Fram


Fram - 16.11.1918, Blaðsíða 1

Fram - 16.11.1918, Blaðsíða 1
U Stúfasirz ^ nýkomið í verslun | S/g'. Sigurðssonar. ^uk±Jck±±±£±±Jvk±l I s Kringlur og kex ^ fæst í verzlun | Friðb. Níelssonar. ————— ii. .. ■ ' ■' ■■■■——■————■—■———■■■■■■■" i' i —— i wmmmmmmmm II. ár. Siglufirði 16. nóvember 1918. 45. blað. VesaJings rjúpan. Mér er það í fersku barnsminni, eins og það hefði skeð í gær. Eg var lítill hnokki, nýfarinn að stauta sjálfur og var að lesa í »Snót.« Kvæðið »Óhræsið« eftir Jónas Hall- grímsson varð fyrir mér. Eg las það til enda en þegar eg var búinn að lesa það, þá kastaði eg mér á grúfu í rúmið sem eg sat á og grét sáran. Og þegar pabbi spurði mig hvað að mór gengi, svaraði eg að eg kendi svo mikið í brjósti um rjúpuna. Látlausa lýsingin hans Jón- asar á bágindum og friðleysi henn- ar, og á harðlyndi »konunnar í daln- um« þegar rjúpan leitaði athvarfs hjá henni, fékk svo mjög á bljúga og óspilta barnssál mína, að tárin runnu heit og ekkaþrungin. Síðan þetta var er nú langt liðið, —- næst- um heil mannsæfi, — og lífið hefir myndað klakaskorpu á tilfinningar mínar, en aldrei hefir sú klakabrynja orðið svo þykk, að rjúpan hafi ekki átt sér ofurlítinn afkima í hjarta mínu; mér er vel við hana altaf síð- an og vænt þótti mér um rjúpna- friðunarlögin síðustu þó þau næðu ofskamt. — Eg fæ annars tæpast skilið að rjúpan skuli ekki eiga fleiri vini meðal mannanna enn raun er á. Mér finst hún svo íslensk, svo samvaxin eðli og óblíðu landsins, og svo trygg við það, að hún ætti að njóta þess, — eiga hér friðland, því eigi 'er hún nógu fleyg til að leita sér friðar fyrir handan haf. Nei, vinir rjúpunnar eru því mið- ur offáir. Ofsótt er hún af óblíðu og grimd vetrarins íslenska, — af vargfuglum og villidýrum, en mest þó af því villidýrinu sem grimmast er allra og miskunarlausast í eðli sínu: manninum. F*ið, sem ofsækið rjúpuna, hafið þið athugað líf hennar og lífskjör? Hafið þið tekið eftir því hve um- hyggjusöm hún er sem móðir og hve trygglynd. Á bænum þar sem eg ólst upp, varp sama rjúpan ár frá ári í sama hreiðrinu í túnjaðrin- um og var svo gæf að hún sat kyr á eggjum sínum þó við börnin vær- um rétt hjá henni. Hún vissi að hún var óhult fyrir okkur, en nógar voru hætturnar samt., Valurinn og kisa sátu um ungana hennar smáa og ósjálfbjarga. Ef þið menn, sem sækist eftir lífi vesalings rjúpunnar, hefðuð átt kost þess, að íaka eftir hve mjög hún lagði sig fram til að verja ungana, og oft án þess að skeyta um sitt eigið líf, þá held eg þið mynduð hafa meiri samúð með henni. Eða hafið þið athugað það, að það er aðeins í lífsnauðsyn að rjúpan að vetrinum' hættir sér í nánd við okkur mennina; — það er að eins þegar hungrið knýr hana til þess, eða þá óttinn við óvininn, en þá er það oftast að hún flýr úr háskanum í dauðann: »Oæða konan góða grípur fegin við, dýri dauða- móða, dregur háls úr lið; plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir happ þeim hiýtur og horaða rjúpu etur. Gamla fólkið taldi það ólánsmerki að ofsækja rjúpuna. »Rjúpan hefnir sín« sagði það. Eg býst við að þetta sé kallað hjátrú nú á okkar upplýstu öld, en — tíð eru slysin á rjúpnaveiðum, getur hver sem vill talið þau saman í slysajárbókinni í Almanaki Rjóðvinafélagsins síðustu áratugina. Og hafa ekki fleiri enn eg einn veitt því eftirtekt, að þeir sem mest iðka rjúpnadráp, eru sem oftast mestu efnalegu bjálfarnir hver í sinni sveit. Eg skal benda á að eins eitt dæmi sem eg veit að marg- ir hér kannast við: Ungur maður, hraustur og vel vinnufær, hefir geng- ið hér til rjúpna meira en flestir aðrir og oft verið fengsæll. Hann er ómagalaus, en — hann er rétt við sveit. — Petta er eigi svo mjög að undra, því rjúpnagangan hindr- ar þá sem henni sinna, frá annari mikið arðvænlegri vinnu, og oftast nær talsvert hægri og hættuminni, — og fengurinn er oft lítill, — 1—2 eða 3 veslings horaðar rjúp- ur eru léleg borgun fyrir heils dags erfiði þegar skotfæri, sem nú eru dýr, eru dregin frá. Eg get aðhylst skoðun gamla fólksins. Kalli það hver hjátrú sem vill, en ef-kærleikans guð lítur í líkn til allra skapaðra skepna og stjórnar högum þeirra og vor, mun hann þá eigi líka heyra kvalakvein