Fram


Fram - 05.10.1918, Blaðsíða 1

Fram - 05.10.1918, Blaðsíða 1
íkMcýcfckikýtkickýckjt Takið eftir auglýsingunni á 3ju síðu frá verslun Sfg-. Sigurðssonar. M Skósverta og Reyktóbak nýkomið. Friðb. Níelsson. \ II. ár. Siglufirði 5. október 1918. 39. blað. Sambandslögin. Atkvæðagreiðslan 19. okt. Samkvæmt auglýsingu stjórnar- ráðsins, dagsettri 10. sept. s. 1. á að fara fram þjóðar-atkvæðagreiðsla um dansk-íslensk sambandslög þau, sem alþingi nú hefir samþykt, og birt hafa verið í nálega hverju ein- asta blaði á landinu. Það var 28. júlí s. 1. scin frum- varpið að þessum lögum var birt almenningi, og síðan samþykt á al- þingi í sept. orðrétt. Það er því um þessi sambandslög, alveg eins og þau voru birt í sumar, sem þjóðin á nú að greiða atkvæði, — segja til, hvort hún vill að þau verði lögð fyrir konung til staðfestingar, eða ekki; segja til, hvort hún vill að samband þessara tveggja larida verði framvegis eins og til er tekið í lög- ununi, eða að það verði eins og það er nú. — Þessi lög, sem hið íslenska og danska löggjafarvald hafa svo frið- samlega orðið sammála um, hafa hlotið nálega einróma lof allrar hinn- ar íslensku þjóðar. Og þótt vér getum tekið undir með þeim sein segja að »betra hefði það getað ver- ið í garð okkar íslendinga,* þávilj- um vér þó eindregið og af heilum huga leggja það til, að þjóðin greiði atkvæði meö lögunum. Alstaðar frá af landinu, þaðan sem frést hefir um undirtektir þessa stór- máls, hafa komið fregnir um það að fjölment muni verða við atkvæða- greiðsluna 10. okt. og ættu Siglfirð- ingar ekkí að sýna minni áhuga fyrir þessu máli en aðrir. í stjórnarskránni frá 1015 er svo fyrir mælt, að ef sett verða lög um samband íslands og Danmerkur, þá skuli þau borin undir atkvæði þjóð- arinnar áður en þau séu lögð fyrir konung til staðfestingar. Það er þjóðin — allir atkvæðis- bærir menn og konur — sem á að ráða því hvort þessi atriði, sem með •ögunum er fengið fult samkomulag um, ganga í gildi eða ekki. F*ess vegna er það líka bein skylda þjóð- arinnar — allra atkvæðisbærra manna og kvenna — að koma á kjörfund, hver í sínu kjördæmi, og greiðaat- hvæði. Engin ástæða á að vera til er hamli þvf að allir, er til þess hafa rétt, greiði atkvæði. Veikir menn og þeir, sem annara orsakavegna geta ekki farið á kjörfund, geta greitt at- kvæði heima hjá sér. Og þeir sem staddir eru utan síns kjördæmis geta farið á kjörfund þeirrar sveitar sem þeir eru staddir í, og greitt þar atkvæði. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram, að kjósendum er fenginn miði er lítur þannig út: I bjo O cn -a c aS JD E ci <S) m c jaj V— I C/5 c B E > f f '1 ÍS" «1 'rt ' < <v XV . « bcS, Ut <V <f> bc .X c </) c aj C XL O bt) _ ; «D .S ’ w CS) CTJ •S’8 '° W . 3 <U b z E c <u CT3 •- !° c J .a s -5 -c JX.B bD 'cd (L> z F*eir sem vilja að lögin öðlist stað- festingu konungs, eiga að setja kross með blýant fyrirframan »Já« en þeir sem ekki vilja það, setja kross fyrir framan *Nei.« Takmarkið er þetta: Allireiga að greiða atkvæði, hvort sem þeir eru með eða móti. Enginn á að hafa svo mikið kæruleysi til gagnvart jafn miklu stórmáli og þetta er, að hann greiði ekki atkvæði. Siglfirðingar.l Sfnið ekki minni á- huga en aðrir í þessu máli. Látið sjá að þið hafi fylgt sjálfstæðis kröfum þjóðarinnar með lifandi áhuga Greiðið allir atkvæði 19 október! Oóður gestur býst eg við að nýútkomna bókin — »Kvæði og ieikir handa börn- um« — hennar frk. Halldóru Bjarna- dóttur fyrv. skólast. á Akureyri, muni þykja á hverju barnaheimili og þá ekki síður í bamaskólunum. Pað var mikil þörf á slíkri bók, — safni af vel sönghæfum Ijóðum fyrir börn; við áttum það ekki til áður. Stór kostur er það, að lög fylgja Ijóð- unum, sern eru ekki áður þekt und- ir einhverjum algengum