Fram


Fram - 27.07.1918, Blaðsíða 1

Fram - 27.07.1918, Blaðsíða 1
II. ár. Siglufirði 27. júlí. 1918. 28. blað. Lög um kaup landsstjórnarinn- ar á síld. Afgreidd frá alþingi 15. júlí. 1. gr. Af síld þeirri, er innlend- ir menn veiða hér við land á tíma- bilinu frá 15. júlí til 15. sept. 1918 heimilast landsstjórninni að kaupa 100 þús. áfyltar tunnur á tilteknum höfnum með ákvæðisverði og þeim skilmálum, er lög þessi að öðru leyti ákveða. 2. gr. Síldin skal keypt því á- kvæðisverði, er hér greinir: Fyrri 50000 tunnurnar á 75 aura hvert kg. og síðari 50000 tunnurn- ar á 45 aura hvert kg. Skilyrðin fyrirkaupunum eru þessi: a. að seljandi hafi fulla ábyrgð á síldinni þangað til hún er tekin á viðkomandi höfn, haldi henni við með pæklun og hafi fulla umsjón með henni, alt án end- urgjalds, til ársloka 1Q1 8 Eft- ir þann tíma er síldin á ábyrgð kaupanda, en seljendur eru skyld- ir til að hafa á höndum umsjón og viðhald síldarinnar, gegn borg- un eftir reikningi.er stjórnin samþ., en geymslupláss leggur seljandi til ókeypis. b. að seljendur annist á eiginn kosn- að útskipun á síldinni og greiði útflutningsgjald af henni að lögum c- að síldin sé metin og v.egin, svo sem lög standa til, á kosnað seljenda. 3. gr. Síldin sé keypt á þessum stöðum: Seyðisfirði, Eyjafirði, Siglu- firði, ReykjarfirðTj Önundarfirði og ísafjarðarkaupstað. Ennfremur getur landsstjórnin gert kaupin á fleiri höfnum, ef það veldur eigi sérstök- um erfiðleikum eða aukakostnaði, t. d. Eskifirði, Álftafirði og Ingólfsfirði. 4. gr. Síldin skal keyptafhinum ^su frambjóðendum, í réttum hlut- föllum við tunnueign þeirra, eins og hún var hér á landi 1. júní þ. á. Pegar ákveðin er hlutdeild fram- bjóðenda í sölunni, koma — auk framleiðenda — þeir einir síldarkaup- endur til greina, sem hafa greitt niinst 20 krónur fyrir máltunnu nýrr- ar síldar. 5- gi'- Fyrir 15. júlí 1918 skulu menn hafa sagt til um það, hvort þeir óski að nota þann rétt til síld- arsölu, sem þeim er veittur með lögum þessum, og hve miklar tunnu- birgðir þeir hafa átt hér á landi 1. júní þ. á. Fyrir sama tíma setur landsstjórn- in og auglýsir nánari reglur um framkvæmd laga þessara og skilyrði gagnvart^ seljendum, svo sem henni þykir nauðsyn til. 6. gr. Verð síldarinnar greiðist seljendum hlutfallslega eftir tunnutali því, sem kaup eru gerð á, jafnótt og landsstjórnin hefur fengið verð fyrir síld, er hún selur út. Nú hefir hún eigi fengið inn í lok október- mánaðar svo mikið, að nerni þriðj- ungi innkaupsverðs, og skal eigi að síður greiða seljendum þriðjung verðsins að fullu, annan þriðjung fyrir árslok og þann síðasta fyrir * lok marsmánaðar 1919. 7. gr. Nú verður að lokurn, þá er landsstjórnin hefir komið í verð allri þeirri síld, er hún hefir keypt samkv. 1. gr., hagnaður af síldar- kaupunum, eftir að dreginn er frá kosnaður og vaxtatap, og skiftist sá hagnaður þannig: fjórir fimtu hagnaðarins greiðist til seljendanna, en afgangurinn rennur í landssjóð. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Ómannúðleg meðferð. Aðfaranótt þess 19. júlí s. I. vöktu tveir menn upp bóndann í Skarðdal í Siglufirði og báðust gistingar, einn- ig um hús fyrir tvö naut er þeir höfðu meðferðis. Menn þessir hétu Jóhannes Björnsson frá Hofstöðum í Skagafirði, og Jón Sigtryggsson frá Framnesi, einnig í Skagafirði. Af sérstökum ástæðum var ekki hægt að hýsa mennina í Skarðdal, héldu þeir því áleiðis ofan í bæinn með annað nautið, hitt skildu þeir eftir nálægt Skarðdal. Nautið, sem þeir fóru með, seldu þeir manni hér á eyrinni, hitt sömu- leiðis, og sendi kaupandinn skilrík- an mann morgunin eftir fram í Skarð- dal, til þess, að álykta þyngd nauts- ins. Pá lagði maður þessi