Fram


Fram - 01.10.1921, Blaðsíða 1

Fram - 01.10.1921, Blaðsíða 1
1 ateateateiHteIbfeibfcAstofex Kjöti til reykingar iverður lekið á móti í F'íeykhúsinu.. I Kl. 1-4 dagana 3. til 8. þ. m. jþví sé skilað með merkisspjöldum , ágröfnum. Pál! S. Daltnar. -U-l—- V. ár. Hvítu kolin. Nl. í ritgerð sinni: Orkulindir á ís- landi og notkun þeirra, útg.íNefndar- áliti meiri hluta fossanefndarinnar fyrir 2 árum síðan, segir J. t3. verkfr. á 93. bls. að með fullri nýtingu verði hiti raforkunnar 80 — 180 sinn- um dýrari en hitun úr kolunum, ef kol seljast á 2l/2 ey. hvert kg. eins og hér var vanalegt fyrir stiíð- ið, en raforkan rneð því gangverði sem þá var nl. á 15—35 au. kwst En á 110. bls. sama rits getur J. F\ þess að samkvæmt skýrslum próf. W. Palmers hafi verð á raforku við 15 stóriðjuver í Svíþjóð verið 30— 55 kr. kílówattárið, 8400 klst, það er 0,357 ey. kwst. til 0.655 kwst. Fyrri talan er eins og menn sjá 100 sinnum hærri en J. I3. segir á 93. bls. hafi verið gangp/erð 1 kwst. raforku áður en stórvelda- stríðið hófst. Petta á samt ekki að álítast nein mótsögn við það sem höf. hefir áður sagt, heldur að eins sern óvilhöll sönnum fyrir blessunar- ríkum afleiðingum stóriðju hvarvetna. Sína 54 bls. ritgerð um orkulindir íslands og notkun þeirrar endar J. P. með þeirri áliktun, að notkun raforkunnar til herbergjahitunar eða alþýðu þarfa alment sé undir því komin, að löggjöf íslands geri mögu- legt að koma upp stóriðju í landinu. Án hennar geti raíorkan ekki orðið nógu ódýr til þess að almenningur geti notað hana til íbúðahituna-. En þar eð alls ekki er enn sýnt og sannað, að nein stóriðja geti þrifist hér á landi' hvorki járnbræðsla, salt- vinsla né alúmíníumvinsla, þá gæti orðið langt eftir því að bíða, að útlend auðfélög setji hér upp tjald- búðir sínar og hiti heimili almenn- ings. Svo alls ekki er neitt við það unnið fyrir allan þorra landsmanna, þó erlend auðfélög fái leyfi til að virkja flesta ef ei alla fossa Jslands — nema það, að alþýða losnar þá við allar áhyggjur og allar þrætur um hvernig skuli nota þá. Eg skal ekki þreyta lesendur á langri rannsókn eða útreikningi á því hvort rafmagnið geti kept við kol til herbergjahitunar þegar kol seljast á 25 krónur simlestin. ’Eg læt mér nægja að enduitaka erindi það sem eg flutti í Reykjavík fyrir næstum 27 árum síðan (sbr. 46. og 47. tbl. »Fjallkonan 1894), að 500 h.öfl raforku notuð árið kring gildi i Siglufirðí 1. til hiíunar á við 1000 (þúsund) smálestir ofnkola, þ. e, að hvert hestafl rafcrku gildi til hitunar ef notað er árið í kring, á við 2 smá- lestir af góðum ofnkolum brendum í vanalegum stofu-ofnum og egbæti því við, að hvar sem 13Va teningsfl. vatns falla 1 fet á hverri sekúndu, þar má, ef orkan er notuð, fá eitt hestafl raforku. Enn fremur, að geri maður ráð fyrir, að 60% af vatns- orkunni komi að notum og að 40% af hitaniagni því, sem kol geyma, nýtist við brenslu í vanalegum ofn- um, svo gildir hver teningsmeter vatnsfalls, sem fellur eins metra hæð á hverri sekúndu, sé það afl látið ala rafmagn og notað árið í kring, á við 1372 til 21 smálestir af kol- um. En sú orka gildir ávið8(átta) hestöfl rafnragns. Hver hestorka raf- magns, notuð uppihaldslaust alt ár- ið, 8765 kl. stundir, gildir þ n til herbergjahitunar á við ll/2 til 23\ smálestir af ofnkolum, brendum í vanalegum stofu-ofnum. En vatnsföll íslands geyma sarn- kvæmt vottunum og athugunum þeirra O. ). H. ogj. Þ. verkfr. um 4 milj. hestorkur. Ef 60% þeirrar orku kæmi að notum sem rafmagn, gæti það orðið jafngildi náma, sem gæfi fimm milj. smálesúrkola á hverju ári urn alla tíð. Hve Iengi ætli íslendingar þurfi að kaupa kol og steinolíu fri út- löndum.? Fr. B. Arngrímsson. Benidikt Gröndal. Gamansögur. Sagan af „ffeljarslóðnr- orustu. Pórðar saga Geírmundarsonar. Rvk. Árs. Árnason 192L Þá eru loks komnar þessar marg- þráðu sögur. Langt er síðan þær voru uppseldar en hins vegarfjöldi manna, sem mikið vildi tilvinnaað ná í þær. Þetta hefir líka útge and- inn vitað. Nú ei bók þessi 900 til 1000% dýrari en hún var í gamla daga,- og hafa glöggir rnenn getið þess til að sumt af þessum pró- sentum« séu ekki dýrtfðinni að Fenna