Fram


Fram - 14.09.1918, Blaðsíða 1

Fram - 14.09.1918, Blaðsíða 1
&ctck*ck jckJck&kfckX * Herrabindi mest úrval í verslun Sig-. SigurÖssonar. II. ár. Siglufirði 14. september 1918. 36. blað. Samgöngurnar við Fljót. Niðurl. Þá vildi eg minnast með nokkr- um orðum á samgöngurnar á sjó milli Siglufjarðar og Fljóta. Fyrir nokkrum áratugum voru þær mikl- ar og tíðar, — eingöngu á opnum fiskibátum og vetrarskipum. — f*ær voru auðvitað bundnar við veðrátt- una; — sjór og vindur hindruðu þær oft tímum saman, en alt um það voru þær lífsskilyrði fyrir Fljót- in. Pá ráku Fljótamenn nærfelt alla verslun sína hér í Siglufirði, og höfðu alla aðdrætti héðan. Petta hefir breyst. — Fastaversl- un er komin í Haganesvík, og auk þess fá Fljótamenn talsvert af vör- um frá Reykjavík og öðrum stöð- um með strandferðaskipunum á Haganesvík. Þeir sækja því minna af íítlendum vörum nú en áður til Siglufjarðar — altaf þó talsvert, — en aftur í þess stað meira af fiski og öðrum sjávarafurðum og selja nær allar sínar afurðir hingað, en það er orðið næsta sjaldgæft að Fljótamenn komi hingað sjóleiðina á bátum sínum eins og í gamla daga, enda er vinnukrafturinn orðinn of- dýr til þeirra ferða, og notin lítil, — bátar heldur ekki til nema smáfleyt- ur. Síðan vélbátar fóru að tíðkast, eru þeir mest notaðir til þessara ferða, og af því Fljót eiga engan vélbát, þá lenda þessar ferðir ein- göngu á okkur Siglfirðingum. Við megum sækja til Fljóta og flytja þangað alla þungavöru, sem geng- ur kaupum og sölum milli sveitanna. Þetta fyrirkomulag er í fyrsta lagi ósanngjarnt — að annar aðilja haldi uppi ferðunum, hinum sem oftast að kostnaðarlausu eða kostn- aðarlitlu, því þessar ferðir eru dýr- ar og oft hættusamar. Og í öðru lagi eru þessar ferðir svo óreglu- legar og óhagstæðar sem mest má verða, t. d. engar yfir sumartímann þegar þeirra er einmitt mest þörf. Þaer gjöra því næsta lítið gagn og hafa enga þýðingu nema fyrir hey. flutninginn. Afgreiðsla bátanna innra á líka sinn þáttíþví að gjöra þessarferð- ir svo óvinsælar, að fæstir vilja fara Ner. Bæði eru þar slæmar hafnir °g ekkert gjört af hendi Fljótamann <? fi' að greiða afgreiðsluna, — ekki svo mikið sem að þar sé til brygg- justúfur sem smáfar geti lagt að, né bátur sem hægt sé að sækja vörur þeirra á um borð, og oft geng- ur fullilla að fá einhverja fleytu til að komast á í land. Siglfirðingar verða því oftast að hafa þau úrræði, að hafa bát með sér til að geta af- greitt sig sjálfir, og er það miður þægilegt að vetrarlagi. Eg tel því óvíst að nokkur myndi fást til eins og nú er, að halda uppi vélbáts-ferðum að sumrinu milli Siglu- fjarðar og Fljóta, jafnvel þó nægur farmur væri trygður, en eins og sakir standa nú, er það mjög örðugt að tryggja siíkum bátsferðum farm, til þess liggja Fljótin oflangt frá sjó, og vegleysurnar eru þó verstu þrösk- uldarnir. Miklavatn liggur sem kunnugt er eftir Fljótunum endilöngum, fram fyrir Brúnastaði, — fram í hjarta sveitarinnar. — f*að er djúpt, — skipgengt haffærum skipum og að eins örmjótt rif, —• Hraunamölin — skilur það frá sjó. Par væri því frá náttúrunnar hendi einhin öruggasta höfn landsins ef skipgengur skurður væri graf- inn gegnum Hraunamöl. Við það opnuðust Fljótum, — þessari mestu frjósemdar og landkostasveit hér á útkjálkanum, — þeir framtíð- armögulegleikar sem ekki verða til þeninga metnir, og um leið hin hægasta og hagfeldasta samgöngu- leið fyrir Siglufjörð, að því sem hann mest vantar — landbúnaðinum. Daglegar vélbátsferðir milli Siglu- fjarðar og Miklavatns yrðu tiltölu- lega ódýrar því leiðin er bæði stutt og greið og flutningar yrðu nægir, því ekki er að óttast að markaður væri ekki nægur fyrir sjávarafurðir innra og landafurðir hér ytra — og aðdrættir allir mjög þægileg- ir frá Fljótárbrú eða þar nálægt, með bættum vegum. Eg veit að margir munu verða vantrúaðir á mögulegleik þessa fyr- irtækis — það kosti offjár. — Það er satt, það mundi kosta mikið, en varla svo að það væri ókleyft. Ouð- mundur Davíðsson á Hraunum segir