Fram


Fram - 10.12.1921, Blaðsíða 1

Fram - 10.12.1921, Blaðsíða 1
S Nýkomið: { 5 Epli, Fíkjur, Rúsínur, Sveskjur, iT jflj Haframjöl, Sago, Oerdnft, Nat- jy ron, Kanel. Kardemommur, Pip- j. ar, Allehaande ^ Versl. Helga Hafliðasonar. V. ár. Siglufirði 10. des. 1921. Fyrst mn sinn verður gefinn X frá 15—30 prc. afsláttur af ýmsum vörum í versl, minni. « Páll S. Dalmar. ^ 47. blað. Pingmálafundargerð. Pingmálafundur var haldinn í leik- fimishúsi barnaskólans á Siglufirði sunnudaginn 4. desember 1921, kl. 4 síðdegis. Mættur var alþingismaður Stefán Stefánsson frá Fagraskógi og setti fundinn. Fyrir fundarstjóra var kosinn séra Bjarni Þorsteinsson og fundarskrif- ari Ouðm. Hafliðason. Annar þinginaður Eyjafjarðarsýslu, Einar Árnason frá Eyrarlandi, var ekki mættur. Var því næst byrjað á ræðuhöld- um og tók Stefán alþm. Stefánsson fyrstur til orða og skýrði frá ýms- um málum frá síðasta alþingi. Næstur tók fundarstjóri til máls og þakkaði alþingismanninum fyrir upp- lýsingarnar. Var því næst Henrik lækni Thór- arensen leyft orðið og hélt hann ræðu um samningana milli Spáuar og íslands og lagði fyrir fundinn svolilj. tiilögu: »Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera nú þegar alvar- lega gangskör að því að gera svo- felda samninga við Spánverja, að innflutningsgjald á íslenzkum salt- fiski til Spánar hækki ekki úr því sent nú er. Krefst fundurinn þess, að Alþingi breyti lögum um aðflutn- ingsbann á áfengi svo sem nauð- syn krefur til þess að slíkir samn- ingar náist.« Um tillöguna urðu miklar um- ræður. Enn fremur kom fram tillaga frá Þormóði Eyjólfssyni í sama máli svo hlj.: »Fundurinn væntir þess, að þing og stjórn komist að sem hagkvæm- ustum samningum um fisksölu fyr- ir ísland og fari svo, að ekki tak- ist að ná sem hagkvæmustum samn- ingum án þess að eitthvað verði slakað til á bannlögunum, þá að gera það sem allra minst að nauð- syn krefur og með þeirri mestu gætni og lipurð, þar eð bannmálið mun meðfram vera hið mesta til- finuingamál flestra íslendinga.« Einnig kom fram tillaga fráOuðm. Hannessyni bæjarfógeta svohlj.: »Með þvíað hagkvæmir tollsamn- ingar við Spán um skilýrði þess, að íslendingar geti orðið samkepn- isfærir við aðrar þjóðir og selt fisk Sinn til Spánar með hagkvæmum kjörum, en slíkt aftur undirstaða at- vinnu og afkomu svo rhargra lands- manna, er stunda fiskveiðar, skcrar fundurinn á hið háa Alþingi að slaka til á bannlögunum, ef eigi verður hjá því komist, til þess að ná sem hagkvæmustum tollsamningum við Spánverja um fiskflutning vorn til Spánar.« Frá Friðbirni Níelssyni kom enn fremur tillaga svohljóðandi: »Fundurinn skorar á þing og stjórn að breyta ekki bannlögunum fyr en öll sund eru sannanlega lok- uð til þess að ná hagkvæmum toll- samningum við Spánverja án slíkra breytinga.« Frarah. ATHS. Eins ogtillögurnar í Spánarsamn- ingamálinu bera með sér altar fjórar, var eiginlega engin ágreiningur mn að' slaka bæri til á banninu ef í nauð r ræki, þó tillaga sú sem samþykt var væri áaveðn- ust; má því óhætt telja að ekkert atkvæði væri móti efni hennar, heldur mun mein- ing þeirra sem mótti henni greiddu atky. hafa v rið. sú að samþvkkja heldur ein- hverja af þeim síðarfrainbornu tillögum með mildara orðalagi, en sem auðvitað féllu allar við samþykt hinnar fyrstu. Ritstj. Athugasemd við grein sveitamanns. í »Fram« 26. nóv. s. 1. stendur grein eftir einhvern sveitam. með yfirskriftinni »íllur útbúnaður.« Orein þessi er á miklum rökum bygð, en margt þar sagt, sem þarf athugun- ar við, enda vafalaust að höfundur hefur farið meira eftir sögusögn annara en sinni eigin sjón ogreynd. Er það auðheyrt að hann heldur taum sjómanna, en vill heldur halla að útgerðarmöntfum; en öll mál verður að skoða frá fleiri hliðum, þegar dæma skal. Sveitam. spyr hversvegna mótor- bátar að eins frá Sigluf., sigli ekki með hin lögboðnu Ijós. Hve svegna segir sveitam. að eins frá Siglu- firði, því tekur hann ekki Eyja- fjörð og Skagafjöið með; eg held það sé óhætt og þó víðar væri ieit- að (auðvitað undanteknirgari. Ei það útgerðann. að kenna ef hann afhendir Ijósker í bát sinn, en það er ekki notað, eða