heldur séu menn þarna að greiða nokkurskonar skatt af vinsædum okt. 1921. Gröndals í skjóli dýrtíðarinnar. Er það illa farið að svona bækurskuli vera svo dýrar að almenningi sé illkleyft að eignast þær. Pað er blátt áfram orðinn »luxus« að eignast almennilega bók. Einstöku reyfara, sem enginn almennnilegur maður lítur við, fást með skaplegu verði, Hvernig stendur nú áþessu?»Gull og æra« er þrefalt stærri bók en »Gamansögur«, en hún er þó meir en helmingi ódýrari. Eitthvað er nú bogið við þetta! Nú er þó tvent til. Annað hvort stórskaðast >Heim- dallur« — sem mér er þó nær að halda að ekki sé eða þá að Ár- sæll er óþarflega dýrseldur. En þetta er ekki eins dæmi. Pað ernú einhvernveginn svona einkennilegt á landi voru um þessar mundir, að allar góðu og útgengilegu bækurn- ar eru dýrastar — ótrúlega dýrar — ‘ og má þá undir eins tilfæra allar kenslubækur ætli þær séu hafð- ar svona dýrar af því að menn lög- um samkvæmt neyðast til að kaupa þær? Spyr sá er ekki veit. Stjórnin okkar ætti að taka rögg á sig og skipa sbókmentalega verðlagsnefnd er setti hámarksverð á bækur. Hún hefir áreiðanlega marga nefnd skip- að sem óþarfari er. Eða ernokkurt vit í því að þjóðin þuFfi að líða bókmentalegt og andlegt hungur vegna óþarflega inikillar dýrtiðar? Eða því er verið að setja hámarks- verð á vörur kaupmanna — líkam- legar nauðsynjar — en andlegu nauð- synjarnar eru seldar ránverði? Pað er eins og líkaminn sé nú orðinn svo miklu göfugri sálinni að hún er höfð að nokkurskonar hornkerl- ingu er um beggja nauðsynjar er að ræða. En hvað sem um er að ræða hið háa verð á Gamansögunum, þá var gott verk og þarft að koma þeim út — þar var meira en mál til kom- ið. En — það álít eg misr^áðið að láta skýringar eigi fylgja sögunum. Að vísu eru sögur þessar á þann hátt gerðar að þær eru jafn sígild- ar fyrir því, sérstaklega Heljarslóð, en þó mundi hiít engu hafa spilt, heldur þvert á móti stórum aukið gildi bókarinnar. Pað getur einnig verið að nú séu að verða síðustu forvöð með slíkt, og óþarfa tepru- skapur að óttast óvild ættmenna viðfomandi persóna. Eins og svo margir viti t. d. ekki hverir eru þeir herrar Hjörleifur, Pórður.og Eggert. Mega hlutaðeigendur heidlir þakka 37, blað. Gröndal fyrir vikið að hafa gjört þessa frændur þeirra að klassisk- um persónum í bókmentum !s lendinga. Fáir munu muna afrek Pórðar né Eggerts í þarfir lands og þjóðar, en fáir munu gleyma Þórði hjá Gröndal er hann rogast til skips með öll Alþingistíðindin bundin í nautshúð í eitt bindi og lá við ofreun. Eða Eggert þegar hann skygndist um af Glámujökli ef nokkra jörð væri að sjá er hann hefði eigi lánað. Hvað verður þess langt að bíða að íslendingar fái Sögur Gröndals í annari eins skrautútgáfu eins og Danir eiga Holbergs leikrit og Peder Paars. Pað væri þó sannarlega efni fyrir íslenska málara og dráttlista- menn að spreyta sig á að »illustrera« þessar sögur Gröndals; það væri að minsta kosti hvíld frá því að mála vatnsþunnan hijninblámann, kless- óttaskóggrænku eða kúbiskanóskapn að sem enginn skilur. Pað er ein- kennilegt hvað bókaútgefendur hér eru sljóir fyrir því að skreyta bækur smar góðum myndum Nú er þó orðið hægt um hönd þar sem eru tvær prentmyndagerðir (Ijótt orð og langt) í landinu. Sn. Aftakaveður. Skipströnd. Manntjón, j aftaka norðanveðri, stórhrfð og stórbrimi sem hér gerði Norðan- lands aðfaranótt sfðastl. miðviku- dags, strönduðu 2 skip, hið fyrra sem tilfréttist var mótorskonortan Rigmor« frá Nakskov f Danmörku Var hún á leið frá Bolungavik hingað til Siglufjarðar með salt til Hinna sam. ísl. verzlana. Hrafctist skipið undán veðrinu inn á Eyjafjörð og strandaði á Djúpuvík skamt frá Krossum. Menn bjorguðust allir. Sagt er að botnin muni að mestu úr skipinu og bæði skip og farmur gjörónýtt. Síðara skipið sein tilfréttist að farist hefði þessa sömu nóttvar vélskipið »Erlingur« liéðan úr Siglu- firði. Hafði hann verið í flutning- um austur á land og var nú á heim- leið, strandaði hann á Tjörnesinu norðanverðu þar sem Iieitir Breiða- vík. Kastaði brimið Erlingi upp á þurt land og er skipið víst talsvert brotið. 6

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.