Fram


Fram - 23.11.1918, Blaðsíða 1

Fram - 23.11.1918, Blaðsíða 1
Karlmannsfatatau, Kápu- tau, Kjólatau og ennfrem- ur alla vefnaðarvöru er best að kaupaí verslun S/g’. Sigurðssonar. 4 Danskur $ Skófatnaður. Stórt úrval! iFriðb. Níelsson $¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ II. ár. Siglufirði 23. nóvember 1918. 46. blað. Aðalstarfið. Það hefir verið drepið á það hér í blaðinu, að æskulýðurinn hér, eða með öðrum orðum hin upp- rennandi kynslóð, lærði lítið til vinnu annað en það, sem daglega fellur fyrir í þessu sjáfarþorpi. Eftir því sem þorpið vex, eða bærinn sem bráðum verður, þarf við fleiri og fleiri handverksmanna, en því hefir verið svo varið hingað til, að þeir hafa fleiri flutt inn hingað en alist hér upp. Þegar litið er yfir barna og ung- linga hóp þann sem hér er, má sjá marga mannvænlegasveinaogmeyar, væri illa farið ef allur sá hópur lærði ekki annað en að salta síld og velta tunnum. Sú atvinna getur einnig brugðist, og þá er ekkert að grípa til, þegar ekki er fyrir hendi nein verkleg þekking önnur en sú áður nefnda, því þó að hér myndi verða iítið um atvinnu fyrir handverks- menn ef sjáfarútvegur brygðist, þá eru aðrir staðir sem hægt er að flytja sig til, og sem lífvænlegra væri á að búa. Á unga aldri eru börnin sett í skóla, til þess þar að læra undir- stöðu-atriði bóklegrar fræðslu. Pað á að vera undirbúningur undir lífið; margir halda áfram þeim lærdómi, en allur þorrinn lætur þar staðar numið. Þessi skóla lærdómur er skylda. En væri ekki heppiiegt að einnig væri skyldukensla í verkleg- um efnum helst þannig, að hver unglingur, að minsta kosti piltur, væri skyldaður til að læra eitthvert handverk. Pað er að segja þeir, sem ekki ætla sér að ganga skóla- veginn. í öðrum löndum mun það vera tíðkanlegast, að hver maður velur sér einhverja atvinnu er hann hefir að aðalstarfi, og tryggir sér með því framtíð sína. Allir þeir í hverju landi er sömu atvinnu stunda mynda félagsskap, og styðja og styrkja hver annan. Hér þekkist mjög lítið til þesskonar félagsskapar, að minsta kosti nær hann ekki yfir alt landið þó smáfélög séu á hinum ýmsu stöðum. Þetta fyrirkomulag, að hver maður hafi eitthvert aðalstarf er hann velur sér, virðist mjög heppi- legt, og jafnvel áríðandi fyrir þjóð- félagið. Pegar sami maður flækist frá einni atvinnugrein til annarar, er hætt við að hann nái ekki fullkom- inni þekkingu í neinu, og verði því ekki hálfur maður á móti því, sem hann hefði getað orðið, ef hann hefði lent á réttri hillu, sem kallað er. Sum embætti og opinber störf hér á landi eru veitt með því skil- yrði, að engin önnur opinber störf séu höfð á hendi. Petta sýnir, að þeir er um þau lög fjölluðu er þetta ákveða, hafa fundið og skilið, að væri sint um önnur störf samhliða, þá myndi það draga frá aðalstarfinu. En það er víðar en í þessum fáu tilfeilum, að óheppilegt er að menn hafi mörg járn í eldinum, því hætt er við að erfitt verði að hirða vel um þau öll. Það hefir farið mikið í vöxt á síðari árum að kaupa sér lífsábyrgð, og er það ekki að lasta. En áreið- anlega besta líftryggingin er sú, að kunna eitthvert verk til fullnustu, velja sér eitthvert aðalstarf, sem hægt er að hafa uppeldi af fyrir sig og sína. Þeir, sem aðeins treysta á daglega hlaupa atvinnu, eru illa farnir þeir geta ef til vill komist af