lögum. — Skenitilegt er að fá þarna æðimargar af gönilu þulunum, sern víða eru í þann veginn að gleymast — því miður. Eg vildi bara að þær hefðu verið fleiri. Miðpartur bókarinnarer söngleik- ir. Eg veit að öllum kennuruni muni jjykja vænt um þá. Frímínúturnar verða að vera skemtilegar, svo þær geti verið börnunum til hvíldar og hressingar, en oft er örðugt að finna upp á nýjum og nýjum leikjuin. Þar veitir þessi nýja bók góða hjálp. — Allur frágangur bókarinnar er góður, og hún er nærri því ótrúlega ódýr, samanborið við það sem bækur eru nú, kostar aðeins eina krónu. Hér i Siglufirði fæst hún hjá hr. kennara Guðm. Skarphéðinssyni. Varlegra er að flýta sér að ná í hana, því upplagið er lítið. Guðr. Björnsdóttir frá Kornsá. Kolaransóknin í Engidalslandareign. » ---------- Litlar líkurtilaðþar séu kol. Strax eftir að kolamolar þeir fund- ust — sem áður hefir verið getið um — í fjallinu ofan við Engidal, reyndi hreppsnefndin að fá hjá stórnarráðinu hæfan mann til þess að ransaka möguleika fyrir kola- námi þarna, og aðrar ástæður. Stjórnarráðið vísaði þegar tíl lands- verkfræðings, sem tók þessari mála- leitun vel, og lánaði hingað reynd- ann mann frá Tjörnesnámunum. Maður þessi kom svo hingað með »Sterling* síðast og byrjaði þá þeg- ar ransóknir við þriðja mann, og var við þær í þrjá daga. Um árangur þeirra ransókna og um skoðun hans á möguleikum fyrir kolavinslu þarna, látum vér oss nægja að vísa í eftirfarandi skýrslu hans til landsverkfræðings, dagsetta hér á Siglufirði 26. f. m. »Um leið ogeg hérmeð leyfi mér virðingarfylst að senda yður, herra verkfræðingur, sýnishorn af kolum þeim, er eg undanfarna daga hefi tekið úr Engidalsfjalli við Siglufjörð, skal eg leyfa mér aðjgefa eftirfylgj- andi skýrslu þessu viðvíkjandi. Strax má taka það fram, að mestu líkur eru til þess, að kolanám á þessum stað verði ekki til verulegs gagns eða frambúðar. Aðstaða öll er ákaflega ill. Eg lét grafa í fjallið á nokkrum stöðum, þar sem mér var vísað til. Nýfallinn snjór tafði töluvert fyrir vinnunni. Kolalag fann eg ekkert en steingerða trjákvisti fann eg á einum stað, á að giska 1500 fet yfir sjómál innan um leir- ruðning og brunnið grjót og lágu trjáleyfar þessar mjög óreglutega. Frá næstu brún fyrir ofan og ofan að þessum kolum voru á að giska 15 metrar. Þegar grafið var hérum bil 3 metra inn í skriðuna virtist taka að mestu fyrir kolin eða þess- ar trjáleyfar. Fönn og illviðri gjöra frekari ransóknir á þessu alt að því ómögulegar á þessum tímaárs.—« Fóðurskorturinn er áhyggjuefni ínargra búandi manna á þessu hausti. Heyskapur- inn hefur víðast á landinu orðið af- arrír fyrir grasleysi og óhagstæða veðráttu. Að vísu hygg eg að marg- ir geri fullmikið úr því að landbún- aðurinn sé nú á heljarþröminm og að ofmælt sé það sem margir bænd- ur segja nú: »Þeíta sumar fer alveg með okkur.« Því þótt auðsætt sé að búfjárstofn bænda hljóti að minka almennt í haust, ætti þó sá stofn að geta lifað, sem fljótt ykist aftur, er batnaði í ári, væri vel með hann farið. Alt þetta heyleysismál í haust niætti og ætti að skoða í nokkuð bjartara Ijósi en margir gera, að minsta kosti þeir sem halda að land- búnaðurinn fari á höfuðið fyrir fækk- unina í haust. Athugi inenn sum- arið sem nú er 'að kveðja, þá hefir það sína Ijósu depla, þótt meira beri á hinum myrku skuggahliðum. Þess mætti minnast að vorið var gott frainan af og skepnuhöld í besla lagi. Flest tryppi lifðu því af í stóð- hrossasveitum, og lambadauði varð alment Htill, og sauðfé tók snemma sumarbata. Afleiðingar vorsins eru því að sauðfé nær nú fyllilega með- ailagi að vænleik. Búfjárstofninum í landinu mætti skifta í tvent eða þrent, eða réttara sagt mönnunum sem stofniu ala og hagnýta sér.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.