vanhirt svo það verði ónýtt? Eg heid ekki. Mér er það ókunnugt að bátar héð- an af Sigluf. fari seglalausir; en að þau séu fúin getur vel komið til greinaenekki erþað heldurútgerðinni að kenna, þó seglin séu svo illa hirt að þau fúni, brenni eða kaðl- ar fari í óhirðingu svo ekkert sé nothæft. Pá sjá allir að ekki er það út- gerðarm. að kenna þó áttavita sé gleymt í landi, því ekki skil eg í því að nokkur formaður taki svo við bát, að ekki hafi hann fengið áttavita með honum; en hvað skekkju þeirra viðvikur, þá mun það brenna víðar við en hér í Sigluf. og það jafnvel á stærri skipum. Legufæri báta hér, ætla eg ekki að tala um, en benda að eins á það, að enginn bátur mér vitanlega hef- ur farist á öðrum liöfnum, nema einn og biluðu ekki festar þar, held- ur brotnaði hann á stjóranum. Alt sem aflaga fer á bátunum álít eg formrnni að kenna en ekki út- gerðarm. því siimír þeirra eiu ó- kunnugir öllu þess háttar og verð- ur því form. að ráða meiru.Pólög- in skipi ekki fyrir um þetta og þetta, þá ætti það að vera á hvers manns meðvitund að það er siðferðis- leg skylda að hafa bátana vel út- búna og það á formaður að sjá um, en því miður eru stór vanhöld á slíku. Sjómenn koma bátnum að bryggju og binda hann. Ef svo kemur land- lega, þá fara þeir f mógrafir, hey- skap eða aðn vinnu oghngsaekk- ert um að þi rk segl eða hirða veiðaifæri; þó má taka marga nnd- an en þeir finuast sem svona eru og það get eg borið um af eigin reynd og sannað ef krafist verður. Pað ætti að skoða bátanaog útbún- að þeirrá um leið og skrásett er, en lögin nefna ekkert um það; þess vegna er óþaríi fyrir sveitam. að kasta steini að skoðunarmönnum, þar sem þeir eru ekki til. Mimdu það ekki frekar vera aðr- ir- skoðunarmeim sem hetðu illa drauma, þó ekki væri ne.na þegar hart er í vori? Pá skal eg eftir mínu viti svara spurningum sveitamanns. Fyrsta spurningin er: Hvernig þarf sLip að vera útbúið til þess að það geti talist sjófært? Svar: B.itur og vél þarf að vera traust, góð segl og reiði, árar, land- festai', Ijós, áttaviti, slökkviáhöld og fleira. önnur spurning: Hverjum er það oft og tíðum að kenna þegar skip farast vegua þess að vanrækt heí- ur verið að hafa eftirlit með útbún- aði þeirra? Peirri spurningu er því miður stundum hægt að svara með einu orði og það er: formanninum. Priðja spurning. Hvers er að lita eftir að það eigi sér ekki stað sem hér á uodan hefir verið talið upp? Að ekki hlotnist slys af því hvern- ig útbúnaður bátanna er, eiga þeir að annast um í félagi útgerðarm. og form. Úgerðarm, Eg vona að þið látið ekki fyrirfarast að leggja til það sem ykkur ber svo sveitam þurfi ekki að blanda sér í þau mál, og heimt- ið svo skilyrðislaust af formönnum ykkar að þeir fyrst og fremst noti bæði Ijós og segl, og í öðru lagi að þeir hiiði alt sem bátnum við kem- ur, og sýni áhuga fyrir því sem þeir eiga að gjöra. Annars eru þeirekki vaxnir verkinu, og eiga ekki sinn formannshlut eða formannsnafn. Hver á að líta eftir að Ijósker séu notuð þegar þau eru til, liver á að gæta að áttaviti sé ekki skilinn eft- ir f.landi eða hirtur svo illa að hann komi ekki að notum þegaráaðfara að nota hann? Hver á að líta eftir að seglin ekki fúni eða brenni? Hver á að lítaeft- ir að vélam. gleymi ekki eða taki svo litla steinolíu að ekki sé nóg til ferðarinnar? Alt þetta er formanns- ins og hans eins, hann ber ábyrgð á þessu öllu að ekki hlotnist tjón af, en útgerðarni. ef hann neitarað láta-af hendi það nauðsynlegasta sem með þarf. Sjómaður. t Baldvin Jóhannsson, bóndi á Siglunesi, andaðist að heimili sínu 3. þ. mán. eptir lauga sjúkdómslegu; var ha'nn 66 ára að aldri, fæddur á Siglunesi 10. okt. 1855, giptur haustið 1881 Marsibil Friðbjörnsdóttur og hafa þau búið allan sinn búskap nær40 árum á Siglunesi. Baldvin var um eitt skeið meðal betri bænda þess- arar sveitar og oddviti hreppsnefndar var hann 1886 -89, Hann var mjög gestrisinn og greiðvikinn, sjómaður duglegur og selaskytta. Eina dóttur átti Baldvin áður enn hann giptist, og býr hún sem ekkja hjer í kaup- staðnum; en þau Baldvin og jcona

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.