eins og fuglar loftsins, en það er óá- byggilegt. Það veltur ekki á svo miklu hver atvinnan er, aðeins að hún tryggi manninum þarfir hans, en til þess að hann eigi vissa uppfylling þeirra þarf hann að kunna verk sitt vel, og stunda það með alúð og kost- gæfni. F*eir sem það gera, eru bæði vissir með að hafa ætíð nóg að starfa, og svo ávinna þeir sér einnig heiður og álit hjá öllum rétthugs- andi mönnum. Hér í Siglufirði vantar handverks- menn í fjölda mörgum greinum, og skulu þær ekki taldar upp hér. En þið ungu piltar, sem flækist að- gjörðalausir, eða litlir, allan vetur- inn, viljið þið ekki líta í kringum ykkur, og vita hvort þið ekki finnið eitthvert starf sem er við ykkar hæfi, og reyna til að læra það. F*eir kom* tímar, að þið þurfið að sjá fyrir fleirum en ykkur sjálfum og nú er einmitt tíminn til þess að búa sig undir það. F*au eru dýr æskuárin sé þeim kastað á glæ, H. J. Aukaútsvör í Hvanneyrarhreppi haust- ið 1918, 10 kr. og’ hærri. 3500 kr. Sören Goos. 3450 — Ásg. Pétursson Akureyri. 2911* — Loftur Loftsson Akranesi 2500 — h.f, Hinar sam. ísl. versl. 1913 — h.f. Kveldúlfur Rvík 1812 — h.f. Haukur Rvík /8oo — Verslun Sn. Jónsson. 1672* — Otto Tulinius Akureyri 1248 — h.f. Bræðingur Rvík. 1000 — H. Söbstað Bakkevig & Sön. 852* — h.f. Bragi Rvjk 739* — h.f. Sjöstjarnan, Akureyri 700 — Ole Tynes 600 — John Wedin 534* — J. V. Havsteen Akureyri 500 — Eðv. Jakobsen Helgi Haf- liðason. 483 — Anton Jónsson Akureyri 478* — Ragnar Ólafsson — 477 — Runólfur Stefánsson Rvík 336* St. 1 h. Jónsson, Seyðisfirðj 322 — h.f. Rán, Höfða 300 Aalesunds Fiskeriselskab, H. Henriksen 294* — O. G. Eyjólfsson Rvík 267 — h.f. Alliance Rvík 250 — Halldór Jónasson, h.f. fs- land, Siglufjords Olie & Guanofabrik, Siglufjords Sildesalteri & Anlægs- Compani 2Q4* — Magnús Guðmundsson 200 — Pormóður Eyólfsson 186* — Jón Sigurðsson & Co 183* — Steingr. Torfason ’) 1 þessum útsvörum eru einnig aurar sem slept er hér. 205 Hann slökti Ijósið spenti skambyssuna og þrýsti Kate fast að sér. Hlerinn lyftist upp og gildvaxnir fótleggirnir á móðir Trundel komu í ijós. Hún lokaði hleranum á eftir sér, og kom niður stigann. Henni varð fyrst litið á pokann á gólfinu, hnykti við er hún sá að hann var tómur, Ieit upp, og stóð sem steini lostin er hún sá Mr. Pemberton. »Ef þú hreyfir þig eða segir eitt einastaorð, þá skýt eg þig strax,« sagði Mr. Pemberton, og miðaði skambyssunni á hana. Andlit kerlingarinnar varð öskugrátt af hræðslu. »F*aðer auðséð að þúert í vitorði með ódáðaverk það sem hér átti að vinna, og þú verðuð að svara nokkrum spurn- ingum,« sagði Mr. Pemberton. Móðir Trundel starði á hann alveg höggdofa. »F*ú átt ekki að svara með orðum, það gæti heyrst til þín upp á loftið og eg kæri mig ekki um að vinir þínir trufli okkur. En fyrst ætla eg að láta þig vita hver eg er, eg heiti Pemberton, lögreglu umsjónarmaður frá Lawn Road. Lampinn, sem móðir Trundel hélt á, hristist til af skjálfta þeim er kerlingin fékk þegar, hún heyrði hver maður sá var er talaði við hana. Hún starði áhann en stalst þó til að gjóta augunum upp að loftshleranum; hávaðinn í félögum hennar heyrðist greinilega. »Settu frá þér lampann,« skipaði Mr. Pemberton. Kerlingin hlýddi. Mr. Pemberton gekk nær henni með skambyssuna á lofti.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.