Fram


Fram - 19.10.1918, Blaðsíða 1

Fram - 19.10.1918, Blaðsíða 1
'Mcýd&cMdt *************** il k'arlmannatt 4 % Karlmannatreyjur ^ mjög ódýrar í verslun | S/g’. Sigurðssonar. Gerpúlver á 30 aura pakkinn. Friðb. Níelsson W L"".""1'111™ ■■■■..1 ■■■■- 1 1 . 1111 - 111 . ..•'—•EEl_ .— i ii n .......... i»m ■■ ■■—■................ ■ ■ " ■——. V II. ár. Siglufirði 19. október 1918. 41. blað. IJjóðareinkenni. Framh. Menn eiga að vera tryggari en þeir eru við menn og málefni. Pað er nauðsynlegt að menn séu trúir YÍnum sínum og hugsjónum. Og sárt er til þess að vita að margoft spilla þeir menn mest hverir fyrir öðrum sem sömu atvinnu stunda eða fyrir sömu hugsjón berjast. Það sýnir eitraðan hugsunarhátt. Trúðu engum vini fyr en þú hefir reynt hann! t*ú hefir fleiri vini við borð þitt þegar nóg er til heldur en við dyr fangelsisins, segir gamalt máltæki. Maður nokkur átti þrjá vini. Tvo þeirra elskaði hann mikið en þann þriðja kærði hann sig ekki mikið um, þó sá væri honum vel- viljaðastur. Einhverju sinni var þess- um manni stefnt fyrir rétt og hann ákærður fyrir glæp sem hann ekki hafði drýgt. Hver af ykkur, sagði hann við vini sína, vill fara með mér og bera vitni fyrir mig? Eg er á- kærður og kongurinn er mjög reið- ur. Annar þeirra vina sem hann mat mest, bað sig strax undan þeginn. Hann hefði áríðandi störfum að gegna og gæti því ekki farið. Ann- ar fór með honum að ráðhúsdyr- unum, þar snéri hann við af hræðslu við dómarann. Sá þriðji fór með honum inn, vitnaði vel og djarflega með honum. Og vegna þess dæmdi dómarinn manninn sýknaðann. þetta var þó vinurinn sem maðurinn treysti minst á. Svona er það oft að þeir sem verst er treyst koma mestu til leiðar. Yfirborðsvinskapurinn er of algengur, en sönn sterk vinátta alt of sjaldgæf. Við erum á þessu sviði áreiðanlega eftirbátar okkar göfugu forfeðra. í þessu efni hefir orðið mikil afturför og er nú timi kominn til þess að breyta um strik hvað þessu viðvíkur. Pá kem eg að þriðja einkenni Forn-íslendinga. Pað er löngun þeirra eftir frægð. Frægðarinnar öfiuðu þeir sér með hraustlegri framgöngu í bardögum og íþróttum, göfug- mensku, auðæfum, rausn, viti, skáld- skap, ferðalöngun og samneyti við tigna menn er veittu þeim góðar gjafir. — Eg tel áreiðanlegt að aldrei hafi nokkur þjóð átt tiltölulega eins marga ágætismenn og íslendingar á . lýðveldistímabilinu, Hæfileikar margra manna hér á landi voru þá svo framúrskarandi að þeir báru af flestum erlendum mönnum er þeir þreyttu við þá. Heilir hópar af mönnum frá íslandi voru þá alstað- ar velkomnir með konungum og þjóðhöfðingjum sakir atgjörfis .and- legs eða líkamlegs. En svo kom langur tími sem segja má að þjóð- in hafi legiðí öskustó framtaksleys- is og ómensku. Var margt sem átti þátt í því. En aðalprsakir þess voru kúgun veraldlegra og andlegra höfð- ingja og trúleysi landsmanna á sjálf- um sér. Er sorglegt að lesa um á- stand þjóðarinnar á svörtustu tíma- bilum niðurlægingar hennar, þegar fáfræði hennar fátækt og erfiðleikar voru sem mestir. En eftir miðja 18. öld fór aftur að birta yfir landi og lýð og síðan hefir sú birta aukist, þó eg telji als eigi hádegi framfar- anna komið enn þá. þegar menn benda með yfirlæti á framfarir þjóð- arinnar á síðari tímum, segja þeir ekki frá því hvað langan tímaýms- ar þarflegar umbætur hafa tekið fram yfir það sem þurft hefði, hvað marg- ir hæfileikamenn hafa farið að for- görðum fyrir klaufaskap, hvað miklu meira hefði verið hægt að vera búið að gera og hvað þjóðin sé óþarf- lega langt á eftir öðrum þjóðum í ýmsu. Nútíðar íslendingar eru orðn- ir mjög nægjusamir og ánægðir með framfarirnar sem þegar eru orðnar. Frægðariöngun þeirraerorðin mik- ið veikari en forfeðranna. Sumir hafa þá skoðun að við höfum nóga frægð af fornbókmentum okkar. Sögunum sem lýsa ágæti og hreystiverkum Forn-íslendinganna. Aðrirtelja landið svo fallegt, það geri okkur fræga. Einn flokkurinn segir okkur svo gáfaða að aðrar þjóðir virði okkur fyrir það. Benda þeir á hina sárfáu menn sem komist hafaáfram erlend- is sakir hæfileika sinna. En lang fjölmennasti flokkurinn lætur sig það engu skifta hvaða álit aðrir hafa á okkur, hugsa ekki um frægð þjóð- arinnar, hafa enga frægðarlöngun. f*ettá þykist eg geta sannað. Margir íslenskir hæfileikainenn eru svo settir að þeir komast ekki