Fram


Fram - 24.08.1918, Blaðsíða 1

Fram - 24.08.1918, Blaðsíða 1
* IStúfasirz og flöjel * .. .. , ±*Jdddck*. Sólskinssápa 3 stærðir Friðb.Níelsson. II. ár. Siglufirði 24. ágúst. 1918. 33. blað. Sambandslögin. í lok júlímánaðar þettað ár birtu blöðin íslensku frumvarp til dansk- íslenskra sambandslaga og er svo að sjá, sem stjórnmálaflokkar þessa lands og flestöll blöðin séu ánægð með frumvarpið. Fer vel á þessu, því þá hættir vonandi danahaturs- og innlimunar-pólitíkin að mæða okkur um næstu 22 ár og tefja fyrir nytsamlegum framförum til lands og sjávar og fyrir framkomu frjálslyndra hollra laga, sem alþýðan getur hlýtt og virt. En jafnframt undrar mig það og hryggir að sjá hverf- lyndi þings og þjóðar, því frurn- varp þetta sem nú er á döfinni, er mjög líkt og engu eða litlu betra en það, sem var á boðstólum 1908, enda segir líka svo í þessu frum- varpi að það fari í sömu stefnu og frumvarpið frá 1908 og leitist við að marka hana enn skýrara til þess að koma í veg fyrir nokkurt tilefni til ágreinings. Eins og öllum er í fersku minni, var það orðalagið á frumvarpinu 1908 sem varð að ágreiningsefni og frumvarpinu að falli, og skal það játað, að nú á ekki að brenna sig á sania soðinu, því orðalag frum- varpsins sem fyrir liggur er yfir- leitt skýrt og víðasthvar ótvírætt nema hvað farið er huldu höfði með hermálin og fánann. Að sleptu orðalaginu er munur- inn sára lítill. Sameiginleg eru enn sömu málin og 1908 að undanteknum greiðsl- um af ríkjafé til konungs og svo fánanum, og svo lýsir Island yfir ævarandi hlutleysi. Danir fara fram- vegis með utanríkismálin og er þann- ig sendiherra rétturinn (juslegation- um) og samninga. rétturinn (jus- foederum) í þeirra höndum »eftir umboði* alveg eins og var. Um hermálin (jus belli et pacis) segir í athugasemdum núverandi frumvarps, við 19. gr. að yfirlýsing Islands um ævarandi hlutleysi hvíli í því, að samkvæmt eðli þessara sambandslaga geti annað ríkið ver- ið hlutlaust þó hitt lendi í ófriði. ^etta eru »orð, orð innantórm þvíað þó eitt land geti verið hlutlaust sam- kvæmt eðli einhvers samnings er engin tryggjng eða viðurkenn- ing fyrir því að landið sé hlut- laust, og mér er næst að halda, að hlutleysi íslands væri lítilsvirði ef Danmörk lenti í ófriði, nema fyr- ir liggi skýlaus viðurkenning Dan- merkur, stórveldanna og annara frjálsra þjóða fyrir því að fsland sé ævarandi hlutlaust enda þótt Danmörk lendiístríði. Á fánann er hvergi minst í lög- unum nema Iýst yfir í lok 19. gr. að ísland hafi engann gunnfána,« og er þessi einasta yfirlýsing um fánan afneitandi (negativ), og þegar svo þessi yfirlýsing er athug- uð í sambandi við 8. gr. frumvarps ins, virðist enginn vafi geta leik- ið á því, að jafnvel þótt fslending- ar taki í sínar hendur strandvarnirn- ar, þá fari þær fram undir dönsk- um gunnfána. Pá er eftir að minnast á jafnrétti borgaranna í báðum löndum. Samkv. frumvarpinu 1908 5 gr. síðustu málsgreinar, sbr. 4 lið 3 gr. sama frumvarps var rétturinn til veiði í landhelgi ekki hinn sami; land- helgi íslands varætluð íslend- ingum einum. Nú aftur á móti er hún algjör sameign, og fátt hefir kvatt nefndarmennina dönsku meira en þetta atriði til þess, að semja nú þegar, því Danir eru farnir að sjá það, hversu auðlindir sjávarins eru ótæmandi við ísland og ilt að fá Færeyingana rekna úr landhelgi þar, enda segir líka blaðið »Dagens Ny- heder,« að dönsku nefndarmennirnir leggi áherslu á það, að íslend- ingar samþykkijafnréttiþeg- nanna og því geti Danir samþykt samninginn. Að þessu leyti hefir okk- ur hrakað í baráttunni frá 1908 og er nú svo komið að Bjarni frá Vogi er orðinn rammdanskur íslendingur og Knud Berlín hundíslenskur Dani. Að öðru leyti hefi eg ekkert sér- stakt við þetta nýa frumvarp að at- huga. Eg fylgi að mestu leyti frum- varpinu 1908 og tel samband milli landanna heppilegt, og þar sem nú á sér stað ríkjasamband milli ís- lands og Danmerkur eftir þessu frumvarpi á sama grundvelli og 1908 og þar sem líkindi eru fyrir því, að þing og þjóð aðhyllist frumvarpið, er einungis eftir óskin ein, sú stærsta og dýrasta að frumvarpið verði þjóð- inni til gæfu og sóma. Það er sjálfsagt