merki til þess, að nautið átti bágt með að stíga í fæturna, einnig sá hann að það var Ijótt útlits en sá engin sér- stök missmíði á því. Um kvöldið fór sami maður frameftir aftur, og var þá önnur klaufin dottin af öðrum afturfæti á nautinu, lá hún þar nokkra faðma frá. Morg- uninn eftir var nautið drepið þar sem það var, hafði það sem von var ekki getað hreyft sig neitt, kom þá í ljós að á öðrum framfæti var önn- ur klaufin einnig mikið laus frá hold- inu. Allar voru klaufirnar holar inn- an og harla ólíkar því sem er á þeim skepnum, var engu líkara en gamalt kal væri og klaufirnar þar af leiðandi í þessu ásigkomulagi. Hvílikar kvalir þessi skepna hefir verið búin að líða, geta þeir menn gert sér í hugarlund sem nokkrar tilfinningar hafa og ekki eru dauð- ir og daufir fyrir líðan dýranna. Fæturnir af nautinu sýna það Ijóst að það hefir orðið að þola illa með- ferð í vetur, það hlýtur seljandan- um að hafa verið kunnugt, eigi að síður sendir hann það langa leið, og það yfir vondan fjallveg án þess að hugsa nokkuð um hvað skepn- an muni taka út. Meiri líkindi til að böðuls náttúra búi í brjósti þess manns en mannlegar tilfinningar. Pað hefir heyrst fyr að Skagfirð- ingar séu kaldir innan rifja gagnvart skepnum sínum, sérstaklega hross- um, en þessi meðferð að láta naut- ið ganga þennan veg með klaufirn- ar svo lausar á fótunum, að ein dett- ur af á leiðinni, er svo níðingsleg, að hverjum heiðvirðum manni hlýt- ur að standa stuggur af þeim manni er misbeitir svo yfirráðum sínum yfir skynlausri skepnu. Frásögn þessi er tekin eftir bónd- anum í Skarðdal Gísla Bjarnasyni, og manni þeim er sendur var fram- eftir og áður er umgetið, eru þeir reiðubúnir að standa við þessa lýs- ingu sína af útliti nautsins hvenær sem vera skal, og gefa nánari skýr- ingu. Retta er skrifað hér öðrum til við- vörunar, og til þess, að þeir sem hlut eiga að máli viti að eftir þessu var tekið, meiga þeir vera vissir um um þungan áfellisdóm allra góðra manna er frétta um þessa mjög svo ómannúðlegu meðferð á varnarlausri skepnu. 21. júlí 1918. Hannes Jónasson. Uppi í heiði. Hér er gott í heiðarmóa, hér vil eg eiga nokkra bið, þar sem blessuð blómin gróa og brosa aftansólu við. Nú skal svala hug og hjarta, hér má ekkert þrífast Ijótt, með þér helga, hreina bjartá, þú himinblíða vorsins nótt. Hér á meðal móa-blóma nú mundi engmn vakan leið og á vorsins hörpu-hljóma, að hlusta fram um óttu-skeið. Hreinni gleði hér eg mæti.j — O, heiða nótt, eg elska þig! — Hérna skrílsins skrípalæti, nú skelfa ei né trufla mig. Hér í nætur helgum friði nú heilög talar náttúran; hér er líf og alt á iði, alt er að lofa skaparann. O, hve dýrlegt er að skoða hér, undra verkin meistarans! í árda^sglóð og aftanroða um eilifð birtist veldi hans. s. x. Álafossverksmiðjan. Eitt af þeim fáu nýtilegu verkum síðasta alþingis, var heim- ild er það veitti til þess, að eig- endum Álafossverksmiðjunnar (Sig- urjóni Péturssyni o. fl.) verði veitt lán úr landssjóði til endurbóta á verksmiðjunni, alt að 100 þús. kr. Er ráðgert, (og heimildin sennilega bundin því skilyrði) að upphæð þess- ari verði varið þannig: Til kaupa á nýjumvélum til ullariðnaðar . . . . kr. 40,000,00 Til kaupa á nýjum vélum til nærf. ogsokkagerðarkr. 15,000,00 Til kaupa á nýjum vélum til þorskanetagerðar kr. 25,000,00 Til ýmsra mannvirkja kr. 20,000,00 kr. 100,000,00 Um þessa lánsheimild alþingis farast »Vísir«- þannig orð: Rað má telja víst, að þó þetta þing verði skammað fyrir margt, þá verði fáir til þessK að finna að þess- ari ráðstöfun þess. Pað má með réttu telja ráðstöfun þessa til nauð- synlegustu bjargráða. Og til mikilla

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.