áfram nema fá hjálp í fyrstu. En þá hjálp fá margir ekki og verða því ekki hálfir menn á móti því sem þeir hefðu getað orðið. Og þeim fáu, sem veittur er styrkur, er veittur hann með eftirtöl- um og meiri hluti þjóðarinnar fjúk- andi reiðist ef einhver fær 100 kr. til þess að reyna að komast hærra upp bratta þann, sem fara verður til að komast inn í heim listanna og frægðarinnar. En það er annað miklu verra en það að þjóðin vill engan eyrir missa til að hlúa að hæfileika mönnum þjóðarinnar. Það er írúleysi hennar á þeiin. Hvað ætli þú getir auminginn hugsa menn, ef stórhugurinn grípur þá og þeir vilja vinna sér frægð og fé sem forfeðurnir, Menn stagast á erfið- leikunum og reyna að gera^ ,$pm minst úr hæfileikum mannsins ^ang- að til hann verður kjarklaus og von- laus um að hann komi áhugamáli sínu í framkvæmd. En kjarkleysið er það sem öllu öðru fremur veld- ur því að menn leggja árar í bát. En menn geta ekki gert óhæfilega lítið úr hæfileikum annara manna nema með því að tala illa um þá. Og það er það versta. Ilt umtal um náungann er mjög að aukast. Fjöldinn ófrægir menn í stað þess að afia sér og þeim frægðar. Eg var ákaflega bjartsýnn þegar eg var ung- lingur. Eg bjóst við að allir menn vildu hver öðrum alt það besta. Eg átti von á að menn hjálpuðu hvenr öðrum sem mest áfram. En mér skjátlaðist hraparlega. Eg sá fljótlega að menn yfirleitt setja fætur fyrir framgjarna unglinga svo þeir nema staðar. Heyrið hvað Bjarni Jónsson frá Vogi segir um þetta mál í ræðu eftir Jónas Hallgrímsson: »Sú þjóð hefir þolað svo þungar raunir, sem þetta land byggir, að mestur erfða- hluti vor er sorg og samviskubit. En einna sárust sorg er það að vér, landlaustir fylkiskonungar, höfum lagt svo ríkan öfundarhug hver á annan, að vér höfum jafnan séðum seinan hvaðan oss var mesi hætta búin. Þaðan er runnið böl vort. > Alt sem vargsaugu væta mætti« Pess vegna verða oss lang fyrst harma- tölur í munni er hugurinn rekur feril þessarar þjóðar. Á þeim ferli heyrir hann hvert strá syngja »ungbarns- ópi sem þess er ófættdó.c Þau eru kvein allra þeirra gáfna sem kulnað hafa fyrir nágusti öfundarinnar. Par er lífskrafa allra þeirra starfa og fram- kvæmda sem öfundin hneppir í fjötra. Par eru harmatölur þjóðarþorrans sem átti að njóta þessara gáfna og hafa störfin og framkvæmdirnar sér til bjargráða. Margir hafa orðið hljóð- glöggir á undanförnum áratugum að þeir hafa heyrt þessar stunur. Hafa þeir viljað reisa skorður við því að svo þungt bölyrði landlægt, og innrætt þessari þjóð að helsta einkenni afbragsmanna, er að þeir þekkja ekki til öfundar. En það lær- ist henni best með þeim hætti að hún láti lifenda og dauða njóta sann- mælis og auki sem mest veg þeirra manna sem ágætir eru. Enda vex hennar vegur að sama skapi.« Það tekur skáldið Einar Benedikte- son líka greinilega fram í þessu er- indi: Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa og markið eitt hjá manni og þjóð hvern minsta kraft að æfa. Þann dag sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað þá byrjar íslands menning. F*að er augljóst af áðurnefndum ummælum Bjarna að hann telur ill- girnina eitt höfuð einkenni þjóðar- innar. Ljótt ef satt er. Og ekki er það sigurvænlegt fyrir hana að sparka í framkvæmda og hæfileika- mennina. Og svo miklu máli þykir Einari Ben. það skifta að þjóðin sé góð- gjörn, að hann segir að þann dag sem hún kasti illgirninni, öfundsýk- inni og rógburðinum fyrir borð, þá byrji íslands menning. Á meðan hún siglir með þessa ókosti innan- borðs gengur framfarabaráttan alt of skrykkjótt. Eg hef mér til leiðinda orðið á- skynja um &ð meiri hluti manna kastar skuggum á aðra. Flestum þeim mönnum sem tekist hefir að auðgast er borið það á brýn að þeir hafi auðgast á óráðvandann hátt. En s^nnleikurinn er sá að þeir hafa flestir grætt mest á dugnaði framtaksemi og ráðdeild. Auðvitað hefir arður borist í hendur margra ósjálfrátt og nokkrir verið óráðvandir í viðskiftum. En alþýðan öfundar yfirleitt þá ríku og talar oft óvin- gjarnlega um þá. En hún ætti að óska eftir að sem flestir auðgist og gleðjast af auðlegð manna í stað þess að vilja skóinn niður af öðr- um. Sama er að segja um hæfileika- mennina. Þó einhver geti eitthvað öðrum fremur þá vill allur fjöldinn

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.