rétt, að þakka og þeim nefndarmönnum íslands er nú störfuðu, enda voru tveir þeirra mjög fylgjandi frumvarpinu 1908, en hitt þykir mér kynlegt, að Bjarni frá Vogi skuli taka við heillaóskum, því það dylst væntanlega engum, að sam- þykki frumvarps þessa sem nú ligg- ur fyrir, er hin ömurlegasta Can- ossaför frumvarpsfjandanna frá 1908 og hinna íslensku persónusambands- manna, en með kringsiglingu Bjarna er »slagbrandurinn« dottinn úrflótt- ans dyrum og ætti skilið að detta »dýpra og dýpra« eftir allan lodd- araleikinn 1908. Porgils Skarði. M a tvöruseðlarnir. Eins og auglýst er hér annarstað- ar í blaðinu, er nú svo ákveðið, að kornvöru og sykurseðlar þeir, sem nú gilda, skuli og framvegis vera í gildi iil 31. okt. þ. á. Út á þessa seðla er því leyfilegt að taka út til nefnds dags, og gildir þá seðillinn / 4 mánuði eins og seðlar þeir, sem fyrst voru úthlut- aðir. Til þess að nægur forði sé fyrir hendi hjá mönnum af mjöli í sláturtíðinni, verða jafnframt útbýtt- ir nýir korn og sykurseðlar nú í septembermánuði sem. einnig gilda í 4 mánuði eða til 31. des. þ, á. í sept. og okt. má þannig nota bæði þá seðla sem nú eru gildandi og eins þá sem út koma fyrst í sept. og er þannig tvöfaldur skamtur þessa mánuði, en um leið skal vak- ið athygli manna á því, að lands- stjórnin getur ávalt á komandi ári minkað skamtinn, svo best er, að venja sig sem fyrst við að nota þann skamt sem upphaflega var áætl- aður og setjast í fyrningar til næsta árs ef unt er. Siglufirði 24. ágúst 1918. Júl. Flavsteen. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Herra ritstjóri! Hinn 27. júlí þ. á., er birt níðgrein í yðar heiðraða blaði, um okkur undirritaða, með yfirskriftinni >Ó- mannúðleg meðferð.c Byrjar grein- in með því, að lýsa komu okkar að Skarðdal, með tvö naut, sem greinar- höfundur hr. Hannes Jónasson lætur mikið yfir, að hafi verið illa útlít- andi og misþyrmtá ýmsan hátt. Segir að klaufirnar á öðru nautinu hafi verið holar innan og ólíkar því, sem vanalegt sé, og eftir að við höfum verið búnir að selja það, hafi ein klauf á afturfæti dottið af og önn- ur verið hálf laus. — Svo bætir hr. H. J. þeirri ályktun við, að þeasi missmíði á klaufunum, stafi að lík- indum af gömlu kali og kvölum og úteys mjög sinni meðaumkvun yfir því, livað dýrið hafi orðið að þola og það hljóti eigandinn að vitavel. Samt sendi hann það yfir langan og vondan fjallveg, án þess að hugsa nokkuð um, hvað dýrið taki út. Mörg fleiri bríxlyrði og þungar ásakanir, lætur hann falla í garð eigandans. Ennfremur segir hr. H. J. að það hafi heyrst fyr, að Skagfirðingar væru kaldir innan rifja gagnvart skepnum sínum, sérstaklega hrossum o. s.frv. Til fullrar skýringar,;verðum við í stuttu máli að segja ferðasöguna. — Eftir umtali við útlendan mann hr. Blomkuist leggjum við af stað hinn 17. júlí, með tvö sláturnaut, til Siglu- fjarðar. — Voru þau bæði 3ja yetra, all væn og ekki með neinum sjáan- anlegum göllum (nóg vitni.) Fyrstu nóttina gistum við að Felli í Sléttu- hlíð. Höldum síðan fót fyrir fót, sem leið liggur, og er ekkert af ferðum að segja, fyr en kemur upp í Siglu- fjarðarskarð. Fara nautin þar að gjör- ast löt í spori og komið vonsku veður, vatnshríð með allmiklum stormi. — Auðvitað héldum við á- fram, því ekkert vit var, að setjast þar að með nautin, á bjargleysu, í slíku óveðri, ef annars væri kostur. Töldum við víst, að greiðar myndi ganga er haila tæki undan fæti. En svo reyndist ekki, því austan skarðs var svo mikið af eggmynduðu lausa- grjóti í götunni, að nautin áttu erfitt með að komast áfram og runnu til næst um því í hverju spori. — Veitt- um við því þá eftirtekt, að sérstak- lega annað nautið hafði hruflast á hælum og sárnað milli klaufanna, en stautaði samt sem áður götuna, eft- ir hinum bolanum. Að Skarðdal komum við árla næt- ur og hugðum gott til gistingar, því við vorum blautir og illa til reika, en nautin þreytt. Brá okkur því held- ur í brún, er bóndinn gaf þau svör, að hann hefði ekkert hús fyrir naut- in og engar ástæður til að hýsa okk- ur. Spyrjum við hann þá, hvort hann geti hvergi bent okkur á hús yfir

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.