helsærðu rjúpunnar sem flöktir um hjarnfannirnar í hríðarbyljunum með dauðan einn fyrir augum, hrópandi til lians á sínu máli um grimd og vonsku mannanna. Eg trúi því fylli- lega að limlestu rjúpurnar sem kvelj- ast daga, vikur og mánuði af völd- um hugsunarsneyddra grimdarseggja hrópi í himininn um hefnd, — klagi þrælmensku mannanna — og eg trúi því, að hróp þeirra séu heyrð. Kæru landar og þið sérstaklega sveitungar mínir Siglfirðingar, hafið meðaumkun með vesalings rjúpunni. Rið sem skjótið, athugið hvað hún líður ef þið lamið hana en náið henni ekki. — Skjótið því aldrei nema þið séuð vissir um að deyða skepnuna og látið aldrei særða rjúpu fara án banaskotsins. Helst ætti rjúpnadrápið að leggj- ast niður a. m. k. hér, þar sem það gefur jafnlitinn arð, en ef það má ekki afnemast, þá vil eg samt heita á alla góða menn og sérstaklega á alla dýravini, að leggjast á eitt, að sjá um að lögunum um friðun rjúpna sé stranglega framfylgt. — Þau hafa verið brotin hér undanfar- ið eins og reyndar fleiri lög, og svo mun víðar vera. — Sjáið um að brot gegn þeim séu tafarlaust kærð hver sem íhlutá. Pað er sið- ferðisleg skylda okkar allra, ef ekki vegna laganna, þá vegna mannúð- arinnar. Róarr. Kötlugosið. Hraðboði Stjórnarráðsins skýrir frá afleiðingum gossins. Að tilhlutun Stjórnarráðsins var hraðboði sendur úr Hornafirði vest- ur í Skaftártungu til þess að fá fregn- ir úrsveitunum austan Mýrdalssands, og sendi Þorl. Jónsson á Hólum Stjórnarráðinu svohljóðandi skýrslu: Hornafirði 22. okt. »Porbergur sonur minn, sem fór sendiferðina suður að Hlíð í Skaft- ártungu, til að fá fregnir af Kötlu- gosinu, kom aftur í gærkvöldi og skýrir svo frá: Kötlugosið byrjaði um nónbil 12. október með vatn og jökulhlaupi yfir Mýrdalssand, austan Hafurs- eyjar. Hlaupið geisaði fram Hólmsá, sópaði burtu Hólmsárbrú með stein- stólpum. Fólk flýði Hrífunesbæinn, en bæinn sakaði þó ekki. Hlaupið fór í Kúðafljót með miklum jaka- burði og gerði megnan usla í Með- allandi. Eyddust þar bæirnir Sandar, Sandasel, Rofabær og Melhóll, Fólk komst alt af; flýði sumt að Leið- velli, en talið að jörðin Sandar eyði- leggist með öllu. Hross frá Sönd- um hafa mörg fundist dauð í ís- hrönnum og mörgvantar. Rúmlega 70 kindur fundust dauðar, flestar frá Söndum, og margt fé vantar. í Alítaveri gerði hlaupið einnig tjón. í Skálmabæjarhrauni fyltist kjallari, en fólkið flýði í fjárhús. Frá Holtsbæjum flýði fólkið að Herj- úlfsstöðum. Umhverfis Hraunbæ og víðar eru háar íshrannir. Manntjón varð hvergi. Talsvert af vikri, sandi og ösku hefir fallið yfir Skaftártungu og allar sveitir Vestur-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands. 111 beit, en fénaður þó óvíða á gjöf nema í Landbroti. F*á hefir og fallið mikil aska innan til í Öræfunum, en einkum í Svína- felli. Eru þar hagar slæmir. í Suð- ursveit hefir fallið nokkur aska, svo að fénaður hefir látið illa við jörð. Gosið virðist heldur réna, þó vottur af öskufalli í næstu sveitum við Kötlu alla daga frá því gosið hófst og til 18. október. Pann dag þykt loft svo ekki sást til Kötlu, en dynkir heyrðust, og þann 20. heyrðust enn miklir dynkir austur í Öræfum. Ef askan fýkur ekki bráðlegaeða þvæst af, er auðsjáanlegt að eyða verður miklu af fénaði í Vestur- Skaftafellssýslu, með því að hey- fengur var lítill í sumar. Bjargráða héfir verið óskað í skeytum frá hreppsnefndum Vestur-Skaftafells- sýslu. f nótt hefir fallið aska hér lftið eitt og mistur mikið í lofti.« ” Bærinn Sandar standa á hólma, sem myndast milli Kúðafljóts og Skálmar. Jökulhlaupið ruddist niður þá árfarvegu báða og skall á bæö- um. Húsbóndinn var ekki heima þá, var staddur í Vík i Mýrdal. En heimilisfólkið sá til hlaupsins og bjargaðist með naumindum austur yfir Kúðafljót á báti, en bær og fénaður varð hlaupinu að bráð. Skip hefir verið sent frá Rvík austur að söndúnum austan Kúða- fljóts, með matvöru, salt og tunn- ur. Bændur þar austur ffá höfðu ekki verið búnir að reka alt slátur- fé til Víkur, þegar gosið kom, en geta nú ekki komið því sem eftir var og auk þess verða þeir að farga mikið fleiru fé en áformað var vegna

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.