Fram


Fram - 24.08.1918, Blaðsíða 3

Fram - 24.08.1918, Blaðsíða 3
Nr. 33 FRAM 131 FRAM kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Utgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. Almanak næstu viku. Ágúst 1918. Sd. 25. d. Pétur Guðjónsson 1877. Md. 26. d. Steindór sýslum. Finnsson 1819 Tvímánuður. Þd. 27. f. Finnur Magnússon 1781 Md. 28. Síðasta kvartil 6.27 e. m. Fd. 29. Höfuðdagur(höggvinnjóh.skírari) 19. v. sumars Fd. 30. d. Jón bp. Vídalín 1720 Ld. 31. f. Jón konf. Eiríksson 1729. Bæjarfréttir. —o— Afmæli: 27. ág. Björg Jósefsdóttir, ekkja. 27. — Helgi Hafliðason, kaupm. Kirkjan. Síðdegismessa á morgun. — Næsta sunnu- dag, 1. sept., verður hádegismessa. Jarðarför Garibalda Einarssonar, Engidal, fór fram 19. m. þ. Konsert hélt hr. Símon Þórðarson frá Hól hér i gærkvöldi fyrir fullu húsi. Síld hefir engin veiðst í snyrpinót þessa viku, en lítilsháttar í reknet. Fer nú að verða úti ÖII von urn að rætist fram úr snyrpi- nótaveiðinni, ef ekki skiftir um næstu daga. KolP Hérna vestan í fjallsbrúninni (upp af Engidal) hafa nýlega fundist molar, sem mjög líkjast kolum. Hefir þeim verið brent og reyndust þeir að loga vel. Mun þetta verða betur athugað hið bráðasta. »Sterling-« kemur líklega ekki hingað fyr en á mánu- dag. Var á Borðeyri í morgun. Veðráttan. Hin óstöðuga, vonda veðrátta sem nú hefir haldist í margar vikur, gef- ur tilefni til ýmislegra hugleiðinga, þar sem það er óþekt áður að sum- artíðin hafi verið svo slæm, sem hún hefir verið í sumar og í fyrrasum- ar. Meðal annars er menn hafa gert sér í hugarlund að sé orsök þess- arar vondu veðráttu, er hin afarmikla skothríð er öðru hvoru fer fram á vígstöðvunum í vestur Evrópu, er það skoðun manna — og það ekki svo fárra — að hún orsaki miklar breytingar og röskun á loftstraum- unum. Að hve miklu leyti þessi skoðun er rétt, leiði eg hjá mér að dæma um, en dæmi eru þess, að miklar sprengingar dreyfa skýunum, það er að segja undir sérstökum kring- umstæðum. Til dæmis er það, að í litlum þýskum kaupstað, sem liggur í þröngu fjallskarði, er árlega hald- in hátíðasamkoma á ákveðnum degi, líti nú út fyrir að verða muni úr- koma eða þykt Ioft þennan dag, skjóta íbúar bæjarins með fallbyss- um, og hefir þeim ætíð hepnastað fjarlægja skýin á þennan hátt, eða þá að minsta kosti dreifa þeim svo að sólin hefir náð að skína og hjálp- að til að reka á flótta það sem eft- ir var. En á þessum stað getur lega kaupstaðarins, skarðið og aðrir stað- hættir hjálpað til. Það er því ekki alveg ómögulegt, að skothríðin í vestur Evrópu geti áunnið i líka átt í stærri stíl, en að áhrifin af skothríðinni nái alla leið hingað og geti orsakað hina vondu veðráttu má skoða í fylsta máta vafa- samt. Réttara mun að álíta að veðr- áttan sé sprottin af því, að byrjað sé og fari mjög vaxandi kuldatíma- bil á norðurhálfu hnattarins. Rað mun því vera »bu!l út í bláinn« þeg- ar fólk kennir stríðinu um hina vondu veðráttu, og einungis sprottið af hinni almennu löngun og tilhneig- ingu til að kenna stríðinu — með eða án ástæða, um alt er móti blæs á hinum síðustu tímum, F. O. H. Ólafur Felixsson heitir íslenskur maður, sem bú- settur er í Noregi og hefir dvalið þar lengi. Hann hefir fengist mikið við blaðamensku og ritstörf. Árið 1898 varð hann ritstjóri Ung- mennafél.blaðsins »Heimhug« sem þá var stofnað, sama árið kom út eftir hann bók er heitir »Sagar fra fsland.« Síðar varð Olafur meðritstjóri við »Söndmörsposten« og frá 1901 til 1911 var hann ritstjóri »Söndmörs Folketidende,« þá varð hann aftur meðritstjóri við »Söndmörsposten« og hefir þann starfa á hendi enn. Auk þessa hefir hann skrifað mikið í ýms önnur norsk blöð svo sem: »Tidens Tegn« og »Örebladet« í Kristjaníu, fastur fréttaritari er hann við »Morgenavisen« í Bergen. Olafur hefir ferðast um mestallan Noreg, og haldið fyrirlestra fyrir Ungmennafélög og fl. mest um ís- land. Hefir hann mjög aukið þekk- ingu Norðmanna á fslandi, sögu þess og þjóðlífi. Götu landasinna, þeirra er til Noregs