Fram


Fram - 09.11.1918, Blaðsíða 1

Fram - 09.11.1918, Blaðsíða 1
Stúfasirtz ^ nýkomið í verslun Sig'. Sigurðssonar. f ¥3 II. ár. Siglufirði Q. nóvember 1918. 44. blað. armun gerir á milli þjóðanna og þar sem þess eins er gætt, að taka tillit til allra viðkomandi þjóða og láta þær njóta jafnréttis. f öðru lagi má eigr taka sérstakt tillit til sérstakra hagsmuna neinnar þjóðar eða þjóðflokka í neinni grein samningsins nema það komi ekki í bág við alþjóðahagsmuni. í þriðja lagi meiga eigi nein sam- tök, bandalag eða sérstakir samn- ingar eiga sér stað innan allsherjar- sambands jjjóðanna. í fjórða lagi, og það hefir sérstak- lega mikla þýðingu, má ekkert sér- stakt, eigingjarnt viðskiftasamband eiga sér staðinnan alþjóðasambands- ins og engin viðskiftastyrjöld, við- skiftabann, eða einangrun í neinni mynd, nema hvað alþjóðasamband- ið gæti hegnt þjóðum með því að , útiloka þær frá heimsmarkaðinum, til þess að halda reglu og eftirliti í heiminum. í fimta lagi skulu allar þjóðar- samþyktir og samningar, hvers eðl- is sem eru, vera birtir öllum heimi án afdráttar og úrfellinga. talið það, að margskonar samkund- ur og félög, sem skipuð eru óbreytt- um verkamönnum, hafa hvað eftir annað krafist þess af ríkisstjórnum sínum að þær skýri hreint og beint frá málavöxtum, skýri nákvæmlega frá því hvað þær ætlist fyrir með þessum ófriði og hvernig þær hafi hugsað sér að leiða hann til lykta. En svör stjórnanna hafa enn eigi verið fullnæjandi. Svörin verða að jafnaði »skilyrði stjórnmálamannanna,« sem fjalla um landamæri og valdadeilur, en ekki skilyrði réttlætis, mannúðar og frið- ar, sem bessir þrautpíndu og kúg- uðu menn, konur og þjóðir þrá af öllu hjarta og telja hið eina, sem þess sé vert, að fyrir það. sé barist. Ef til vill hafa stjórnmálamennirnir enn eigi skilið það að heimurinn hefir breyst þannig. Ef til vill hafa þeir eigi gefið bein svör við sum- um spurningum fjöldans, vegna þess að þeir skildu eigi hvað það var sem menn vildu vita og hverra svara var krafist. (Mbl.) Ræða Wilsons 27. september. í skeytum þeim sem komið hafa af friðartilboðum miðveldanna, hefir verið vitnað í ræðu er Wilson hélt í New-York 27. sept. s. I. sem að- gengilegan grundvöil að friðarsamn- ingi. Ræðan er á þessa leið: — Bandaríkin skárust í leikinn þegar svo var komið, að það var hverjum manni auðsætt að engin jojóð gæti setið hjá og látið sigúr- slitin engu skifta. Rödd ófriðarins var orðin skýr og hneit við hjarta vort. Bræður vorir í mörgum lönd- um, og eins hinir, sem lágu myrtir í sjáfardjúpi, hrópuðu til vor, og við heyrðum kall þeirra og skár- umst í leikinn með áræði og dugnaði. Hvað var í húfi? Átti hervald einhverrar þjóðar eða þjóðasamband, að fá rétt til þess að ráða framtíð þjóða, sem þær höfðu engan rétt til að drotna yfir nema hnefaréttinn ? Átti stórþjóðunum að leyfast það að ganga á rétt smáþjóoanna og láta þær sitja og standa eins og þeim þóknast? Áttu þjóðir að búa undir fram- andi yfirdrotnun, jafnvel í sínum eigin innanríkismálum, eða áttu þær að fá að ráða sér sjálfar? Átti að koma á jafnræði og jafn- rétti þjóða, eða áttu stórþjóðirnar að fá að fara sínu fram, en smá- þjóðirnar að líða án endurgjalds? /\tti að bera alþjóðarétt fyrir borð með þjóðasamtökum, eða átti al- þjóðaréttur að skylda allar þjóðir til þess að gæta alþjóðaheiila? Hér var um tvent að velja og fram úr þessu varð eigi ráðið með skyndiákvörðunum eða málamiðlun og samkomulagi um hagsmuni þjóð- anna, heldur fullkomlega í eitt skifti fyrir öll og með fu'ilri og óskoraðri viðurkenningu um það, að réttur smáþjóðanna er jafn heigur og rétt- ur stórþjóðanpa. Engin málamiðíun. Þetta er það, sem vér eigum við þá er vér tölum um ævarandi frið, ef vér tölum í einlægni og með fullum skilningi á því, sem um er að læða. Vér erum allir sammála um það, að það er eigi hægt að komast að friði með málamiðlun við stjórnir Miðríkjanna, vegna þess, að vér höfum átt við þær áður og höfum séð framkomu þeirra í garð annara stjórna, sem hlutdeild áttu í þess- um ófriði, bæði í Brest Litovsk og Bukarest. F*að hefir sannað oss að þær eru drengskaparlausar og skeyta eigi um rétt. Þær taka enga sann- girni til greina og virða engar regl- ur nema hnefaréttinrLog sína eigin hagsmuni. Vér getum eigi komist að samningum við þær. Og það er þeim sjálfum að kenna. Rýska þjóð- in ætti nú að vera farin að vita það að vér getum eigi tekið trúanleg orð þeirra manna, sem neyddu oss út í