Siglufjörður var dálítil verstöð með landbúnað sem aðal atvinnuveg og erfiðan þó, í veðra harðri útkjálka- sveit, girtri torsóttum fjöllum á þrjá vegu, og allir sem sóttu sjó héðan voru sveitarmenn, stundargestir, sem fóru til heimila sinna nær eða fjær þegar yertíðin lauk. Og þetta hafði Siglufjörður lengi verið og var mest- an hluta liðinnar aldar, eða þar til sjávarútvegur og þó einkum síld- veiði, fór að verða atvinnuvegur sem um munaði, en síðan eru varla tveir tugir ára. Síldveiðin var, fyrir þeim tíma síð- an, nálega óþektur atvinnuvegur hér við land. Enginn íslendingur kunni að stunda hana að neinu ráði, eng- in skip voru til veiðanna og fé var ekki fyrir hendi. En hér var ekki »stoð að stafkarlsins auð,« hér þurfti á stórfé að halda til framkvæmda. Frændur vorirNorðmenn.áttu skip, höfðu fé í höndum og kunnu að veiða, og þeir sýndu okkur, hvernig þeir fóru að ausa auðæf- æfunum uppúr sjónum hérna við strendurnar eins og heima hjá sér, ekki í hundruðum eða þúsundum króna, heldur í tugum og hundruðum þúsunda. Og þeirvölduíil þess af- skekta fjörðinn okkar. Eftir þessu hafði hann beðið, ónuminn að kalla, árum og öldum saman með hálf- opinn faðminn móti bláu úthaíinu en örugga höfn inni. Fað hafa verið mjög skiftar skoð- anir manna um það á undanförn- um árum, hvernig líta bæri á at- vinnurektur annara þjóða hér vlð land. Sumir hafa talið það hreinasta glapræði að hleypa útlendumatvinnu- rekendum og auðmönnum inn fyr- ir dyr hjá oss, því það muni leiða til þjóðernisglötunar og að lands- menn verði leiguþý erlendra auð- manna þegar framlíða stundir. Aðrir halda fram hinu gagnstæða, telja það happ en ekki fár, að fá útlenda dugnaðarmenn, meðfjármagn handa milli, hingað til eflingar at- vinnuvegum vorum, til þess að skapa nýar atvinnu- og framleiðslugreinir, sem verði lyftistengur sannrar vel- megunar og geri þjóðina frjálsa, dug- mikla, starfsama. Vér erum í íitlum vafa um það, hvor skoðunin sé réttari og þykj- umst mega benda á afmælisbarnið, bæinn okkar, sem nokkra sönnun þess, að hinir síðastnefndu hafi rétt fyrir sér í aðalatriðunum. En vér höfum einníg opin augu íyrir því, að hverju því kauptúui, sem verður fyrir miklu erlendu að- streymi, eru lagðar þungar skyldur á herðar, sem þjóðinni allri er líf.s- nauðsyn á að eigi sé brugðist eða gleymt eitt augnablik. Ressar skyldur eru fyrst og fremst að læra — læra nýa og betri siði í sem allra flestum greinum af þeim aðkomumönnum sem æfðari eru og

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.