hafa komið og á hafa þurft að haida, hefir hann greitt á ýmsan hátt, bæði með góð- um ráðum, með því að útvega þeim atvinnu og taka málstað þeirra er á hefir legið. Má óhætt fullyrða að íslendingar í Noregi skoða hann frekar sem ræðismann sinn þar, og leita meira til hans en danskra manná þeirra er það embætti hafa á hendi. Ólafur er skáldmæltur vel, hefir eitt kvæði eftir hann verið birt í »Óðinn« 1912, er það frumorkt á norsku en birtist í íslenskri þýðingu eftir Porstein Erlingsson, orkti Ólaf- ur kvæðið eftir föður sinn látinn. Blaðagreinar Ólafs eru snjallar og oft skarpt orðaðar er honum þykir þess við 'þurfa, hefir honum jafnan tekist vel að vera málsvari fslands, en um það ritar hann mikið. Peim, er þekkja Ólaf Felixson og starfsemi hans, kemur saman um það, að hann hafi ætíð komið fram sem tryggur og einlægur ættjarðar- vinur, og er ástæða til að þakka honum fyrir framkomu hans í garð íslands og fslendinga. Gullkapsel hefir tapast. Skilist á afgreiðslu blaðsins gegn fundarl. 148 Neck hló hæðnislega. »Hann veit ekkert um þetta. Við förum í fyrramálið til Willesden, skýrum alt fyrir ofursta Sanham, tökum hann með okkur hingað, sýnum honum stelpuna, heimtum peningana og snúum hana svo úr háls- Irðnum ef ofurstinn vill hafa það svoleiðis.« »Eg tek tilboðinu félagi,« sagði Amy-Boy. »Fjandinn hafi »Doktorinn« og alt hans dót, að minsta kosti þegar hægt er að vinna sér inn hundrað pund með lítilli fyrirhöfn.« »Eitt er enn eftir,« sagði Neck. »Verði eg var við að þú ætlir að svíkja mig, þá er þér óhætt að falla á kné og lesa faðir vor, því þá er þín síðasta stund upp runnin, hvort heldur það er á sólbjörtum degi eða um svarta nótt.« Um leið og Neck sagði þetta reiddi hann upp hnef- ann, sem sýndist hafa nóg afl til að rota naut. Amy-Boy fölnaði. »Pér er óhætt að treysta mérNeck, fái eg þessi hundrað pund þá smelli eg tjöruplástri fyrir kjaftinn á mér.« »Hvenær má eg koma með drósina?« spurði Neck- Krigger, og sneri sér að móðir Trundel, »nú er að koma þoka og um miðnættið verður hún orðin svo svört, að lögreglu- þjónarnir sjá ekki baun frá sér, og þá er eg að hugsa um að nota tækifærið.« ^Rér .getið komið nær sem þér viljið. Pér þekkið leyni- ganginn neðanjarðar frá Bettostræti, eg skal sjá um að alt verði í lagi til að taka móti þeirri litlu.« »Segðu mér Neck,« sagði Amy-Boy, »hvernig förum við að því að ná í stúlkuna?« Nancy varð fyrri til svars. »Nú fer eg og gæti að hvort ekki er annar inngangur í húsið í Irtonstræti, og til þess að vita hvar í húsinu Kate býr. 145 »Til dæmis »Doktorinn,« svaraði Neck og gaut augunum lymskulega til hennar. »Mikkel Fox,« sagði hún forviða. »En hvað fæ egmik- ið, Mikkel Fox er ekkert lamb að leika sér við.« »Við skiftum jafnt,« svaraði Neck, og sté á fót Nancy undir borðinu. »Já, auðvitað,« bætti hún við, »hver og einn verður að fá sína fyrirhöfn borgaða.« »Og hvað verður það mikið? spurði kerlingin sem virt- ist hafa beig af að fela fanga sem hinn alræmdi stórglæpa- maður Mikkel Fox sóttist eftir að ná. »Eg hefi hugsað mér að þér fengjuð hundrað pund, getur skeð að það verði meira,« svaraði Neck. Ágirndarglampa brá fyrir í augum kerlingar, fyrir hundr- pund var hún fús til að gera hvað sem var. »Látum svo vera« sagði hún, »fyrir hundrað pund skal eg geyma þessa lipurtá svo vel, að jafnvel Mikkel Fox, sá gamli refur, skal ekki geta þefað hana uppi. En svo er eitt enn. Eg vil fá eina krónu fyrir hvern dag sem líður frá því stelpan kemur og þar til eg fæ þessi hundrað pund, því það er líklega ekki meiningin að hún verði einungis beinin ber þegarhún kemur út, eitthvað verður hún að fá ofaní sig.« »Auðvitað,« svaraði Neck, »en ekki býst eg við að brýn þörf sé að hleypa henni í spik. Ætli hún fái ekki að íleng- jást þarna niðri.« »Nú er það svoleiðis. Pað kemur mér ekkert við, því þér vitið að eg get ekki þolað að sjá blóð.« í þessu opnuðust dyrnar og Amy-Boy stakk bleiku horuðu andlitinu inn í gættina.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.