þennan ófrið'. Vér hugsum ekki eins og þeir og tölum ekki eins og þeir um samninga. Fullkomið réttlæti. Ef það er í raun og sannleika ætlun þeirra stjórna, sem sameinast hafa gegn Pýskalandi, að tryggja ævarandi frið, með samningum þeim er gerðir verða, þá er það nauð- synlegt, að allir þeir, sem sitja kring- um friðarborðið komi þangað fúsir til þess að leggja það í sölurnar, sem með þarf; og að þeir séu einn- ig fúsir til þess að koma á fót ör- uggri tryggingu fyrir því að friðar- samningarnir verði haldnir og þeim fullnægt. Rað sem þjóðirnar leggja í söl- urnar er það, að fullkomins réttlæt- is sé gætt í hverri grein samnings- ins, hver sem í hlut á; og eigi að eins það að fullkomins réttlætis sé gætt, heldur að hinar ýmsu þjóðir, sem ákvarðanir verða teknar um, séu ánægðar. Og tryggingin fyrir því, að samningarnir séu haldnir, er al- þjóðasamkunda, stofnuð með samn- ingum, sem verulegan árangur hafa. Án slíkrar alþjóðasamkundu, er trygt getur alheimsfrið, væri friðurinn kominn undir loforðum stigamanna. A/þjóðasamkunda. Að mínu áliti er stofnun alþjóða- samkundu og glöggar ákvarðanir um hlutverk hennar, eitthvert þýð- ingarmesta atriðið í friðarsamning- unum. Nú er eigi hægt að koma henni á fót. Ef hún væri stofnuð nú, þá væri hún eigi annað en bandalag þeirra þjóða, sem þegar eru í bandalagi gegn sameiginleg- um óvini. Rað er nauðsynlegt að tryggja friðinn. Og ástæðan til þess er sú, svo að maður tali blátt áfram, að þar eiga þjóðir hlut að máli, sem eigi hafa staðið við orð sín og það verður að finna ráð til þess, í sam- bandi við friðarsamningana sjálfa, til þess að útiloka að slíkt geti komið fyrir. Réttlátur friður. Eg skal skýra frá þeim helstu skilyrðum, sem stjórn mín mun telja skyldu sínu að framfylgja við friö- arsamningana: í fyrsta lagi má hið óhlutdræga réttlæti sem finna skal, eigi gera neinn greinarmun á þeim, sem vér viljum unna réttlætis, og hinum, sem vér unnum eigi réttlætis. Pað verð- ur að vera réttlæti sem engan grein- Viðskifta-samkepni. Sérstök bandalög og viðskifta- samkepni hafa verið undirrót og uppspretta ófriðar í hinum mentaða heimi. Pað væri bæði óeinlægur og ótryggur friður er eigi útilokaði alt slíkt rækilega. Um leið og eg lýsi yfir því, að Bandaríkin munu eigi gera neina sérstaka sanminga eða sambönd við sérstakar þjóðir, þá lýsi eg og yfir hinu, að Bandaríkin eru við því bú- in að taka á sig sinn fullkominn þátt í ábyrgðinni á því að haidist þeir alþjóðasamningar og samþyktir sem friður verður að byggjast á framvegis. Það sem vér berjumst fyrir. Það er einkennilegt með þetta stríð, að nieðan stjórnmálamennirnir hafa verið að þreifa fyrir sér um það, hverjar væru nú í raun og veru fyrirætlanir sínar, og virðast stund- um hafa skift skoðun, þá hefir al- þýðan, sem stjórnmálamennirnir eiga að vera brautryðjendur og leiðtogar fyrir, æ ljósar séð það um hvað er barist. þjóðhagsmunir hafa æ meir orðið að víkja fyrir hagsmunum alls mann- kynsins. Alþýða manna í öllum löndum hefir orðið skarpskygnari heldur en stjórnmálamennirnir, sem enn halda að barist sé um það hver þjóðín á að verða ofan á. Þessvegna hefi eg kallað ófriðinn jþjóðastríð en eigi stjórnmálamanna. Stjórnmála- mennirnir verða að semja sig að skoðun almennings, eða lúta í lægra haldi. iSkiÍyrði stjórnmáíamanna.« Sem augljóst dæmi þessa get eg ByggingBrhg á sveita bæjum. Niðurl. Steinsteypuveggirnir eru sléttaðir og málaðir að innan; og því lítur húsið út sem steinhús aðinnanverðu. Útidyr eru á miðri suðurhlið (gluggahlið.) Við þær er steyptur lítill skúr jafnhátt þaki, og þakinn með sama efni. Stærð hans verður að vera svo, að hægt sé að koma fyrir í honum lítilli »forstofu« og niðurgangi í kjallara. Kjallargólfið er gert vatnshelt og veggirnir hvíttað- ir með kalki. Næst er þá að lýsa hlöðunni og fjósinu. Sá hluti hlöðunnar sem nið- ur er grafinn er hlaðinn úr stóru, vellögðu grjóti, upp móts við yfir- borð jarðar. Vesturhlið hennar og fjóssins er steinsteypt, en venjuleg húsagrind liggur með torfveggjun- um. Situr hún á grjóthleðslu kjall- arans, sem þessvegna nær lítið eitt inn fyrir torfveggina. Rakið hvílir annarsvegar á þessari grind en hins- vegar á steinveggnum. Engir bitar eru í hlöðunni, heldur skástýfur frá miðjum sperrum upp í miðjar stoðir, þeim megin sem grindin er. Steinveggsmegin þurfa þær ekki. Súðin er úr óunnum borð- um, ofan á þeim pappi, og efst

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.