mér, að gegnum mölina, þar sem dýpst er útifyrir — austan við Skeið- hólmann, —sé um 150 metrar. Mig brestur auðvitað þekkingu til að dæma um hvað mikið myndi kosta að grafa þarna 150 metra íangan skurð, en hitt veit eg með vissu, að ókleyfur yrði kostnaðurinn ekki. Og eitt sjá víst margir með mér, n. 1. það, að landið okkar hefir ekki efni á því, að láta þessa möguleg- leika og aðra svipaða liggja óat- hugaða, það kostar ekki offjár að láta verkfræðing skoða þennan stað og gjöra mælingar, sérstaklega nú, þegar* landið hefir heilan flokk verk- fræðinga i þjónustu sinni. Og ef línur þessar mættu verða til þess, að vekja tnenn til umhugsunar um þessi tvö, að mínu áliti, —- mjög syo þýðingarmiklu skilyrði fyrirfram- förum Siglufjarðar og Fljóta, — ak- veg yfir Siglufjarðarskarð og skipa- skurð gegnum Hraunamöl — og umhugsun og athugun málsins svo verða til þess, að mögulegleikar fyrir framkvæmdum verksins yrðu athugaðir, — mælingar og kostn- aðaráætlanir gjörðar af sérfræðing- um — þá er tilgangi þeirra náð. Jón Jóhannesson. Áhyggjuefni. — .♦ Áhyggjuefnin eru mörg með þjóð vorri á þessum tímum. Dýrtíðinmikla og margir örðugleikar við að geta fengið nægileg matvæli inn í landið. Síldveiðin, sem margið byggðu vonir sínar á, hefir brugðist tilfinn- anlega hér norðanlands í sumar og þar af leiðandi hafa margir orðið fyriratvinnutjóni. Ómunanlegurgras- brestur um land alt er ekki lítill hnekkir fyrir landbúnaðinn. Út af þessu fæðast margar áhyggjur í hugum manna og er það ekki að furða — og jafnvel þó að ýmsir kunni að líta dökkum augum á fram- tíðina. En þó er eitt ótalið, sem valda mun öllum góðum og hugsandi mönnum og konum miklu meiri á- hyggju heldur en dýrtíð, fiskileysi, grasleysi, hafís og harðindi og jafn- vel eldgos og drepsóttir, þótt vér vissum að vér ættum það í vænd- uni. Og það er: spilling æsku- lýðsin s. Ressu til sönnunar skal eg aðeins benda á lífið hér á Siglufirði í sum- ar, og ætla eg þó ekki að fara að lýsa því út í æsar, vil ekki saurga nokkurt blað með því og ekki held- ur vera þektur fyrir að snerta minsta fingri mínum við slíkum óþrifnaði. Það er ógurlega sorglegt að sjá unga menn reika ölvaða um götur Ný bók Ást og hatur eftir hinn góðkunna höfund Marie Sophie Schwartz sama höfund og sögurnar Ástin sigrar og Vinnan göfgarmanninn,er nýkomin út og fæsthér í Siglufirði hjá Helga Hafliðasyni, Friðb. Níels- syni og í prentsmiðjunni. Verð 2 kr. dag eftir dag og nótt eftir nótt og raska friði manna í húsurn, án þess að skeyta minstu vitund um lands- ins lög eða sinn eiginn heiður og velferð andlega og líkamlega, og svíf- ast ekki að hafa í frammi ýmiskon- ar klæki og siðleysi. Og þó er enn þá sorglegra að vita ungar stúlkur varpa sér út í hringiðu spillingar- innar og glata sakleysi sínu, sjálf- stæði og mannorði. Og hugsum oss þessar stúlkur eiga fyrir hendi að verða konur, húsmæður og mæður. Getum vér búist við því, að þær, sem eru orð- nar lamaðar andlega og líkamlega af óreglulegum Iifnaði, geti verið færar til, að uppfylla hinar kröfu- miklu, háleitu og helgu skyldur sem konur og mæður? Retta er alvarlegt áhyggjuefni. Á ungu kynslóðinni — og einkum konunum — byggistframtíð íslensku þjóðarinnar. Ef að konur vorar eyði- leggast þá er úti um ísl. þjóðina! Mér fljúa í hug vísuorð, sem eitt sinn voru kveðin á kaffihúsi í Khöfn sem heitir Helv. — — »Hér er spilling hrikavaxin. Hvað mun þessu fólki bjarga?* Já, hvað bjargar? Eg get hugsað, að einhver, sem þetta les, kunni að segja sem svo: »Pað er ljóti trúleysinginn, sem þetta skrif- ar, trúir hann því ekki, að neitt geti bjargað ? Rá er því til að svara. »Veit eg Drottins heilög höndin hefir máttinn til að lífga og lækna sárin, lama reisa og þerra tárin.« En eg er að missa trúna á ungu kynslóðinni, og tekur mig mjög sárt að þurfa að segja það. Hún hirðir lítt um köllun sína. Spilling- in fer vaxandi í kaupstöðunum og þaðan berst eitrið út um sveitirnar, sem hafa þó verið — og eru vona

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.